Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 52
ísknzkur SHEBLOCKS HOLMES ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ hóhinni Vovmvtuv ú lilijshvióuni eftir J. Mufjnús lljarnason. Þegar ég les ævintýri Sherlocks Holmes eftir A. Conan Doyle, þá hugsa ég ævinlega til íslendings nokkurs, sem ég kynntist ofur- lítið í æsku í Nýja Skotlandi. Hann hét Hallur þessi Islending- ur, og var Þorsteinsson, ef ég man rétt, og rúmlega tvítugur, þegar ég kynntist honum. Ekki veit ég með neinni vissu, hvaðan af Islandi hann var, en samt hygg ég, að hann hafi verið ættaður af Austfjörðum, því ég vissi til þess, að hann skrifaði tvívegis bréf til konu, sem átti heima á Djúpa- vogi. — Ég segi, að ég hugsi jafn- an til þessa manns, þegar ég les ævintýri Sherlock Holmes, og kemur það til af því, að hann er sá eini íslendingur, sem ég hefi þekkt, er að minni hyggju var gæddur þeim hæfileikum, sem nauðsynlegir eru til þess, að geta verið slunginn njósnari, eða leynilögregluþj ónn. Og hefði hann hlotið sæmilega menntun ogfeng- ið tækifæri til að æfa og efla hin- ar meðfæddu gáfur sínaroghæfi- leika, þá hefði það sannast, að hann hefði ekki staðið langt að baki Sherlock Holmes sem njósn- armaður. Og því til sönnunar vil ég segja frá dálitlu atviki, sem hann var viðriðinn — atviki, sem í sjálfu sér var ekki mjög stór- vægilegt eða markvert, en getur þó sýnt, að álit mitt á manni þess- um er á dálitlum rökum byggt. En áður en ég byrja að segja frá þessu atviki, ætla ég að gefa ofur- litla lýsingu á Halli. Hann var langt frá því að vera líkur Sherlock Holmes í sjón og vexti. Og engum skáldsagnahöf- undi hefði dottið það til hugar, að hafa hann til fyrirmyndar í lög- regluspæjarasögu, hvorki sem njósnara né stórglæpamann. Því Hallur var allra manna minnstur vexti og allra manna óálitlegast- ur ásýndum, en þó meinleysisleg- ur. Augun voru greindarleg og fremur góðleg, en þau voru smá, og augnalokin huldu þau jafnan meir en til hálfs. Hann var höfuð- stór, ákaflega langleitur og niður- lútur. Hægfara var hann og oft- ast þögull og þegjandalegur. Það leyndi sér ekki, að hann var for- vitinn, þó langt væri frá því að hann væri spurull. Hann lagði sjaldan spurningar fyrir menn, en samt var eins og hann kæmist auðveldlega að leyndarmálum manna og græfi upp allt, sem leynt átti að fara, án sýnilegrar fyrirhafnar. Stálminnugur var hann, eins og Macaulay lávarður, og framúrskarandi glöggþekkinn á menn. — Þegar hann kom á mannamót, stóð hann jafnan utarlega, og það var eins og eng- inn yrði hans var; hann var allt- af eins og úti í horni, hvar sem hann var staddur, en þó var auð- séð, að hann veitti öllu, sem fram fór í kringum hann, mjög nánar gætur, Hann hafði gaman af skáktafli — það var sú eina skemmtun, sem hann virtist taka þátt í — og menn sögðu að hann væri góður taflmaður. Hann var dável að sér í reikningi, og hafði þó fengið mjög litla tilsögn í þeirri grein, og hann var slung- inn að ráða flóknar gátur, og virtist hafa mikið yndi af því. Ekki virtist hann gleðjast yfir hamingju annarra, og hryggðist ekki, svo sjáanlegt væri, af ó- höppum nokkurs manns. En það eitt er þó áreiðanlegt, að hann vildi ekki troða neinum manni um tær, og iagði engum illt til. Hallur var lítið á meðal íslend- inga eftir að hann kom til Amer- íku. Hann var oftast hjá hérlend- um bændum, fyrst framan af að minnsta kosti, og vann oft fyrir mjög lágu kaupi. Mörgum þótti hann undarlegur og sérvitur, en flestum var vel til hans, og höfðu jafnan gaman af hinum stuttu, iiálf-hryssingslegu svörum hans. Ég man, hvað menn hlógu dátt að því, sem hann sagði, þegar það kom í blöðunum, að hefðar- frú ein í Halifax hefði misst de- mantsbrjóstnál, einu sinni þegar hún var á grímuleik. „Það hefir verið ungur ekkju- maður, sem stolið hefir brjóst- nálinni þeirri," sagði Hallur við kunningja sína. Menn hlógu þá, eða grettu sig, og álitu þetta heimskufleipur. En tveim árum síðar ráku þeir hinir VÍKINGUR B68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.