Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 21
bátar lægju úti á hafi, jafnvel þótt þeir væru nærri heimahöfn, svo lengi, sem fært var veðurs vegna að stunda veiðarnar, enda fiskurinn algjörlega unninn á skipsfjöl. — Var hann settur í salt og lifrin geymd á tunnum. Línan beitt um borð á opnu dekk- inu, þótt hafvindar blésu og sviði í sár og svellkaldan góm. Bátur- inn var heimili manns, fyrir sunnan, vestan og norðan. Það mátti heita, að maður kynni varla göngulagið þá sjaldan, að maður fékk það hnoss að stíga fæti á gamla Frón. Eigendur Skírnis voru þeir Jón Grímsson, kaupmaður á Suður- eyri og Sigurður Eðvard Hall- björnsson, sama stað, og var Sig- urður jafnframt skipstjóri hans. Skírnir var 28 lestir að stærð, með 28 hesta avancevél. Hann var tvímastraður, með hekk og rúnnað stefni við sjólínu. Hann hafði skrásetningarstafina Is— 410. Grænn á lit með hvíta rönd í efsta borði. Sigurður átti og stjórnaði Skírni í sjö ár, en þegar hann keypti Hermóð mun báturinn hafa í því sambandi orðið eign bankans á Isafirði. — Því næst er Oddur Hallbjörnsson, bróðir Sigurðar, með bátinn á vegum bankans á reknetum m.m. — Síð- ar komst hann svo í eign Magn- úsar Jónssonar og Valdimars Guðmundssonar á Flateyri og enn síðar í eign Finns Guðmundsson- ar frá Görðum, sama stað, og þaðan var hann keyptur af Har- aldi Böðvarssyni til Akraness ár- ið 1926. Eftir það var hann við Suðurland. Fyrst Akranesi og síðar í Grindavík og Sandgerði. Og núna á þrettándanum þ. 6. janúar 1968 var hann höggvinn upp og í eld færður á íþróttavelli Keflavíkurkaupstaðar. Skírnir, sem þjónað hefur ís- lenzku athafnalífi í 51 ár hefur verið mikið happaskip, enda oft- ast verið undir stjórn atorku- og aflamanna. — Ótrúleg auðæfi hefur þetta litla skip borið að landi á þessu 51 ári, og væri gam- an að vita nú hina réttu upphæð VÍKINGUR Sigurður Hallhjörnsson. þeirra í krónum. — Bátnum hef- ur, það ég bezt veit, aldrei hlekkzt á, en verið mikil happafleyta, enda ágætur í sjó að leggja og þrælsterkur. Hann varði sig jafn- an vel, hvort sem var í hafróti eða 1 glímunni við hinn forna fjanda, hafísinn, því að bátnum var stundum haldið úti á há- karlaveiðum, djúpt undan Vest- f j örðurn og komst hann þá stund- um í krappan dans við ísinn. Ég- ætla nú að segja frá þrem- ur atriðum, sem eru mér sérstak- lega minnisstæð frá veru minni á Skírni og sýna þau um leið svip- myndir úr lífi sjómannanna, sem voru á stóru bátunum fyrir rúm- lega hálfri öld. Það var sumarið 1919, að við vorum á leið norður til Siglu- fjarðar á síldveiðar. Þetta var á síldarleysisárunum. Við veiddum auðvitað ekkert. Fengum ekki fyrir hálfu fæðinu yfir vertíðina, en það er nú önnur saga. — Það var norðan grenjandi rok og vindbára, en ekki sjór. Skírnir seig hægt fram móti straumi og vindbáru út af Straumnesinu.Við strákarnir vorum fyrir aftan stýrishúsið og spjölluðum saman, um leið og við nutum varma sól- arinnar. En Sigurður var í stýris- húsinu ásamt fleirum af áhöfn- inni. — Allt í einu stakk Skírnir nefinu svo djúpt í holbáruna, að skuturinn þeyttist í háaloft. Ól- afur Þorkelsson, frændi minn, sem stóð uppi á grindinni á hekki bátsins sveif í háalofti aftur af hekkinu, rétt eins og æfður sund- kappi frá stökkpalli. Hann kom flatur niður á sjóinn, milli Skírn- is og fremri snurpubátsins, sem var í togi aftan í. Einhver hróp- aði í Sigurð, sem sló strax af vél- inni. Við sáum Ólaf fljóta aftur með hlið fremri snurpubátsins. Þeir voru fljótir, strákarnir, að draga bátinn að Skut Skírnis. Mnlverk nf „Skírni" eftir Jóhnnn Pnlsson. 337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.