Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 40
Eins er með net. Eg velti spursmálinu fyrir mér á alla vegu. Skipaskoðunarstjóri er lífvörður sjómanna á hafinu og ég miklaði fyrir mér ágæti mannsins, ég taldi mér trú um, að hann elskaði sjómenn á svip- aðan hátt og Kristur elskaði postulana, eða því sem næst. Eg skrifaði bréfið og hringdi svo til hr. Hjálmars Bárðarsonar og sagði honum, að ég ætlaði að senda bréf í Víkinginn og segja nótarteikninguna skakka og hvort ég mætti senda honum af- rit, ef hann vildi láta álit sitt fylgja bréfinu í Víkinginn. Skipaskoðunarstjóri var hinn ljúfmannlegasti og bað mig setja með heimilisfang og símanúmer, svo hann gæti rætt við mig, þegar hann kæmi heim. Hann var að fara til útlanda um vikutíma. Ég sagðist þá biðja ritstjórann að hafa samband við hann, áður en hann birti bréfið. En eins og fram kom í Víkingn- um náðist aldrei samband við skipaskoðunarstjóra. Ritstjórinn sagði mér, að hann næði enganveginn í hr. Hjálmar Bárðarson, en væri búinn að ganga frá bréfinu í blaðið. Ég sagðist reikna með, að ann- aðhvort væri hann að vinna að því að knésetja mig rækilega fyr- ir þessa áreitni eða hann hefði fleygt skrifinu í ruslakörfuna. Svo vona ég að það sé jafnsatt, það sem ég sagði fallegt um mann- inn, eins og það er satt að nótar- teikningin sýnir ekki réttan net- flöt. Ég er þakklátur fyrir það, að fá upp í hendurnar jafngóðan viðmiðunarflöt og þennan um- rædda nótarflöt, ég ætlaði að sannfæra skipaskoðunarstjóra um það, hversvegna þetta er ekki réttur netflötur, svo hann á það við sjálfan sig, að hann er ekki fyrsti maður til þess að viður- kenna þá staðreynd, að netagerð er sú eina grein verkfræði, sem á ekki neina fræðisetningu í neinni fræðibók og enga skil- greiningu á netfleti. Það getur ekki verið til í heimsbókmenntunum, nein fræði- setning um net eða netagerð. Gildandi fræði, sem við höfum numið mann fram af manni, standast ekki fræðilega athugun, nema vinnubrögðin við netið, enda munnmælasagnir byggðar á röngum forsendum, svo sem % reikningur á neti, sem reiknar allar hliðar rétthyrnds þríhyrn- ings jafnar og horn jöfn og teikn- ingar, sem sýna rangan netflöt. Orðið netflötur er líklega nýtt orð í málinu, bæði hér og erlend- is. Ég dreg það af því, að skýring orðsins getur ekki orðið nema ein, og mikilvægi þeirrar skýr- ingar væri búin að vinna upp verkfræðilega netagerð, að því marki að netagerð væri komin á réttan grundvöll. Það vill svo til að ég hef plagg upp á það, að ég er netagerðarmeistari og líklega er það þessu plaggi að þakka eða kenna að ég fór að athuga hvað raunverulega ég kynni, fræði- lega séð og sætti mig ekki við það, að það væri ekki annað en allar viðgerðir á veiðarfærum og svo uppsetning á veiðarfærum eftir teikningum og hefðbundn- um reglum, sem engar haldgóðar skýringar voru á. Ég er búinn að segja frá því og hvernig þetta fór að mjakast í áttina. Það er seinunnið verk, að vinna upp fræði fyrir net og netagerð, þar sem engin fræði eru til fyrir og kannske er það seinlegt að komast að niðurstöðu um það, hvernig á að finna viðfangsefni og leysa þau. Það var nokkur áfangi að glöggva sig á því að 2 leggir í neti, gera stærðfræðilega heilan möskva. Þegar leitað er fræða, má ekki ganga fram hjá neinu viðfangs- efni óleystu. Dæmi. Ég kom með eina feralin í neti í einu af bréfum mínum, þetta net var á upptökum og síðum og möskvastærðin 40 leggir á alin. Ég fékk 28 möskva á hlið rúml. eða nánar 28,284 möskva. Til þess að fá möskvafjöldann í þessum fleti, þá eru það 28,284. .2 x 2 = 1600 möskvar og 3200 leggir eru í fletinum. Við skulum athuga andstæðu þessara vinnubragða eða upp- stillingar á netinu og skera netið á legg úr samskonar neti. þar verða allir möskvarnir teljanleg- ir. Það verða 40 leggir á hvora hlið, og heill möskvi kemur á móti hverjum hliðarlegg, það eru 40 x 40 = 1600 möskvar, ná- kvæmlega sama möskvatal í jafn- stórum fleti úr sama efni, hvernig sem netið er skorið. Ef við athugum leggjafjölda í þessu leggskorna neti, þá eru þeir einnig vel teljanlegir,þaðeru 41 x 40 -f 41 x 40 = 3280 leggir. Þarna er komið viðfangsefni, sem rökrétt skýring verður að fást á. Eftir að maður hefur slegið því föstu að 2 leggir í neti gera heil- an möskva, verður að vinna upp fræðilega skýringu á því, þegar net hefur fleiri leggi en eiga að reiknast með netinu. Þarna koma fram 80 leggir, sem ekki eiga að reiknast með í netinu. Hvað veldur þessari fjölgun? Hversvegna eru fleiri leggir í jafnstóru neti skornu á legg, en í neti á upptökum og síðum? Hefur orðið eðlisbreyting í net- inu og þá, hvernig er henni hátt- að? Getur einhver af lesendum Vík- ingsins skýrt þetta atriði á rök- réttan og netfræðilegan hátt? Það verður að byrja smátt og fikra sig áfram, meðan verið er að komast að því, hvað það er, sem hamlar þróun í netagerð. Áður en ég hóf þessi skrif, var niðurstaða mín þessi og hefur ekki haggast síðan. 1. Það hefur vantað reiknan- legan flöt fyrir net, þessvegna hefur netagerð ekki átt þróunar- möguleika. 2. Netagerðarmeistarar og netamenn, þar með taldir yfir- menn á togurum kunna það sem kunnað er í netagerð, en lærðir menn ekkert eða öðru hvoru meg- in við ekkert. Þetta munu menn segja að séu getsakir. 356 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.