Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Síða 55
á þjófinn, er stolið hefði pening- unum hans. Gyðingurinn varð glaður, og bað Mr. Miller (því svo hét húsbóndi Halls) að ganga með sér yfir götuna til friðdóm- arans, sem Seller hét, og tala um þetta við hann fyrir sína hönd. ,,Og hver er þessi maður?“ sagði Seller friðdómari. „Það er bara vinnumaðurinn minn,“ sagði Mr. Miller; „það er unglingur og íslendingur í til- bót.“ „Unglingur og íslendingur í tilbót,“ sagði Seller friðdómari og gretti sig ofurlítið. „Hann hlýtur að vera slunginn náungi, fyrst hann getur leyst úr þeirri ráð- gátu, sem þaulæfðir leynilög- regluþjónar botna ekkert í, og ganga frá ráðalausir. En auðvit- að éta þeir mikið af fiski þar norður á Islandi, og hafa því að líkindum góðan heila! En þykist þessi útlendingur geta fundið þjófinn?" „Hann er hárviss um að geta það,“ sagði Mr. Miller; „og hann finnur peningana ef til vill líka. Og vona ég að honum verði borg- uð þessi hundrað dala verðlaun alveg refjalaust.“ „Ég skal standa við loforð mitt, hvað það snertir," sagði Gyðing- urinn. Seller friðdómari sagði að þeir skyldu samt fara varlega í sak- irnar og vera ekki um of auð- trúa. Hann sagðist lítið traust bera til óbreyttra verkamanna í þessum sökum — ekki sízt út- lendinga; — kvaðst hafa vitað til þess í líkum tilfellum, að fáfróð- ir menn og ágjarnir hefðu drótt- að þjófnaði og öðrum glæpum að alveg saklausum mönnum, sem þeim hefði verið í nöp við, til þess að geta hreppt verðlaun þau, er til boða hefðu staðið. Samt sagði hann að vel gæti verið, að Hallur væri í alla staði heiðar- legur maður og mjög vel gefinn, en kvaðst enga sönnun hafa fyr- ir því. Þeir töluðu svo um þetta fram og aftur nokkra stund, og á end- anum kom þeim saman um það, að þeir skyldu allir hittast næsta VÍKINGUR Hlýleg mynd af Bkemmtiferð'alagi togaramanna á „Maí“ ineð eiginkonum. Nú þykir víst lítið gaman að skennnta sér ú þennan hátt, en var upplyfting í fásinninu hér áður fyrr. dag í búð Gyðingsins til að heyra, hvaða rök Hallur kæmi með, máli sínu til sönnunar. Næsta dag fundust þeir allir í búðinni. Hallur bað um að mega skoða svefnherbergi Gyðingsins, og fóru þeir þá allir þangað. — Hallur skoðaði lítillega skrána á hurðinni, leit á peningaskápinn, gaf skorsteininum hornauga og glotti um leið, en virtist aðallega veita rúminu nákvæmar gætur. „Já, já,“ sagði Seller friðdóm- ari, og efasemdar-glott lék um varir hans; „geturðu nú, vinur minn, bent okkur á þjófinn og vísað okkur á peningana?“ „Ég get bent ykkur á þjófinn,“ sagði Hallur mjög sakleysislegur, „og ég get gizkaö á, hvar pening- arnir eru.“ „Segðu okkur fyrst, hver þjóf- urinn er,“ sagði Seller friðdóm- ari, „og svo er hægt að leita að 371

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.