Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 55
á þjófinn, er stolið hefði pening- unum hans. Gyðingurinn varð glaður, og bað Mr. Miller (því svo hét húsbóndi Halls) að ganga með sér yfir götuna til friðdóm- arans, sem Seller hét, og tala um þetta við hann fyrir sína hönd. ,,Og hver er þessi maður?“ sagði Seller friðdómari. „Það er bara vinnumaðurinn minn,“ sagði Mr. Miller; „það er unglingur og íslendingur í til- bót.“ „Unglingur og íslendingur í tilbót,“ sagði Seller friðdómari og gretti sig ofurlítið. „Hann hlýtur að vera slunginn náungi, fyrst hann getur leyst úr þeirri ráð- gátu, sem þaulæfðir leynilög- regluþjónar botna ekkert í, og ganga frá ráðalausir. En auðvit- að éta þeir mikið af fiski þar norður á Islandi, og hafa því að líkindum góðan heila! En þykist þessi útlendingur geta fundið þjófinn?" „Hann er hárviss um að geta það,“ sagði Mr. Miller; „og hann finnur peningana ef til vill líka. Og vona ég að honum verði borg- uð þessi hundrað dala verðlaun alveg refjalaust.“ „Ég skal standa við loforð mitt, hvað það snertir," sagði Gyðing- urinn. Seller friðdómari sagði að þeir skyldu samt fara varlega í sak- irnar og vera ekki um of auð- trúa. Hann sagðist lítið traust bera til óbreyttra verkamanna í þessum sökum — ekki sízt út- lendinga; — kvaðst hafa vitað til þess í líkum tilfellum, að fáfróð- ir menn og ágjarnir hefðu drótt- að þjófnaði og öðrum glæpum að alveg saklausum mönnum, sem þeim hefði verið í nöp við, til þess að geta hreppt verðlaun þau, er til boða hefðu staðið. Samt sagði hann að vel gæti verið, að Hallur væri í alla staði heiðar- legur maður og mjög vel gefinn, en kvaðst enga sönnun hafa fyr- ir því. Þeir töluðu svo um þetta fram og aftur nokkra stund, og á end- anum kom þeim saman um það, að þeir skyldu allir hittast næsta VÍKINGUR Hlýleg mynd af Bkemmtiferð'alagi togaramanna á „Maí“ ineð eiginkonum. Nú þykir víst lítið gaman að skennnta sér ú þennan hátt, en var upplyfting í fásinninu hér áður fyrr. dag í búð Gyðingsins til að heyra, hvaða rök Hallur kæmi með, máli sínu til sönnunar. Næsta dag fundust þeir allir í búðinni. Hallur bað um að mega skoða svefnherbergi Gyðingsins, og fóru þeir þá allir þangað. — Hallur skoðaði lítillega skrána á hurðinni, leit á peningaskápinn, gaf skorsteininum hornauga og glotti um leið, en virtist aðallega veita rúminu nákvæmar gætur. „Já, já,“ sagði Seller friðdóm- ari, og efasemdar-glott lék um varir hans; „geturðu nú, vinur minn, bent okkur á þjófinn og vísað okkur á peningana?“ „Ég get bent ykkur á þjófinn,“ sagði Hallur mjög sakleysislegur, „og ég get gizkaö á, hvar pening- arnir eru.“ „Segðu okkur fyrst, hver þjóf- urinn er,“ sagði Seller friðdóm- ari, „og svo er hægt að leita að 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.