Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Blaðsíða 17
j ■ . , V&rr; . . • 1 .. I 4 1 1, " J : ■ :: ! I 5 \ 1 . i <■' F ÍÍSSSÍEr* — . ! t \ í - ;* ■■■. Hér sjáum við yfirmann, ásamt yfir- og undirforingjum á danska skipinu „Islands Falk.“ Myndin var tekin í nóv. 1910. Var Þor- steini Sveinssyni send myndin til minningar um þessa menn og fengum við hana lánaða úr safni dóttur lians. til tafar frá aðalstarfinu. Starfs- tíminn í þjónustu Fiskifélagsins varð heldur ekki langur, aðeins eitt ár. Hann andaðist úr spönsku veikinni 12. nóv. 1918, hálf- fimmtugur að aldri. Hann kvæntist árið 1899 Krist- ínu Tómasdóttur frá Bjargi á Akranesi. Lifir hún mann sinn og býr með börnum þeirra, voru þau fimm, er hann lézt. Það, sem einkum einkenndi starfsemi Þorsteins sál. er áhugi hans á að bæta kjör sjómanna- stéttarinnar. Það var margt sem hann bar fyrir brjósti í þeim efn- um. Ein hans heitasta ósk var það, að íslenzkir sjómenn mættu eiga vistleg heimili, þar sem þeir gætu unað þann tíma, sem í landi er verið. Honum gramd- ist mjög háttalag margra þeirra, VÍKINGUR en færði þeim þó ekki til ámæl- is, er hvergi áttu höfði sínu að að halla. Menntun þeirra var annað atriðið. Honum sárnaði að sjá þá eyða sumarkaupinu í gjálífi á vetrardaginn, en verja engum eyri til menntunar sér. Fannst honum lar.dsstjórninni bera skylda til að greiða fyrir þeim með hentugu skólahaldi og al- þýðlegri fræðslu. Björgunarmálið var honum mikið áhugamál, og um það skrif- aði hann mikið, hafði enda lof- orð allmargra manna um fjár- framlög, er til framkvæmda kæmi. En hann vildi fara gæti- lega og nota reynslu annara. Vildi hann myndabjörgunarfélag fyrir allt landið og kaupa svo hentugt björgunarskip, eftir því sem getan leyfði. Ekki vildi hann blanda þeirri starfsemi saman við strandvarnir og ekki heldur ráð- ast í framkvæmdir fyrr en fram- haldið væri tryggt. Undirbjó hann mál þetta af kappi þann stutta tíma, sem hann var í þjón- ustu Fiskifélagsins. Þá hafði hann einnig undir- búning veiðarfæraspuna hér á landi. Honum blæddi í augum fjárhæðirnar, sem fóru úr landi fyrir veiðarfæri árlega, en fjöldi fólks, sem vel gæti unnið þá vöru,var atvinnulaus. Var sá und- irbúningur skammt kominn. Mesta áhugamálið var þó jafn- an hagur sjómannanna, ekkna þeirra og barna, kjör þeirra vildi hann bæta, ekki með endalausum kauphækkunum, heldur með auk- inni menntun og hjálp frá ríkis- 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.