Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Qupperneq 29
Bíll nam staðar við aðalbraut. Lögregluþjónn staddur þar, þótti ökumaðurinn grunsamur, gekk til hans og lét hann blása í belg. Belgurinn sýndi grænan lit. „Þetta getur ekki verið rétt,“ sagði maðurinn. „Reynið konuna mína.“ Lögregluþjónninn lét konuna blása í annan belg og einnig hann sýndi grænan lit. „Hér hlýtur að vera um misskiln- ing að ræða,“ sagði maðurinn. „Reynið við son okkar, hann er átta ára.“ Drengurinn blés í belginn og enn- þá sýndi hann grænt. Lögregluþjónninn varð undrandi. „Það er eitthvað athugavert við belginn. Afsakið ónæðið. Þið megið halda áfram.“ Eftir að maðurinn hafði ekið stundarkorn, sagði sonurinn: „Var það ekki gott pabbi, að ég drakk slattana úr glösunum!“ * Feitlagin frú keypti sér eitt sinn síðbuxur. Þegar heim kom, mátaði hún strax buxurnar og fann þá í einum vasanum miða, sem á stóð: „Þetta er stærð 52. Ef buxurnar passa yður, ættuð þér ekki að ganga í síðbuxum!“ * Þolinmæði er lykillinn að ánægj- unni, iðrun að fyrirgefningu og hóg- værð að friði. * Láttu ekki á þig fá, þótt dagur- inn sé hryssingslegur að morgni. Þú getur afkastað miklu til kvölds, — þá er dagurinn þinn. * Það er ósköp auðvelt að taka börn fangbrögðum. Erfiðleikarnir byrja þegar þú ætlar að losna úr þeim. VÍKINGUR 345

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.