Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1968, Side 49
neyzlu, af fjórum tonnum smjörs „er aðeins smálest eftir“. Sænska skipið „Killara“ er mjólkurkýr samfélagsins. Úr þurrmjólk og eggjum útbúa Skandinavarnir nýmjólk. Þakklátustu neytendur „Ice- cream“ þess, sem framleitt er um borð í „Miinsterland" eru skip- verjarnir á Búlgarska skipinu „Vassil Levsky“. I meðalhita 40 gráðum, án nokkurrar loftræst- ingar, voru austantjaldsmennirn- ir að örmagnast. Egypzkur skipshandlari sér um innkaup á ýmsum nauðsynj- um, og er samkvæmt eigin um- sögn „að verða auðugur af við- skiptunum". Bandaríkjamenn- irnir greiða í gjaldeyri, Pólverj- arnir verzla lítið. Vegna gjaldeyrisskorts var Pólverjunum neitað um viðskipti. Það sem þeir þurfa til viðurvær- is er nú sent til þeirra í „Con- tainers" frá Póllandi. Þýzka skipshöfnin pantaði sér 1000 car- ton af Holsteinbjór frá Ham- borg, þar sem Egyptarnir selja aðeins austur-þýzka saft. „Hér verður þó enginn feitur" segir Prissel skipstjóri með sína 12 manna neyðaráhöfn (venju- leg: 42 menn) á tvöföldum laun- um, sem þeir þó greiða tvöfaldan skatt af. Nóg er fyrir þá að starfa, vaktaskipti, mála og skrúbba. Á breska skipinu hefur GBLA komið sér upp fótboltasvæði. Net grípa of háan bolta. Lið frá nær hverju skipi þreyta kappleiki um verðlaun hvern miðvikudag. Fyr- ir skömmu var bezta liðið sent í land í Ismailia við lið úr Egypzka hernum, sem mætti þó ekki til leiks þegar til kom. I október s.l. á sama tíma og Olympíuleikarnir stóðu yfir í Mexico efndi GBLA undir for- ystu skipverja á pólska skipinu „Djakarta“ til smá-olympíuleika í Suez-skurði! Skipverjar á tékk- neska skipinu „Lennice“ tóku þátt í sjóskíðakeppni með hrað- bát sem þeim tilheyrir. Og allar skipshafnir taka þátt í lífbáta kappróðrum, til þess að vinna sér VÍKINGUR Mriri-i.-- MHIÍJl Seit dem israelisch-arabischen Juni-Kriegl967 liegenl5Schifíe aus acht Nationen im Suez- Kanal fest Timsoh-See Glen- 6116 BRT 4975 BRT 1 462 BRT Grofier Bittersee 6915 BRT Bierutv 6674 BRT Frankreich: 7051 BRT Grofibritonnien: 10463 BRT • Melompus- •Agopenor- 10174 BRT 8511 BRT 7654 BRT Schweden: 11 005 BRT Nippon - 10309 BRT I Bundesrepublik: 9365 BRT Nordwind- 8656 BRT Frá því í júnístyrjöldinni 1967 milli ísraels og Arabaríkjanna hafa 15 skip 8 þjóða legið föst þarna. inn Afga-myndavélar sem veittar eru til verðlauna. Hamburg-Ameriku línan telur tjón sitt af legu skips þeirra þarna nema 450,000 DM á mán- uði. Suez-skurðar forstjóri Nas- sers tapar þó verulegar eða um 900—1000 milljónum marka ár- lega í skipagjöldum. Stórtaparinn Nasser neitar þó allri hreyfingu við skurðinn, fyrr en Israelsmenn hafi yfirgefið austurströndina og þar með Sinai, en þeir yfirlýsa á móti að slíkt komi ekki til greina, fyrr en beinar samningagerðir hafi tekizt milli deiluaðila. „Við áætlum" segir Ali Mah- moud forstjóri skurðarins,“ að það tæki um þrjá mánuði að hreinsa skurðinn. Og lauslega reiknað myndi kostnaðurinn við að koma skurðinum í siglingahæft ástand verða um 100 millj. marka“. Yfirvöld skurðarins telja ekki svo mikla hættu á sandburði, heldur Egyptinn áfram, en bauj- ur, siglingamerki, flutningabát- ar, dráttarbátar og flugvélaflök liggja í skurðinum, hve mikið af slíku höldum við leyndu. Og Is- raelsmenn eyðilögðu einnig með skothríð siglingamerki og stöðv- ar á strandlengju skurðarins. Hinum 230 leiðsögumönnum í skurðinum þar á meðal Þjóðverj- um, Grikkjum og Pólverjum var leyft af Egypzku stjórninni að halda heim til sín, „þar til skurð- urinn yrði opnaður að nýju“. Egypzkir leiðsögumenn starfa hinsvegar við skipaleiðsögn í hafnarborgunum Aden, Port Su- dan og Conakry. Það sem eftir er af botnsköfu- skipum grafa nú sand úr höfn Alexandríu og Sýrlenzku hafnar- borginni Tartu. Jafnvel í Kuweit reyna hinir gjaldeyrisfátæku Egyptar að leita eftir slíkum verkefnum, — því að í þeirra eigin skurði eru hernaðaraðgerð- ir enn yfirvofandi. Með síkældan Gin-Tonic undir sólseglum á hádekki skipa sinna verða meðlimir GBLA stundum áhorfendur að vopnaviðskiptum milli óvinaaðilanna. Fyrir stuttu síðan eltu ísraelskar Mirage- orustuvélar Egypskar Mig-vélar yfir hafnarsvæði þeirra, í einu slíku tilfelli kastaði egypsk flug- vél frá sér vara'-olíutank, sem féll niður nálægt þýzka skipinu „Nordwind“. Þjóðverjarnir fisk- uðu hann upp og ætluðu að búa sér til bauju úr honum, en egypzka lögreglan kom fljótlega og sótti tankinn. í dagbók Hamborgar skipsins „Miinsterland“ hefur síðastliðna 15 mánuði verið skráð sama stað- arákvörðunin: 30'19,4" norður breidd og 32'21,6" austur lengd. Hve lengi það verður ennþá treystir skipstjórinn sér ekki til að spá um: „ef til vill þrjá mán- uði, ef til vill þrjú ár.“ (Þýtt úr Spiegel — Halld. J.) 365

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.