Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 2
á ýsustofninum á stríðsárunum fyrri gekk því fljótt til þurrðar vegna ofveiði, og 19 árum eftir stríðslok, árið 1937, var ýsu- stofninn við Island einn sá niður- níddasti, sem sögur fóru af. Á stríðsárunum síðari 1939—1944 hlaut stofninn hvíld á ný, og er ýsuveiðarnar hófust fyrir alvöru eftir seinna stríð, nam ársaflinn þegar 33 þúsund tonnum árið 1946 og óx upp í 76 þúsund tonn árið 1949. En nú þoldi stofninn ekki meira álag, veið- inni hrakaði jafnt og þétt og var komin niður í 46 þúsund tonn árið 1952. Sagan frá fyrri stríðs- árunum hafði því endurtekið sig: bæði stríðstímabilin veittu stofn- inum mikla hvíld, það bættist meira í hann en úr honum var tekið, og er veiðar hófust að loknu stríði, gaf stofninn góða veiði fyrst í stað, en að nokkrum árum liðnum var álagið orðið of mikið, meira var tekið úr stofn- inum en í hann bættist, og allt var að falla í sama horf sem fyrr. — En hið fyrrnefnda ár, 1952, færa íslendingar út land- helgina, mikilvægum uppeldis- stöðvum -svo -sem -Faxaflóa -er lokað og bregður þá svo við, að heildarýsuaflinn — svo og ýsu- afli íslendinga — vex hröðum skrefum næstu tíu árin og nær hámarki árið 1962, 120 þúsund tonn, eða um tvöfalt það afla- magn, er mest varð á milli heims- styrjaldanna tveggja. Menn eru samdóma um, að þessari aukningu megi þakka út- færslu landhelginnar og aukinni möskvastærð í botnvörpu og dragnót, er komst á um svipað leyti. Þessar ráðstafanir höfðu einnig í för með sér, að ýsan fékk að vaxa í friði 2—3 ár lengur en áður, það er, að lengd og þyngd veiddrar ýsu óx að miklum mun. Mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið má t. d. sjá af því að 30 cm löng ýsa vegur 240 grömm, en ef við geymum hana í sjónum þar til hún verður 40 cm löng, vegur hún 640 g, þ. e. hún hefur næstum þrefald- að þyngd sína. En þessi dýrð stóð ekki lengi og sjö árum síðar hafði heildarýsuaflinn fallið úr 120 þúsund tonnum í 47 þúsund tonn. En lítum við aðeins til þorsk- stofnsins þá kemur mjög svipað í ljós. Eftir síðustu heimsstyrjöld óx þorskafli Islendinga hröðum skrefum samfara aukinni sókn og náði hámarki árið 1954, er við veiddum um 550 þúsund tonn. Enn harðnaði sóknin í þorsk- stofninn og frá metaflaárinu 1954 til ársins 1964 óx sóknin um 87% en heildaraflinn minnkaði um 22%, eða með Öðrum orðum sagt: þótt útgerð ykist um 87% minnkuðu veiðarnar um 22 %. Eins og ég gat um í upphafi deyr fiskur af tveimur megin- ástæðum, þ. e. vegna náttúru- legs dauðdaga, eða af eðlilegum ástæðum, og svo vegna veiða. Það hefur verið reiknað út, að ef þorskstofninn væri ekkert veiddur, dæju árlega um 17% fiskanna af eðlilegum ástæðum, og mun sú tala vera mjög nálægt sanni. Árið 1959 var heildar- dánartala þorksins við ísland, þ.e.a.s. dánartala vegna dauða af eðlilegum orsökum og vegna veiða, talin vera um 65%, þ.e. að af hverjum hundrað fiskum í stofninum deyja árlega 65. Nú er talið að svo sé komið, að árlega deyi um 70% af hinum kjm- þroska hluta stofnsins, og ekki er það síður alvarlegt, að af smá- þorskinum, hinum ókynþroska hluta stofnsins, deyr um 60% árlega. Á síðast liðinni vetrar- vertíð var t. d. búizt við, að ein af uppistöðumvertíðaraflans yrði 7 ára þorskur, sem þá átti að koma í umtalsverðum mæli til hrygningar í fyrsta sinn. Svo varð þó ekki, og það læðist að manni sá grunur, áð ástæðan hafi verið sú, að hinar miklu veiðar á smáfiski norðanlands og norðaustan undanfarin ár hafi gengið svo nærri þessum árgangi, að hann hafi verið orðinn fá- liðaður, þegar hann náði kyn- þroskaaldri. Ég nefndi áðan, að aðeins 17% þorsksins dæju eðlilegum dauðdaga, og má af þessu sjá, hve veiðarnar eru stór þáttur 1 dauða fiskanna. Þetta stóraukna álag á þorsk- stofninn í heild hefur gj örbreytt endurnýjunar- og viðhaldsmögu- leikum hans vegna þess, hve ald- urssamsetningin hefur breytzt. Fyrir 15—20 árum var ekki ó- venjulegt að finna þorska allt að 15 ára aldri í aflanum, en nú er svo komið, að 10 ára fisk- ar eru mjög sjaldgæfir. Þetta breytir öllum hrygningarstofn- inum, lækkar meðalaldurinn á þann veg, að nú fær þorskurinn yfirleitt aðeins möguleika til að hrygna einu sinni á ævinni, eftir það er hann veiddur, en áður fyrr gat stór hluti stofnsins hrygnt mörgum sinnum. I gróf- um dráttum má því segja að hrygning þorsksins sé nú eins og hjá laxi og loðnu, þ.e.a.s. aðeins einu sinni á ævinni, þótt náttúr- an ætli því að vera á annan veg. Þannig hafa mennirnir breytt gangi náttúrunnar og afleiðingar þess sér enginn fyrir. Það má einnig geta þess, að á síðustu tíu árum er talið að um 20% af vertíðarþorskinum hafi verið þorskur af grænlensk- um uppruna, en þetta merkir, að íslenzki þorskstofninn er í reynd um 20 % rýrari en veiðamar gef a til kynna. Síldveiðar við ísland byggjast á þremur stofnum: íslenzka stofninum, sem skiptist í vor- og sumargotssíld, og norska síldar- stofninum. Úr íslenzka síldar- stofninum veiddist t. d. um 300 þúsund tonn 1962, og var stærð stofnanna þá áætluð 930 þúsund tonn, sem merkir, að um það bil þriðja hver síld var veidd. Tveim árum síðar, þ. e. 1964 var þessi 930 þúsund tonna stofn kominn niður í rúm 450 þúsund tonn. Þessir íslenzku síldarstofnar eru nú aðeins svipur hjá sjón og veiði úr þeim sáralítil, þrátt fyrir friðunaraðgerðir síðustu ára. Kynþroska hluti norska síldar- stofnsins, sem síldveiðar Islend- 290 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.