Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 37
Hjó nawands erkantur SMASAGA í Sienna bjuggu tveir ungir velefnaðir menn af góðum ætt- um, þeir hétu Spinelloccio Tan- ena og Zeppa di Mino og bjuggu skammt frá hvor öðrum í Cam- ollia. Þeir voru samrýmdari hvor öðrum, heldur en þó þeir hefðu verið bræður, og þó hvor um sig ætti bráðfallega konu, voru þeir öllum stundum einir saman. Nú skeði það, að Spinelloccio, sem kom oft í hús Zeppa, hvort sem hann var heima eða ekki, gerðist svo góður vinur eiginkonu hans, að þau fóru brátt að liggja saman, og héldu því áfram lang- an tímá, án þess að nokkur veitti athygli, en loks kom að því einn dag, að Spinelloccio kom í heim- sókn í hús Zeppa, meðan hann var heima, án þess að kona hans vissi um það. Frúin lét þess vegna segja honum að Zeppa væri ekki heima, svo að Spin- elloceio gekk beint inn í dagstofu hennar, og þegar hann sá að fleiri voru ekki viðstaddir, faðm- aði hann hana og kyssti og það stóð ekki á henni að endurgjalda atlot hans. En Zeppa hafði óséð- ur orðið vitni að öllu saman, en lét ekkert til sín heyra, og beið þess án þess að láta sjá sig, hvernig þetta myndi fara. Og það leið heldur ekki á löngu, þar til eiginkonan og vinurinn leidd- ust saman inn í svefnherbergið og læstu á eftir sér. Honum varð ónotalegt innanbrjósts. En hon- um var strax ljóst, að ef hann færi að hrópa upp eða gera háv- aða, myndi slíkt aðeins verða til þess að auka skömmina, og hann VÍKINGUR ákvað því strax að leita hefndar, sem án þess að vera opinber, gæti fullnægt honum sjálfum. Loks taldi hann sig hafa fundið ráð til slíks, og lét því ekkert á sér bera, meðan Spinelloccio var inni með konu hans. Um leið og vinurinn var far- inn, fór hann strax inn í svefn- herbergið, þar sem kona hans var í óðaönn að lagfæra hárbúnað sinn, sem Spinelloccio hafði í á- kafa sínum fært úr lagi, og sagði við hana: Hvað ert þú að gera, kona? Hún svaraði samstundis: Þú ætt- ir að geta séð það sjálfur. Zeppa svaraði strax: — Já, jafn auðveldlega og ég hef séð annað, sem ég hef helzt ekki viljað sjá — og svo fór hann að útlista fyrir henni hvers hann hefði orðið var, þar til hún fór að skjálfa af ótta og viðurkenndi allt, sem ekki varð lengur dulið um samband hennar við Spinn- elloccio, og bað mann sinn grát- andi fyrirgefningar. En við því, svaraði Zeppa: Þú hefur hagað þér mjög illa, kona, og ef að þú vilt að ég fyrirgefi þér, verður þú að gera nákvæmlega eins og ég fyrir- skipa þér nú: Þú verður að til- kynna Spinelloccio, að hann verði á morgun um þrjúleytið síðdegis, að finna sér einhverja ástæðu til þess að yfirgefa mig og koma í heimsókn til þín. Þegar hann svo er kominn hingað, kem ég heim rétt á eftir, og þá verður þú að fela hann ofaní þessari kistu hér og læsa henni. Síðan mun ég segja þér nánar hvað þú átt að gera; en þú þarft ekki að óttast neitt, því ég lofa þér því að snerta ekki hár á höfði hans. Frúin bæði lofaði og gerði það, sem hann fór fram á, til þess að blíðka hann að nýju, og næsta dag þegar vinirnir voru saman, sagði Spinelloccio um þrjúleytið: — Ég man það nú, að ég hafði lofað að borða kvöldverð með kunningja mínum, sem ég má ekki láta bíða eftir mér, og þess vegna verð ég að láta þig einan eftir. — En það er ekki kominn mat- artími enn, sagði Zeppa. — Það veit ég vel, svaraði Spinelloccio — en ég á áríðandi erindi við mann, sem ég get ekki látið bíða. Þegar Spinelloccio hafði yfir- gefið Zeppa, fékk hann sér smá göngutúr, sem lauk heima hj á konu vinarins, en rétt í sama augnabliki og hann var kominn inn í svefnherbergið, kom Zeppa heim. Strax þegar konan heyrði að hann var að koma, lét hún sem hún væri frávita af hræðslu, og fékk Spinelloccio til þess að fela sig í hinni umræddu kistu, sem hún læsti svo og fór út úr svefn- herberginu. Þegar Zeppa var kominn inn- fyrir, sagði hann: Fer ekki að líða að máltíðartíma, kona? Sem hún svaraði játandi. Zeppa sagði þá: — Spinelloccio ætlar að borða úti með kunningja sínum, og hef- ur látið konu sína vera aleina heima, farðu að glugganum og kallaðu á hana, og segðu henni að koma yfir til okkar til þess að borða. Konan, sem enn var hálfsmeyk, hlýddi bónda sínum umyrðalaust og gerði það sem hann sagði. Kona Spinelloccios stóðst ekki margítrekaða beiðni hennar, og þegar hún frétti að Spinelloccio ætlaði að borða úti, kom hún yfir til þeirra. Zeppa tók á móti henni með einstakri blíðu, tók í hönd hennar og leiddi hana hátíðlega inn í svefnherbergið, eftir að hafa gefið konu sinni vísbend- 325

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.