Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 42
„Þér hefðuð átt að snúa yður
til lögregluyfirvaldanna strax og
þér komuð aftur til Englands",
sagði ég.
„Lögreglunnar? æpti hann og
starði á mig náhvítur í framan.
„Hvemig gat ég gert það?“
„En ef þér hefðuð skýrt þeim
frá tilboðinu..."
„Dettur yður í hug, að þeir
hefðu trúað mér? Þeir höfðu að-
eins mín orð. Ég hafði engar
sannanir. Hvernig gat ég fengið
staðfest..."
Hann starði á umslagið, sem
lá á borðinu.
„Þér sjáið þessa peninga",
sagði hann og kreisti handfylli
af seðlum.
„Hann bauð mér þá, alla sam-
an. Hann geymdi þá í klefanum
sínum og lagði þá, fimm þúsund-
ir fram fyrir mig, tók þá út
úr umslaginu, sem liggur hér.
Eg tók allan bunkann, fleygði
í andlit honum og sagði, að frek-
ar vildi ég setja hann í helvíti,
en að framkvæma slíkt glæpa-
verk fyrir hann. Síðan aðvaraði
ég hann og sagðist myndi drepa
hann, ef hann reyndi að sökkva
skipinu fyrir mér.“
Hann tók sér smáhvíld og var
þungt um andardrátt.
„Þegar svo ofviðrið skall á,
sjór komst í forlestamar, eldur
varð laus í ioftskeytaklefanum,
og þegar ég fann hann niðri í
þessari lest...“
Hann starði stöðugt á mig.
Andlitsdrættirhansvoru strengd-
ir og ég sá þar sama æsinginn og
þegar ég hitti hann fyrst um
borð í Mary Deare.
„Ég var hárviss um að ég
breytti rétt í þetta skipti“, hvísl-
aði hann.
„En þetta var þó slys“, sagði
Mike. „Fjanda komið, að það var
meining yðar að drepa hann“.
Patch hristi höfuðið og strauk
hendinni í gegnum hárið.
„Nei, það var ekki tilfellið“,
sagði hann. Það var meiningin að
drepa hann. Ég varð brjálaður
við tilhugsunina um, hvað hann
reyndi að gera við mig og hvað
330
hann aðhafðist með skipið. Þetta
var fyrsta tækifærið sem ég
hafði fengið sem skipstjóri í
tíu ár. Þegar ég renndi því á
grunn á Minquiers, hélt ég, að
mér mundi takast að komast
þangað út aftur, losna við líkið
og færa sönnur á, að hann reyndi
að sökkva því. Skiljið þér ekki,
Sands? Ég verð að trúa því, að
ég breytti rétt, við þessar að-
stæður“.
„En samt sem áður var nú
þetta slys“, sagði ég vingjarn-
lega. „Þér hefðuð átt að snúa
yður til yfirvaldanna. Það var
á tímabili, að þér voruð ákveðn-
ir í því, — þegar þér settuð út
stefnuna á Southamton, eftir að
við höfðum náð að komast fram-
hjá Ouessant".
„Þá stóð ég á stjómpalli skips-
ins“, muldraði Patch og mér varð
skyndilega ljóst hvaða þýðingu
skipið hafði fyrir mann eins og
hann. Svo lengi, sem hann hafði
þilfarið á Mary Deare undir fót-
um sér og stjórnina á sínu valdi,
átti hann sjálfstraust og vald,
til að taka ákvarðanir.
Hann rétti hendina eftir flösk-
unni.
„Hafið þér nokkuð á móti, að
ég fái mér einn drykk í viðbót" ?
spurði hann stillilega.
Ég horfði á meðan hann
skenkti sér í glasið, og nú skildi
ég betur hina vonlitlu ástríðu
hans til að réttalæta sjálfan sig.
Ég minntist viðbragða hans þeg-
ar hann sá mannskapinn, sem
stóð í þéttri þyrpingu kring um
Higgins í skrifstofunni í Paim-
pol, eins og sauðahópur.
Þetta var hans tækifæri, sem
skipstjóri, eftir tíu ár, — og
sagan endurtók sig. Það var ó-
hugnanleg kaldhæðni örlaganna.
„Hvenær borðuðu þér síðast?“
spurði ég.
Ég veit það ekki, það skiptir
engu máli.
Hann tók vænan sopa úr glas-
inu, hann var ennþá skjálfhent-
ur og líkaminn slappur.
„Ég skal ná í eitthvað handa
yður“, sagði ég og fór inn í eld-
húsið.
Kjötstappan var ennþá heit og
ég færði hana upp á disk og
setti fyrir framan hann. Svo bað
ég Mike að skjótast upp á þil-
far. Vindurinn hafði dreift þok-
unni, svo að fjöll og hæðir mynd-
uðu ógurlega skugga á sjóinn, en
þeir runnu út í eitt, úti við hina
þröngu innsiglingu.
Ég stóð þögull og braut heil-
an um, hvernig ég ætti að haga
orðum mínum við Mike, en hann
virtist lesa hugsanir mínar:
„Þú vilt fá Sætröllið, er ekki
svo, John?“
„I fjóra daga“, sagði ég. „I
hæsta lagi fimm, það er allt“.
Hann leit fast á mig. Andlit
hans var fölt, í daufu skininu frá
akkersljósinu.
„Það mundi vera hyggilegra,
að fela yfirvöldunum allt þetta
mál“.
Ég svaraði engu. Ég vissi eng-
an veginn hvernig ég gæti fengið
hann til að skilja tilfinningar
mínar. Eftir stundarkom sagði
hann:
„Trúir þú þá á hann? Heldur
þú, að Dellmare félagið sé með
ráðabrugg um að sökkva skip-
inu á djúpu vatni?"
„Ég veit það ekki“, svaraði ég;
ég var ekki viss.
„En ef þú ert þeirrar skoð-
unar, að farmurinn hafi verið
fluttur yfir og að ráðagerð var
um allt þetta....“
Ég hikaði og hugleiddi hve
hræddur Higgins hafði verið.
„Ef það var Higgins, sem hafði
staðið að íkveikjunni, slegið
Patch niður og hleypt áhöfninni
í uppnám....
„Jú“, sagði ég. „Ég held að ég
trúi honum“.
Mike var þögull um stund.
Hann hafði snúið sér frá mér
og starði á innsiglinguna. Loks
sagði hann: „Ert þú viss um
þetta, John? Það er hræðileg á-
hætta, sem þú tekur á þig fyrir
þennan náunga“.
„Ég er alveg viss“, svaraði ég.
0. K. því fyrr, sem við kom-
umst af stað, því betra“.
„Þú þarft ekki að vera með“,
sagði ég. Hann sendi mér dauft
VÍKINGUR