Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 4
vindur geisar við suðurströndina yfir klaktímann snemma vors? Berast þá seiðin ekki út fyrir landgrunnsbrún, út á djúpt vatn, og finna svo ekki botn, er þau leita hans? Þetta vitum við ekki enn, en Hafrannsóknastofnunin er nú með athuganir í gangi til að skýra þetta mál. Með þessu dæmi hef ég viljað nefna við ykkur einn þátt, sem gæti höggv- ið stórt skarð í hóp nýklakinna seiða. Þessa þætti ráðum við ekki við og getum engu um þokað, en þessir þættir eru þeir helztu, fyrir utan veiði, sem ráða því, hve stofnstærðin er gífurlega breytileg og hve árgangamir eru mjögmissterkir. Við skulum taka tvö dæmi. Þorskárgangurinn frá 1922, þ.e.a.s. þeir þorskar, sem fæddur 1922, var mjög sterkur, og hann gaf af sér yfir 700 þúsund tonn af þorski eða tæpar 40 milljónir fiska, en árgangur- inn frá 1927 var mjög lélegur, úr honum veiddust aðeins um 20 þúsund tonn eða um 1 milljón fiskar. Af þessum dæmum má ráða, hve stórkostlegar sveifl- ur eru í stofnstærðinni og hve misstórir árgangarnir eru frá náttúrunnar hendi. Þetta veldur því að stærð stofnsins er mjög breytileg frá ári til árs, eitt árið er hann stór annað ár mun minni. Þetta fyrirbæri gerir okkur erf- itt um vik að meta hvað er of- veiði. Þegar stofninn er stór, þolir hann vitaskuld mun meira álag en þegar hann er lítill. Ef við ættum að veiða samkvæmt stofnstærð eingöngu myndum við ákveða leyfilegan hámarksafla fyrirfram, en það er nú þegar reyndar að mestu gert við rækju- og humai’veiðar og.veiðar á ís- lenzka síldarstofninum. Hins vegar er það ekki hægt með þorsk t. d. nema samkomulag ná- ist við erlendar veiðiþjóðir, sem nú veiða tæpan helming alls fisks, sem veiðist á Islandsmið- um. Reynslan hefur aftur á móti sýnt, að í reynd virðist ógem- ingur að ná slíku samkomulagi, a. m. k. ekki fyrr en komið er í algjört öngþveiti, en eftir því getum við vitaskuld ekki beðið. Fyrir okkur er of mikið í húfi. Og þá kemur hin mikla spum- ing: er mögulegt fyrir okkur Is- lendinga að halda okkar afla- magni eða jafnvel auka það? Það er persónuleg skoðun mín, að afli úr helztu fiskistofnunum verði tæpast aukinn frá því, sem nú er, og núverandi ástand á sýni- lega eftir að versna. Ástæðan er sú, að það er fyrirsjáanleg tals- verð aukning á ásókn útlendinga á íslenzk fiskimið. Ef við fáum hins vegar lögsögu yfir íslenzk- um fiskimiðum, þá höfum við þann möguleika að halda okkar hlut og vel það, þar eð jafnframt mundi létta á stofninum er veið- ar erlendra fiskiskipa yrðu úr sögunni. Aukning íslenzkra fisk- veiða er því að mínum dómi háð, að ásókn erlendra veiðiskipa létti, og að við nýtum auðævi landgrunnsins á skynsamlegan hátt. Ég gat þess áðan, að reynslan hefði sýnt, hve erfitt hefur reynzt að komast að samkomu- lagi um nýtingu fiskimiða, en ég veit þó eitt dæmi þess, að tvær þjóðir hafa gert með sér sam- komulag um skynsamlega nýt- ingu stofnsins. Árangurinn varð sá, að stofninn gefur nú af sér hámarksveiði, meðalstærð lúð- unnar er stærri en fyrr, veiðarn- ar jafnari, og það sem meira er, nú veiðist á 5 mánuðum svipað aflamagn og áður tók um 9 mán- uði að veiða. Þrátt fyrir þessa fyrirmynd, virðist stefna helztu fiskveiði- þjóða heims vera sú, að veiða sem mest án tillits til þols fiski- stofnanna, jafnframt því, að eitri er ausið í sjóinn í slíkum mæli, að bráður voði er á ferðinni. Efnaiðnaður nútímans hefur skapað mörg ný efni og efnasam- bönd, sem tilheyra ekki hinum náttúrulegu efnum og falla því ekki inn í efnahringrás náttúr- unnar, heldur verka þau sem eit- ur á umhverfi sitt. Stórfljót heimsins eru fyrir löngu orðin lífvana skolpleiðslur, og ýmis innhöf svo sem Eystrasalt og Miðjarðarhaf eru þegar orðin svo menguð óþverra og eitri að allt til hreinnar auðnar horfir. Þótt þessi vágestur hafi enn ekki vald- ið okkur íslendingum tjóni, svo vitað sé, er hreinn bamaskap- ur að halda, að svo verði ekki, ef fram heldur sem horfir. At- huganir hafa þegar leitt í ljós tilvist eiturefna í sjónum vestan og sunnan Islands, þótt í mjög litlum mæli sé. Vegna atvinnu- hátta okkar eigum við hér meira í húfi en flestar aðrar þjóðir og verðum því að hafa forustu um að snúa hér við blaði. Þessi mikla ásókn í hin lífrænu auðæfi náttúrunnar ásamt eitrun umhverfisins, án nokkurs tillits til afleiðinga, byggist á þeirri útbreiddu skoðun, að maðurinn sé herra náttúrunnar og eigi að gera hana sér undirgefna. For- senda þessarar sköðunar hlýtur að vera sú, að náttúran sé til fyrir manninn, en það er hinn mesti misskilningur. Maðurinn er aðeins hluti náttúrunnar, að- eins einn þáttur af mörgum í um- hverfi sínu. Ef þessi þáttur — tilvist mannsins — er ekki í sam- ræmi við aðra þætti lífsins, tek- ur móðir náttúra til eigin ráða til að koma á því samspili þáttanna, sem þörf er á. Það virðist undar- legt á þessum miklu þekkingar- og uppfræðslutímum, að mönn- um skuli ekki vera ljóst, að líf mannsins á jörðinni er bókstaf- lega háð því, að hann lifi í sátt við náttúruna, en ekki sem herra hennar heldur hluti hennar. Það er skoðun mín, að ljúkist þessi sannindi ekki upp fyrir mönnum, sé tæpast að vænta þess, að horf- ið verði af þeirri óheillabraut, sem nú er gengin hröðum skref- um. Hvað snertir okkar náttúru- auðæfi skulum við þó vonast til þess og að gera okkar til þess, að íslendingum veitist sú hamingja, að sjá að sér í tíma. Það er skylda okkar, sem nú lifum í landinu, að skila auðæf- um þess til næstu kynslóðar í engu lakara ástandi en við tókum við þeim. 292 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.