Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 26
Andrés Guðjónsson. Vélskóli tslands Skólasetningarrœða 15. september sl. Kennarar, nemendur, g-óðir gestir, ég býð ykkur alla velkomna. Vélskóli Islands verður nú settur í 56. sinn. Árið 1915 var skólinn stofnaður. Danskur mað- ur, M. E. Jessen að nafni var ráðinn fyrsti skóla- stjóri skólans. Jessen skólastjóri var þjóðkunnur maður. Hann var skólastjóri til 1955 eða í 40 ár. Allir eldri nemendur skólans minnast Jessens með sérstakri virðingu. Ég var svo lánsamur að vera einn af nemendum hans og njóta hans ágætu kennslu. Eins og gefur að skilja skeði margt í skóla- málum vélstjóra í þessi 40 ár, sem Jessen var skólastjóri. Á þessu tímabili voru háðar tvær heimsstyrj- aldir, heimskreppa skall á, og atvinnuleysi var, með öllum sínum erfiðleikum og basli. Skólinn var fyrst í gamla Stýrimannaskólahús- inu við Öldugötu, síðan í gamla Iðnskólahúsinu og þá aftur í Stýrimannaskólahúsinu við Öldugötu, þar til þessi bygging, sem við erum nú í, var tekin í notkun árið 1945. Skólinn var lengstum 2ja vetra skóli, 1. og 2. bekkur. 1935 var stofnuð rafmagnsdeild við skólann eða 3. bekkur. Þá var mikil vöntun á vélstjórum með rafmagnsþekkingu, bæði vegna þess að rafbúnaður skipanna hafði stóraukizt, og orkuvera í landi, svo og alls konar verksmiðja. Með tilkomu nýja Sjómannaskólahússins gjör- breyttist húsnæðismál skólans, enda húsið smíð- að af stórhug. 1955 hættir Jessen við skólann fyrir aldurs- sakir. Gunnar Bjarnason varð þá skólastjóri. Hafði þá verið kennari við skólann í 10 ár. Hann lætur nú af starfi fyrir aldurssakir eftir 16 ára skóla- stjóm. Eftir síðari heimsstyrjöldina urðu miklar breyt- ingar, sérstaklega í tæknimálunum, fiskiskipin endurnýjuð, við fáum mikinn fjölda af nýjum fiskibátum, togurum og flutningaskipum. Flot- inn var svo til allur endurnýjaður. Að vísu voru flestir nýsköpunartogararnir gufuknúnir, en bát- ar og flutningaskipin voru með disilmótora. Skólinn hafði að sjálfsögðu fylgzt með þessari þróun. Eimvélakennslan þokaði fyrir mótorkennsl- unni, efld var rafmagnskennsla og kennsla í kæli- tækni hafin. Nú voru einnig smíðuð fiystihús og kæliskip er þurftu vélstjóra með þessa menntun. Einnig var þörf fyrir vélstjóra í hinar stóru síldarverksmiðjur, er risu upp um þetta leyti. Eldri vélstjóramir þurftu að söðla um frá gufu- vélinni til mótoranna og tókst það ágætlega, enda höfðu þeir gott veganesti frá sínum gamla skóla. I skólastjóratíð Gunnars Bjarnasonar gerðist margt í skólamálum vélstjóra. I fyrsta lagi að útvega vélar í vélasalinn, síðan stækka hann og búa betri tækjum; aukin kennsla í kælitækni, sem hann hafði mest sjálfur með höndum; komið var upp rannsóknarstofu fyrir ketilvatn og olíu; hafin kennsla í stýritækni og fjarskiptum. 1966 var lögum um vélstjóramenntun breytt og kennsla Fiskifélags íslands í vélfræði fyrir fiski- bátana sameinuð skólanum. Um leið var inntöku- skilyrðunum breytt. Áður þurftu nemendur skól- ans að hafa 4ra ára smiðjunám og iðnskólapróf til að komast í skólann. Skólinn var þá í 3 stigum, en nú urðu þau 4, þannig að eitt bættist framan við og var kallað 1. stig, og svarar það til þess, sem áður var kallað minna mótornámskeið Fiskifélags Islands; 2. stigið er 1. bekkur skólans og að nokkru leyti það sama og meira mótornámskeið Fiskifélags íslands; svo kemur 3. stig, sem er 2. bekkur, og 4. stig, er áður hét rafmagnsdeild. Vegna misskilnings og ruglings munum við í vetur nota: 1. stig, 2. stig, 3. stig og 4. stig, þegar við tölum um bekkjadeildir skólans. Hvert stig er tengt ákveðnum atvinnuréttindum til sjós. Hvert stig er raunverulega sjálfstæð heild að því leyti, að nemandi lýkur prófi úr hverju stigi. Hann getur ekki haldið áfram, nema hann hafi hlotið tilskilda framhaldseinkunn. 314 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.