Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 21
Stóra skipakvíin við Beckholmen í Stockhólmi. Þarna var „Ernst Merck“ haustið 1S61 tekinn til eftirlits og viðgerðar. Myndin er tréskurðarmynd eftir teikningu Roberts Haglund. köping, undir stjórn J. E. Ander- sen skipstjóra með farm af höfr- um, en sökum þess hve skipið var djúpskreitt, varð að lesta hluta af farminum úti á skipa- legunni. Næsta höfn sem komið var á, var Landskrona, þar var lestun lokið. Kom þá í ljós og orð haft á, ,,að vera mundu fáar hafnir í landinu þar sem slík risaskip gætu komið á og lagst að bryggju, en hér liggur það nú í makindum og er matað." Frá Landskrona lá leiðin til London um Kaupmannahöfn, var farmurinn alls 14,000 tunnur af komvörum. í London var tekið efni til jámbrauta, þar á meðal 14 járn- brautarvagnar á þilfar, átti sá farmur að fara yfir Atlants- hafið. Létt var akkerum þann 8. maí með þennan erfiða farm. Eftir mjög ævintýralega ferð var komið til Rio de Janeiro eftir 35 daga. Hér var lítið um flutn- ing, og komst „Ernst Merck“ ekki af stað fyrr en í september, og þá með farm af guano. Kol voru þar í háu verði, og var því ekki keypt af þeim nema til nokk- urra daga. Veður reyndist hins vegar stillt alla leiðina, og þær litlu kolabirgðir, sem lagt var upp VlKINGUR með eyddust fljótt, og neyddust menn til að fórna bæði siglu- trjánum og hluta af trébúnaði skipsins, til þess að komast til Cap Verde-eyjanna. Þar voru alls engin kol fáanleg, og varð að ráði að taka við í þeirra stað. Til Madeira náði „Ernst Merck“ þann 22. nóvember í mjög sorg- legu ástandi. 1 aftaka fárviðri hafði reiðinn slitnað niður, leki komið að skipinu og fleira. Upp úr áramótum 1860 náði skipið á áfangastað og var flutt inn í Victoria Docks í London. Þrátt fyrir öll skakkaföll, hafði það komið í Ijós, að „Ernst Merck“ var í rauninni ágætt sjóskip og bar bæði hönnuðinum, byggingameistaranum Svenson, og Nyköping skipasmiðjunni gott vitni. Til heimalandsins kom skipið um haustið 1861 og var tekið í stóru skipakvína í Stock- holmi, og hafin viðgerð á því og breytingar. Nýtt milliþilfar var sett í skipið, herbergjaskipun breytt og aukin, aukið einu siglutré o. fl. I salnum, sem klæddur var mahogny, var komið fyrir „Kakalofni" frá verksmiðju Akerlindhs í Stockholmi. „Þetta er fyrsti kakalofninn sem settur hefir verið upp í sænsku skipi, og enginn efi er á því, að hann vekur athygli útlendinga.“ Á verkstæði W. Lindbergs voru smíðuð stýristæki af nýj- ustu gerð, og þurfti nú aðeins einn mann til þess að beita (man- övrere) þessu risa-járnskipi. Enn einu nýju tæki var komið fyrir í skipinu, vélsíma frá stjórnpalli til vélarúmsins, þann- ig að skipstjórinn gat nú auð- veldlega gefið fyrirskipanir frá stjórnpalli á efsta þilfari, til vélstjórans í vélarúminu, án þess að vera misskilinn, eða trufl- aður af veðurhljóði eða sjávar- nið. Seglflöturinn var aukinn, og við prófanir kom í ljós, að skipið gat náð 9 hnúta hraða fyrir seglunum einum saman. Vorið 1862 var þessum um- fangs miklu breytingum lokið, nam kostnaðurinn nálægt 150,000 ríkisbanka dölum. Annan maí heiðraði konungs- fjölskyldan skipið með heimsókn, og tóku á móti henni Hólm ríkis- sáttasemjari og E. P. Liedqvist skipstjóri, lét konungsfjölskyld- an í ljós ánægju sína með þessa í sannleika mikilvægu aukningu við verzlunarflotann. Áhöfn skipsins var auk skipstjóra 3 stýrimenn, 2 vélstjórar og 32 menn af lægri gráðum. Nokkrum dögum eftir kon- ungsheimsóknina, lét „Ernst Merck“ úr höfn með sérlega verðmætan farm, en það var framlag Svíþjóðar til hinnar miklu London-sýningar það ár. En eftir tvo daga kom fyrir ó- happ. „Ernst Merck“ tók niðri við austur-strönd Ölands og stóð fast. En næsta dag barst sú gleðifregn, að skipið hefði náð 309

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.