Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 36
Bestu geymsluskilyrði eru tal- in lofthiti + 2-4° C. I þriðja lagi tapar óverkaður saltfiskur mjög fljótlega eðlilegum lit, nema hann sé geymdur í kældu lofti, en litur fisksins er mikilvægt verzlunar- atriði, og hefir því áhrif á gæða- mat fisksins. Ýmsir saltfisk- kælibúnað við flutninga. Oft hef- ur verið rætt um þessa vankanta á flutningum og munu útflytj- endur hér hafa gert ýmsar at- huganir í því sambandi. Eftir því er ég veit bezt er t. d. saltfiskur frá Kanada flutt- ur landa á milli í trékössum, og Höfnin á Rifi á Snæfellsnesi. Ljósm.: Snorri Snorrason, yngri. framleiðendur hafa gert ráðstaf- anir til þess að geta kælt loft í húsakynnum er þeir nota fyrir geymslu á saltfiski. Hins vegar munu fleiri aðilar lítil tök hafa á því að kæla geymsluhúsnæði sitt. Ófullnægjandi geymsluhúsnæði getur ætíð valdið miklu fjárhags- legu tjóni, sérstaklega getur það tjón orðið alvarlegt, ef saltfisk- urinn er ekki fluttur á erlendan markað mjög ört, sem alltaf get- ur komið fyrir af óviðráðanleg- um ástæðum. Överkaður saltfiskur er venju- lega fluttur út í umbúðum úr svokölluðum hessian-striga, sem saumaður er utanum 50 kg þyngdar einingar. í slíkum um- búðum tapar fiskurinn ætíð þyngd við það vætuefni, er press- ast úr fisknum vegna þyngsla er hvílir á neðri lögunum í lest- um skipa. Ennfremur tapar fiskurinn líka þyngd vegna útgufunar vatnsefnis nema um sé að ræða í Grikklandi hefi ég séð óverk- aðan saltfisk frá Sovétríkjunum í trékössum svo eitthvað sé nefnt. íslenzkir útflytjendur standa mjög illa að vígi í þessu máli þar eð þeir þyrftu að flytja inn allt timbur til kassagerðar, en hjá t. d. Kanada og Sovétríkj- unum má segja að með notkun kassa utanum saltfisk, séu þess- ar þjóðir jafnframt að nýta landbúnaðarframleiðslu sína, það er að segja trjáviðinn. Ég býst við að það fari ekki framhjá neinum, að hér er rætt um kassa vegna þess að þeir forða þyngdartapi fisksins á leið til markaðslanda, að því leyti sem áður er rætt hér um þyngd- þyngdarpressu. Það var áður vikið að því hér, að óverkaður saltfiskur léttist einnig mikið við útgufun vatns- efnis sé hann fluttur eða geymd- ur án kælis. Er fjöldi dæma um þetta samkvæmt reynslu, sem ekki er tími eða ástæða til að rekja hér. Með örfáum orðum skal vikið aftur að umbúðum. Á þessari tækniöld gætu fundist ódýr um- búðarefni, sem forðuðu óverkuð- um saltfiski frá léttun af þunga- þrýstingi. Ennfremur kynni að vera unnt að útbúa flutningaskip hæfilegum útbúnaði þannig að lítill þungi hvíldi á fiskpökkum. Hvorutveggja kostar að sjálf- sögðu fé framyfir það sem nú gildir um flutninga, og verður því að teljast verzlunarlegt atriði milli kaupenda og seljanda. Að endingu skal aftur vikið að geymslu saltfisksins hér heima. Það er varla hugsanlegt, að framleiðendur með lítið fram- leiðslumagn árlega séu þess um- komnir að koma sér upp hæfi- legum kæliútbúnaði vegna geymslu saltfisks, til þess að forðast skemmdir, útlitsrýmun og vigtartap. Ennfremur væri slíkt e. t. v. óeðlileg fjárfesting vegna fjölda framleiðenda. Hins vegar er það ekki óhugsandi atr- iði, að komið væri upp stórum kæligeymslum á hæfilegum stöð- um, en slíkar ráðstafanir munu þá einnig auðvelda mjög fram- kvæmd gæðamats fisksins og ennfremur útflutning, sem ekki er tími til að útskýra nánar hér. Ýmsir mundu ef til vill segja, að þetta væri jú unnt á svæðum með góðu vegasambandi. Því er til að svara, að heildar- magn saltfiskframleiðslunnar fer einmitt fram á svæðum með góðu vegasambandi, en á öðrum stöð- um mætti hugsa sér lítið kæli- skip, öðru eins hefur verið kost- að til við aðrar afurðir þótt í öðrum tilgangi hefi verið, t. d. með síldarflutninga innanlands. 324 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.