Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 12
Þetta átti eingöngu við, þegar um lítinn hákarl var að ræða. Þegar stór hákarl var á króknum, þar sem lifrin var áætluð allt að tunnu eða meira, var skorið þeim mun lengra niður til þess að hæg- ara væri að ná lifrinni úr. Lifrin var dregin með höndunum, upp úr maga hákarlsins, og rennt nið- ur um smá lúgu þar sem undir voru þar til gerðir kassar. Væri lifrin stór þurfti að búta hana niður til þess að koma henni nið- ur um lúgusponsið, sem var 5 tommu breitt og 12 tommu langt. Þegar búið var að taka lifrina úr hákarlinum var honum slakað aftur fyrir borð. Við mjög litla hákarla var þeirri aðferð beitt, að þeir voru hífðir það hátt, upp fyrir borðstokkinn, að hægt var að gefa þeim einn á snjáldrinn með barefli, þannig að þeir rot- uðust, lifrin tekin úr þeim og þeim slakað síðan aftur í sjó- inn, og syntu þá greyin um í sjónum, eftir að þeir röknuðu úr rotinu, lengi á eftir. Það kom oft fyrir í brælu, þegar hákarl- inn hékk við skipssíðuna með op- inn maga og menn brugðu sér eitthvað frá, að fíllinn flaug inn í maga hákarlsins og fékk sér lifrarbita. Oft komu margir há- karlar upp á eftir veiddum fél- aga sínum og óðu við skipssíð- una, þannig að hægt var að setja í þá gogginn og hífa þá síðan upp. Um sumarið fór „Kristjana" á reknet og varð Sigurpáll að taka að sér eldamennskuna, nauðugur þó. Árið eftir fóru þeir á hand- færaveiðar og var Sigurpáll þá háseti, en þegar þeir fóru aftur á reknet um sumarið, varð Sig- urpáll að taka að sér eldamennsk- una á nýjan leik. Síðan var farið aftur á handfærí og svo á síld og slapp þá Sigurpáll við elda- mennskuna og saknaði þess ekkert. Árið 1923 fara þeir á „Krist- jönu“ á hákarlaveiðar og er þá Sígurpáll látinn sitja undir (vaðmaður). Tvö síðustu árin, sem Sigur- páll er á „Kristjönu“, voru þeir 300 á línuveiðum á vorin en reknet- um á sumrin. Þar með lauk sjó- mennskutíma Sigurpáls á hinu ágæta skipi „Kristjönu" og veru hans með skipstjóranum Birni Sigurðssyni. I sjóferðarbók Sig- urpáls er skráð að hann hafi verði skráður háseti og aðstoð- arvélstjóri á „Kristjönu'*. Árið 1925 flyzt faðir Sigur- páls aftur til Ólafsfjarðar og þar átti Sigurpáll lögheimili til árs- ins 1956 að hann flutti lögheim- ilið vestur í Skagafjarðardali. Um haustið 1925 .vildi faðir Sigurpáls að hann færi til náms í trésmíði. Sigurpáll var þó í fyrstu tregur til, því hugur hans snérist um sjóinn. En faðir hans var búinn að sjá honum fyrir kennslu hjá Þorsteini Esper, sem þá var annar tveggja lærður á Ólafsfirði. Hinn var Jón Þórð- ar, afi Jóns Þóraðarsonar upp- finningarmanns á Reykjarlundi, sem bjó á Þóroddstöðum. Sigur- páll lét tilleiðast að hefja smíða- námið, og urðu þeir 3 nemend- urnir fyrri veturinn, en 6 þann seinni. Sigurpáll bjó fram í sveit, um 21/2 km- leið frá kauptúninu, og fór hann daglega á milli heim- ilisins og vinnustaðarins hvernig sem viðraði. Venjulega gat hann haft símalínuna, lengst af leið- arinnar, sér til leiðbeiningar, þegar dimmt var. Smíðanámið fór aðallega fram á verkstæðinu, því lítið var um húsbyggingar. Var þar smíðað m. a. húsgögn, glugg- ar og hurðir. Meistarinn lét Sig- urpál smíða sér hefilbekk sem sem hann á enn. í tengurnar fékk hann sér járnnagla en meistaran- um líkaði það ekki, heldur fékk honum trésnitti sem hann snitt- aði sjálfur, þannig að í töngun- um eru trénaglar og tilheyrandi snitti. Á verkstæðinu var venju- lega um næg verkefni að ræða. Bæði vorin, sem Sigurpáll var á verkstæðinu hjá Þorsteini, lenti hann í því verkefni, ásamt meist- aranum og Sigurði bróður hans, að smíða 2 predikunarstóla. Fór annar í Ólafsfjarðarkirkju en hinn að Stóra-Árskógi á Árskógs- strönd. Þessir tveir vetur, sem Sigur- páll var við smíðar hjá Þorsteini, kom honum vel síðar, þegar hann reisti sér íbúðarhús í kauptún- inu. Fékk hann aðstoð við að gera það fokhelt, en flestar hurð- ir og glugga smíðaði hann sjálf- ur. Sumt af verkfærunum smíð- aði hann eins og t. d. hefla á hurðirnar og gluggana. Þessum smíðum sinnti Sigurpáll aðallega á veturna. Þegar Sigurpáll byrjaði fyrst að stunda sjóinn frá Ólafsfirði, árið 1926, voru stærstu bátarnir, sem þaðan réru, „Sævaldur" 18 t., sem Þorvaldur Friðfinnsson átti, og „Guðmundur Magnússon" 15 t., eigandi var Magnús Guð- mundsson. Báðir bátarnir voru byggðir í Noregi. Á þeim síðar- nefnda var Sigurpáll á í 4 ár. Fyrstu 3 árin sem háseti, en síð- asta árið sem vélstjóri. Skip- stjóri var Hallgrímur Guðjóns- son frá Dalvík, en þegar hann tók við stjórn „Guðmundar Magnússonar" var hann fluttur til Ólafsfjarðar. Hallgrímur var með „Guðmund" í 8 ár, eða þar til báturinn var seldur. Síðast sá Sigurpáll bátinn í Reykjavík á stríðsárunum, seinna mun hann hafa verið seldur til Færeyja. Hallgrímur mun hafa byrjað ung- ur formennsku á vélbátum frá Dalvík. Hann var ósérhlífinn að hverju sem hann gekk og heimt- aði slíkt af öðrum, þó mest af sjálfum sér. Árið 1930 er Sigurpáll hjá Jóni Halldórssyni á „Kára Söl- mundarsyni", 12 tonna bát. Var þetta fyrsti báturinn, sem Jón átti með því nafni. Seinna flutt- ist Jón til Reykjavíkur og hélt þar áfram útgerð í stærri stíl en áður, hætti síðan útgerðar- mennsku og gerðist fiskkaup- maður, sem hann er enn. Árið 1931 verður Sigurpáll formaður á 10 tonna bát sem „Egill" hét og er með hann í 2 ár. Þetta var á síldareinkasölu- árunum. Ekki man Sigurpáll hvaða verð var greitt fyrir síld- ina, komna í síldarkassa, fyrra árið. En seinna árið var greitt VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.