Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 28
til þjálfunar erlendis til að læra og fylgjast með þróun þessara mála í nágrannalöndunum. Það hefur verið sagt, að mikið átak hafi verið hjá vélstjórum og vélskólanum á sínum ■ tíma, þegar farið var frá eimvélinni yfir í mótorana. Ég tel, að við stöndum á svipuðum tímamótum nú, þegar sjálfvirknin er að halda innreið sína, svo og breytt námstilhögun í verklega náminu, en verklega námið er að færast æ meira inn í skól- ana úr smiðjunum. Við verðum að fylgjast vel með og vera vand- anum vaxnir og geta leyst hann á hverjum tíma. Á næstu árum má vænta mikilla breytinga á tæknimenntun íslendinga. Fyrst og fremst eru það grunnskólalögin, sem væntanleg eru og síðan ný lög um verk- og tæknimenntun. Kæru nemendur: Þið eru hingað komnir til að nema vélstjóra- fræði, til að undirbúa ykkur undir þjóðnýt störf, gæzlu véla til sjós og lands. Það er ekki nóg að vera góður fagmaður, þið verðið einnig að öðlast almenna menntun, svo að þið séuð hlutgengir í störf í þjóðfélaginu og einnig til að njóta gæða lífsins, svo sem bókmennta og lista. Með hliðsjón af þessu þurfum við að efla félagsstarfið í skól- anum. Þrátt fyrir erfitt nám, verðið þið að eiga tómstundir, en þær þarf einnig að virkja, til að mennta sjálfan sig. í tungumálatímunum hefur alltaf verið reynt, og því verður haldið áfram, að leiða ykkur á vit bókmenntanna. Þið eigið kost á ódýrum leikhúsferðum í vetur eins og undan- farna vetur. Á vorin verða farnar ferðir á sögu- staði undir leiðsögn kennara og fræðimanna. Því verður haldið áfram. Þið komið í skólann til að útskrifast sem vél- stjórar. Margur nemandinn hefur spurt sjálfan sig og kennarana, þegar kennslan er hafin: Er þetta ekki einhver misskilningur. Ég hélt að ég væri í vélstjóraskóla, þar sem maður á að fá þjálfun í meðferð véla, en mér virðist mesta á- herzlan lögð á stærðfræði, eðlisfræði, málakunn- áttu; rafmagnsfræðin og vélfræðin er eilífur reikningur; er ég í rauninni kominn á réttan stað? Að minnsta kosti hef ég sjálfur staðið í þessum sporum, þegar ég var nemandi. Sannleikurinn er sá, að þið eruð komnir hingað til að þjálfa hug og hönd. Eins og flestum er kunnugt, er stærð- fræðin og meðferð á tölum eins konar heilaleik- fimi. Þar er á meðal annars verið að þjálfa ykkur í því að hugsa rökrétt. I skólanum eigið þið, auk vélfræðikennslunnar, að þroskast og þjálfast. Við kennaramir, sem höfum fylgzt með ykkur, vitum bezt, hve miklar breytingar hafa orðið á ykkur þessi ár, sem þið hafið verið hér. Því má heldur ekki gleyma, að frá 17 eða 18 ára aldrinum og til tvítugs, eru miklar breytingar í lífi ungs manns, bæði líkam- legar og andlegar. Það er tilhlökkunarefni að hefja nú starf með ykkur. í 1. stig setjast nær eingöngu nemendur með gágnfræðaprófi eða meiri menntun. Og í hinum stigunum eru sveinar með iðnskólapróf og nemendur með framhaldseinkunn úr öðrum stig- um skólans. Ef að líkum lætur, ætti að nást góður árangur, og við ættum að geta útskrifað marga hæfa vélstjóra í vor. Ég býð ykkur velkomna til starfa, en vil leggja áherzlu á það, að vera í skóla er starf — vinna —, og ef starfið er vanrækt, þarf ekki að búast við miklum árangri. Þið hafið þrjá möguleika: Að falla á prófinu, að standast prófið og í þriðja lagi að ná framhaldseinkunn. Það er rétt að hafa það hugfast, að hver er sinnar gæfu smiður. Mikill vandi og ábyrgð er mér búin að taka við skólastjórn nú eftir svo ágæta menn eins og Jessen og Gunnar Bjamason. Jessen var sérstak- ur persónuleiki, og Gunnar er það ekki síður. En með Guðs hjálp, góðum kennurum og nemendum vona ég það bezta. Nú þegar Gunnar Bjarnason hverfur frá skól- anum eftir 26 ára starf eru honum færðar þakkir frá okkur samkennurum og einnig nemendum hans og vélstjórum. Persónulega þakka ég honum fyrir 16 ára samstarf hér við skólann. Ég segi nú Vélskóla Islands settan. Kennsla hefst föstudaginn 17. september samkvæmt stunda- skrá. Þegar skólastjóri hafði lokið máli sínu, tók til máls Gunnar Bjarnason, sem lét af skólastjórn hinn 1. september s. 1. Kvað hann það allmikla breytingu að láta af svo umfangsmiklu embætti, skólastjóm og kennslu. Skólinn væri skilinn eftir í góðum hönd- um, þar sem væru samstarfsmenn hans fyrrver- andi og mundi sú þróun, sem þegar væri hafin halda áfram, en með nýjum mönnum kæmu ávallt nýjar hugmyndir. Síðan vék Gunnar máli sínu að náminu sjálfu og lengingu námstímans, sem væri eðlileg afleiðing þess, að tæki þau, sem vélstjórar hefðu umsjón með, gerðust æ margbrotnari. Hann óskaði þess, að nemendum gagnaðist vel skóla- gangan, að þeir stunduðu vel námið og vanræktu það ekki og minnti á, að ekki væri hægt að stunda skólanám gjálífi samtímis. Síðan óskaði frá- farandi skólastjóri þess, að skólinn mætti dafna, að andi samstarfs og samhjálpar réði þar ríkjum. Hann minnti nemendur á, að þetta væri þeirra skóli, eign þeirra og vélstjórastéttarinnar. Hann sagði, að nú væri fjárhagur skólans að rýmkast, ný bygging væri væntanleg á næstunni og fleiri framtíðarverkefni væru t. d. aukinn vélakostur fyrir kennslu í 3. og 4. stigi, betri aðstaða í stýritækni o. fl. Loks óskaði hann skóla og nemendum alls góðs í framtíðinni og þakkaði kennurum og samstarfs- mönnum gott samstarf á liðnum árum. 316 VlKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.