Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Side 30
Halldór Ingimarsson skipstjóri 318 ItillMNIIMG Aðfaranótt 17. sept. s. 1. varð það sviplega slys að Halldór Ingi- marsson skipstjóri, Breiðagerði 2, fórst í hörðum bifreiðaárekstri hér í borg. Var hann einn í bíl sínum er árekstur varð milli bíls hans og stórs langferðabíls full- setinn farþegum. Var Halldór örendur er komið var með hann á slysavarðstofuna skömmu eftir slysið. Okkur, sem vorum honum persónulega kunnugir og um- gengust hann náið, var fullljóst að á síðari árum gekk hann ekki heill til skógar og höfðum því getað vænst þess að fráfall hans bæri að á annan hátt en raun varð á, en lögmáli lífsins verður ekki breytt, og enginn ræður sínum næturstað. Halldór Ingimarsson var fædd- ur í fremri Hnífsdal í Eyrar- hreppi 4. des. 1905, sonur hjón- anna Ingimars Bjarna tar, bónda þar og skipstjóra, og odd- vita Eyrarhrepps um langan ald- ur. Auk oddvitastarfanna vann hann mikið og ötullega að alls konar félagsmálum, einkum á sviði verkalýðsmála og hélt þar rösklega fram málstað þeirra, er minna máttu sín. Móðir Halldórs var Halldóra Margrét Halldórs- dóttir, annáluð gæða kona. Að honum stóðu í báðar ættir traustir vestfirzkir stofnar, sem hér verður sleppt að rekja. Systkini Halldórs voru Elías forstjóri, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Ekkja hans er Guðný Jónasdóttir frá Hnífsdal. Bjarni skipstjóri, kvæntur Mar- gréti Elísabetu Hjartardóttur frá Hnífsdal. Margrét gift Hallgrími Guðmundssyni fv. skipstjóra, nú forstjóri Togaraafgreiðslunnar, Rósamunda gift Sigurði Isólfs- syni, söngstjóra, og Ingimar, verzlunarmaður ókvæntur. Eins og títt var um unglinga á uppvaxtarárum Halldói’s stund- aði hann alls konar störf til sjós og lands og fljótt beindist hugur hans að sjónum. Var þá oftast byrjað á smærri bátum í þorp- inu en síðar lá leiðin á „stóru" bátana á Isafirði og loks á tog- arana fyrir sunnan, sem þá voru óðurn að ryðja sér braut. Um tvítugs aldur mun Halldór hafa byrjað sjómennsku á tog- urum með Aðalsteini Pálssyni, skipstjóra, frá Hnífsdal, lands- þekktum öðlingsmanni. Áttu Hnífsdælingar þar góðan hauk í horni meðan hans naut við. Þar með hófst um 40 ára nær samfelldur togarasj ómannsferill Halldórs. Fyrst sem háseta, en eftir að hann lauk stýri- mannsprófi 1927, var hann um nokkur ár stýrimaður á ýmsum togurum, en tók síðan við skip- stjóm á „gamla“ Karlsefni, eign samnefnds skipafélags, sem Geir Thorsteinsson stjómaði löngum og síðar í samvinnu við Ragnar son sinn. „Gamli Karlsefni", var seldur til Færeyja 1946, en í hans stað kom nýsköpunartogarinn Karls- efni, og fylgdist Halldór með byggingu skipsins og varð sam- fellt skipstjóri á því skipi til 1962 að hann hætti skipstjóm. Mun hann þá hafa verið farinn að finna fyrir þeim sjúkdómi, VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.