Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 34
JDm saltfisk eftir Bergstein Bergsteinsson, fiskmatsstjóra. Frá höfninni á Akranesi. Ljósm.: Snorri Snorrason, yngri. 1 upphafi umræðna um salt- fisk er rétt að geta þess að þessi framleiðslugrein í íslenzkri sjáv- arútvegsframleiðslu er raunveru- lega upphafið að stöðu íslands sem þekktrar fiskframleiðslu- þjóðar. Ennfremur, að vaxandi velgengni og fjármögnun lands- manna fyrstu áratugi þessarar aldar. Með þessum orðum er síður en svo verið á neinn hátt að kveðja þessa ennþá mikilvægu fram- leiðslugrein, heldur er þessa minnst vegna þess, að nú eru flestir komnir yfir miðjan aldur, sem muna og áttu þátt í fram- kvæmdum og störfum við þessa þá aðalatvinnugrein sjávarút- vegsins. Má geta þess hér til fróðleiks, að útflutningsmagn saltfiskfram- leiðslu hér á landi mun hafa kom- ist upp í 70 þús. smálestir á ári af þurrkuðum saltfiski, enda þá að mestu eina útflutningsfram- leiðsla Islendinga. Það var að sjálfsögðu rétt þróun að meiri fjölbreytni kæmi til í fiskframleiðslu Islendinga, því annars værum við ekki fisk- framleiðsluþjóð á þeim mæli- kvarða sem við erum nú. Hins vegar er saltfiskfram leiðslan ennþá mjög þýðingar- mikill þáttur í íslenzkri sjávar- útvegsframleiðslu og þess vegna er þessi stutta grein helguð lienni. Saltfiskur hefur jafnan verið seldur og er seldur með því lagi sem hann verður eftir flatningu, nánar tiltekið með dálki og þunn- ildum. Undantekningar frá þessu er lítið magn miðað við heild- arframleiðsluna flakað, saltað og selt þannig og tilraunir hafa ver- ið gerðar með smápakkningar. Mat á saltfiski er háð bæði gæðum og útliti. Að hluta til hafa þunnildi fisksins mikil áhrif á gæðamatið. Þunnildi er sá hluti af fiskinum er skemmist fyrst efnislega að útliti, t. d. vegna lélegrar blóðgunar eða ef fiskur deyr í sjó í netum. Þunnildin skemmast líka vegna ætis í maga fisksins eða ef hann er illa geymdur áður en hann er flatt- ur og saltaður. Þetta má þó ekki skilja á þann veg, að þunnildin ráði algerlega um gæðamat saltfisksins, stærstu atriði önnur en ósprunginn vöðvi og bjartur litur fisksins yfirleitt, það er að liturinn minni á ferskleika og sé sem ljósastur. Ég hefi oft verið að því spurð- ur hvers vegna ekki sé gert meira af því að flaka fiskinn og salta sem flök, til þess að losna við þunnildin. Á þessu munu fleiri annmark- ar en í fljótu bragði virðist og eru of flókin til að vera gerð góð skil í stuttri grein. Þó mætti nefna eftirfarandi. Víða í mark- aðslöndum okkar er kaupa salt- fisk mun notuð vísitala fram- fræðslukostnaðar vegna kaup- gjalds. Saltfiskflök eru eðlilega miklu dýrari en saltfiskur með þunnildum og sala flakanna myndi því hækka vísitölu fram- færslukostnaður. Þetta hef ég verið upplýstur um í sumum markaðslöndum. Eins og áður segir, hefur und- anfarin mörg ár og er enn, saltfiskurinn seldur án þess að vera full verkaður, sem er í daglegu tali hér kallað óverk- aður saltfiskur í verzlunarmáli venjulega „wetsalted". Þau markaðslönd er kaupa mest af saltfiski okkar eru Portúgal, Spánn, Italía og Grikk- land. Nokkuð er neyzlumáti mis- jafn í þessum löndum. í Portú- VlKINGUR 322

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.