Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 7
Kópur á siglingu úti fyrir Vestfjörðum. logg-i, var það engin nýlunda á vetrarvertíðum að svo væri siglt. Klukkan liðlega hálf eitt um nóttina, færði loftskeytamaður- inn á „Kópi“ skipshöfninni þá frétt, að togarinn „Skúli fógeti" væri strandaður nálægt Grinda- vík, setti alla hljóða við þá frétt, og þóttumst við hafa vel sloppið fyrir Reykjanes, í slíku veðri og sjó. Ég fór af vakt klukkan tólf á miðriætti, og var vakandi í koju minni, sem og aðrir félagar mínir, sem voru í lúkarnum. Við vorum að ræða okkar á milli um „Skúla" og hvemig þar myndi fara um skip og á- höfn. En klukkan eitt kom það, það ískraði og söng í „Kóp“, og hann nötraði allur og tók stóran kipp, síðan var allt hljótt. Hvað er þetta sögðu menn, við erum bara strandaðir sögðu aðrir, sú var og raunin á. „Kópur“ var strandaður á Keilisnesi á Vatns- leysuströnd. Það kom sendiboði framí lúkar, og voru allir kalláðir upp á dekk, enginn vissi hverjar afleiðingar yl'KINGUR strandið kynni að hafa. Það var mold ösku bylur, og mikil veður- hæð, en ekki neitt sérlega illt í sjó að heitið gæti. Guðmundur sldpstjóri gekk um skipið og rannsakaði ástand þess, þá var og mælt dýpið allt í kringum skipið, og virtist að „Kópur“ hefði rennt upp á hallandi berg- flöt. Við sáum grilla í kletta og flúðir í námunda við skipið, en skyggnið var ekkert, náttmyrkur og blind hríð. Það var reynt að bakka „Kópi“, en hann sat fastur og haggaðist ekki hið minnsta. Þegar að strandið varð, var lág sjávað, en var að falla að, lítils háttar leki kom að skipinu við strandið, en ekki mikill, höfðu lenzidælur vel við lekanum svo að það var ekki víst að „Kópur“ væri mikið brotinn. Eftir eina og hálfa klukku- stund tókst að bakka „Kópi“ af flúðinni sem hann hafði rennt upp á, fagnaðaralda fór um mannskapinn, því þótt áhöfn togarans væri ekki í fyrirsjáan- legri hættu, þá var það skipið. Það var ekki glæsilegt að missa skip sitt á miðri vertíð, með full- fermi af fiski. Sem betur fór rættist vel úr þessu, að minnsta kosti, í bili. Skipstjóri tók svo stefnu að nýju á Hafnarfjörð, en nú var aðeins keyrt hálfaferð. Náðum við svo til Hafnarfjarðar á á- ætluðum tíma. — Á mánudeginum var svo afl- anum landað úr „Kópi“, en um kvöldið siglt til Reykjavíkur, því skipið átti að fara í slipp til skoðunar. Þá er búið var að taka togarann upp í slippinn kom í ljós að þrettán plötur voru meira og minna skemmdar, og auk þess nokkuð sprungið af hnoðum á botninum. Hnoðin voru löguð, og steypt í botninn til bráðabirgða. Fékk „Kópur“ svo leyfi til að sigla á ný, en með því skilyrði, að af endaðri vertíð að fara upp í slipp til gagngerðar viðgerðar. Kvöldið fyrir föstudaginn langa, létum við svo úr höfn á ný, og var ferðinni heitið austur á Selvogsbanka. Þessa nótt alla, og framá föstudag, vorum við að stíma á móti aftaka suðaustan roki og stórsjó, er mér þetta veð- ur sérstaklega minnisstætt sem versta veður er ég hefi verið á sjó. Það reyndi sannarlega á þol- rifin þá í honum „Kóp“, en ekk- ert' bilaði né gekk úr lagi. Á laugardaginn fyrir páska var veðrið gengið niður, var þá byrj- að að fiska eftir allsögulega viku. 295

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.