Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 8
Um mengun hafsins
Margir þættir grípa inn í líf og
tilveru úthafanna, eðlisfræðileg-
ir, efnafræðilegir, líffræðilegir,
en allir grípa þeir hver inn í ann-
an. Hver sú breyting, sem á sér
stað í einum hluta hafsins hefur,
þegar allt kemur til alls, áhrif á
aðra hluta þess, og allt kerfið í
heild. Hér er farið mjög almenn-
um orðum um hlutina, en samt
verður þessi niðurstaða lögð til
grundvallar, þegar metnar eru
afleiðingar mengunar í höfum og
lög sett um þau mál í hverju til-
teknu ríki eða á alþjóðlegum vett-
vangi.
Olíumengun er einna skaðleg-
astur áhrifavaldur á líf í höfum.
Að minnsta kosti tíu milljónir
smálesta af olíu og olíuleifum
fara í sjóinn á hverju ári, þegar
olíuskip eru hreinsuð, fyrir utan
allt það magn, sem þangað ratar
eftir öðrum leiðum — til dæmis
við olíuleit á landgrunninu. Um
það eru mörg dæmi, einkum frá
Bandaríkjunum. Þá hafa slys á
olíuskipum einnig leitt til mik-
illar mengunar.
Olía hefur skaðleg áhrif á allt
líf í sjó og vötnum, einkum eru
eituráhrif hennar á hrogn sjáv-
arfiska mikil. Mjög lítið olíu-
magn í vatni (10-3—10-4 ml/1.)
nægir til að drepa seiði eða valda
óeðlilegri þróun þeirra.
Til að jákvæð lausn megi fást
á vandamálum mengunar hafsins
þarf að koma til bæði aukin rann-
sóknarstarfsemi á líffræðilegum
áhrifum olíumengunar, sem og
samsvarandi tæknilegar ráðstaf-
anir til umbóta á olíuvinnslu,
olíuleit og flutningum.
Meðal annarra eiturefna í
sjónum ber að nefna ýmsa þunga
málma, skordýraeitur og úr-
gangsefni frá ýmsum efnaverk-
smiðjum. Sumt af blöndum þess-
um dreifist ekki aðeins um svæð-
in næst ströndunum — blý og
ýmislegt eitur annað hefur fund-
izt í vatni og lífverum úti á opnu
hafi, og ber þetta vitni um að
efnaeitrun hafanna spannar all-
an hnöttinn.
Urgangsefni sem innihalda
mikið af fosfötum, nítrötum og
öðrum næringarefnum, sem örva
þróun útbreiddra þörunga, hafa
sérstaklega sterk áhrif á lífkerfi
hafanna. í slíkum tilvikum kem-
ur oft til skyndilegra breytinga á
lífsskilyrðum, súrefnið minnkar
verulega og einstaka tegundir
„kafna“. Þetta er t. d. að gerast
nú á dýpsta hluta Eystrasalts, en
hugsanlegt er að allt líf hverfi
þar innan skamms.
Geislamengun hafanna stafar
bæði af geislavirkri úrkomu og
úrgangsefnum frá atómiðjuver-
um og atómorkuverum, sem og
geislavirkum úrgangsefnum frá
kjarnorkuknúnum skipum.
Upp á síðkastið hefur mjög
dregið úr geislavirkri úrkomu
(eftir að samkomulag náðist um
bann við tilraunum með kjarna-
vopn), en úrgangsefnaflaumur
frá atómiðnaðinum hefur aukizt.
Einkum er háskalegur sá siður,
sem náð hefur fótfestu í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og nokkrum
öðrum löndum, að henda geisla-
virkum úrgangi í hafið, en þetta
hefur þegar leitt til stöðugrar
mengunar á vissum stöðum eins
og t. d. við mynni Kolúmbíufljóts,
í írlandshafi og Mexíkóflóa.
Þessi aðferð hefur verið rétt-
lætt með því, að geislavirk efni í
sjónum mundu blandast það mik-
ið að ekki mundi stafa hætta af.
En sovézkar og erlendar athug-
anir hafa leitt það í ljós, að sjálft
hugtakið „magn af radíóísótóp-
um í sjó sem hættulaust er líf-
verum“ er mjög afstætt. Og ligg-
ur mjög á að taka ákvarðanir um
geislavirk efni í sjó á alþjóðleg-
um vettvangi.
Neikvæð áhrif ýmis konar
mengunar á líf manna koma
venjulega ekki fram beint (t. d.
með því að neytt er eitraðs fisks)
heldur um ýmsa milliliði.
Lífverur í sjó og vötnum,
bregðast með mismunandi hætti
við breytingum á umhverfi sínu,
og leiðir þetta til röskunar á líf-
fræðilegu jafnvægi fyrir meng-
unar sakir. Það er einmitt þessi
röskun, en ekki dauði einstakra
tegunda, sem er hættulegust af-
leiðing þess að alls konar eitur-
efni lenda út í hafið. Menn vita,
að mengun getur kæft þróun
einnar tegundar en örvað vöxt
annarrar — og þar með er
náttúrlegu jafnvægi haggað.
Einkum er það hættulegt, ef lág-
þróaðir einfrumungar verða fyr-
ir eitrun, þeir sem brjóta niður
og byggja upp lífræn efni, en án
þeirra er hringrás lífsins ómögu-
leg.
Þá skiptir það miklu máli,
að ýmsir nytjafiskar eru eink-
ar viðkvæmir fyrir ytri áhrifum
á þroskaskeiði sínu — seiði þeirra
drepast í efnablöndu, sem. ekki
hefur veruleg áhrif á fullorðna
fiska. Niðurstöður sovézkra og
erlendra fræðimanna benda ein-
dregið til þess, að mengun geti
verið mjög háskaleg fyrir endur-
nýjunarskilyrði fiskistofna.
Af því sem hér hefur verið
sagt leiðir, að það er mikil þörf
á því að auka rannsóknir á meng-
un hafa og afleiðingum hennar.
Og þá ber að veita sérstaka at-
hygli langvarandi áhrifum
þunnra blandna af ýmsum eitur-
efnum og geislavirkum efnum á
lífið í höfunum.
Sá skilningur gerist nú æ út-
breiddari, að hver sú yfirsjón,
sem menn fremja gegn lífkerfi
VlKINGUR
296