Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 3
Ingvar Hallgrímsson er fæddur í Vestmanna- eyjum 23. janúar 1923, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944, og las síðan sjávarlíffræði við Háskólann í Oslo 1946—1954 og starfaði á sumrin sem aðstoðarmaður við íslenzkar fiskirannsóknir. Ingvar lauk meistara- prófi frá Oslóarháskóla 1954 með dýrasvif sem sérgrein, og var ráðinn að Fiskideild Atvinnu- deildar Háskólans (nú Hafrannsóknastofnun) í ársbyrjun 1955. Þar hefur hann aðallega starfað að rannsóknum á dýrasvifi og rækju. Hann var framkvæmdastjóri Bygginganefndar hafrann- sóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Frá 1. ágúst hefur Ingvar verið settur forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar í fjarveru Jóns Jóns- sonar. inga hafa mestmegnis byggst á, var talinn um 13 milljón tonn 1953, en aðeins 5 milljón tonn 1959 og er nú talinn vera tæp 1 milljón tonn. Það merkir, að síldarstofninn, sem til er í sjón- um nú, er um helmingi minni en sú veiði, sem úr honum fékkst árið 1966. Það er einnig eftir- tektarvert, að á sama tíma og Is- lendingar hafa verið að vernda smásíld veiddu Norðmenn um 450 þúsund tonn af smásíld úr þessum fallandi stofni á árunum 1968—1970. Hvað snertir þorsk, ýsu og síld, sem ég hef nú lítillega rætt um, liggur í augum uppi, að einhliða verndaraðgerðir Islendinga hafa takmarkað gildi. Því aðeins, að aðrar þær þjóðir, sem í þessa fiskistofna sækja, taki þátt í slíkum verndaraðgerðum, hafa þær raunhæft gildi. Jafnframt er augljóst hvað snertir þá stofna, sem við nýtum einir — t. d. rækju, humar og skeldýr — að við verðum að hafa fullt taum- hald á veiðunum. Hér höfum við nefnilega ekki við aðra að sak- ast en okkur sjálfa. Síðan 1962 hefur Hafrann- VÍKINGUR sóknastofnunin fylgzt með rækjuveiðunum við ísland og sett veiðitakmarkanir eftir þörfum. Hér mun tæpast tími til að rekja þetta mál, en það má þó geta þess, að þessar ráðstafanir hafa gefizt vel. Á síðastliðinni vertíð var t. d. aflamagn rækju í ísa- fjarðardjúpi um 200 kg á tog- tíma, og veit ég ekki um neinn annan rækjustofn í Atlantshafi, sem gefur slíka veiði. Má t. d. nefna, að við Noreg er talið, að meðalveiði á rækju sé um 10 kg á dag. En nú skulum við snúa okkur aftur að fiskunum. Eins og ég gat um í upphafi eru tveir þætt- ir, sem ráða því, hversu mikið einn fiskistofn þyngist eða vex á ári hverju. Það er nú sú þyngd- araukning, sem verður á þeim fiskum, sem fyrir eru í stofn- inum plús þyngd þeirra fiska, sem við stofninn bætast. Þá fiska nefnum við nýliða. Við getum auðveldlega reiknað út þyngdar- aukningu þeirra fiska, sem fyrir eru í stofninum, en við vitum ekki enn um f jölda þeirra nýliða, sem bætast í stofninn á hverju ári. Ef hrygningin tekst vel, ef klakið tekst vel, ef seiðadauðinn er lítill, ef ungfiskadauði er í lágmarki, þá mun hrygningin gefa af sér marga fiska, sem ná kynþroska aldri og verða veiði- bærir. Ef eitthvað af þessu mis- tekst, gefur það af sér færri fiska, færri nýliða, lélegri ár- gang, minni veiði. Orsakir þess, hve hrygningin og klakið heppn- ast misjafnlega, eru ýmsar: vond veður, óhagstætt hitastig o.s.frv. Á Georges banka við austur- strönd Bandaríkjanna hefur komið í ljós að miklir og stöðugir vindar úr sömu átt yfir seiða og klaktímann, hafa orðið þess vald- andi, að seiði hafa hrakizt út fyrir bankann og út á mikið dýpi. Þegar þau svo hafa ætlað að leita botns, finna þau hann engan, þar sem vindur hefur hrakið þau út á mikið dýpi, langt út fyrir brún landgrunnsins. Þetta éndar með því að þrýstingurinn drepur seiðin, er þau ætla að leita þess grunns, sem þau hafa hrakizt út af. Mér hefur oft dottið í hug hvort ekki væri svipað ástand hér við land. Hvernig fer fyrir seiðunum, er þrálátur norðan- 291

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.