Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 33
Slys og afleiðingar slysa Framhald af b!s. 317. inni en afturhjólin auk þess sem þau eru burðarminni. Virðist þessi tilhögun þessara ágætu tækja vera miðuð við slátt á loðnu engi, þar sem sláttuvélin er staðsett aftan við framhjólin og þau þannig gerð, að hægt er að færa þau inn fyrir hið óslegna gras til að fyrirbyggja bælingu á því. Þetta þjónar að vísu sínum tilgangi og er gott en ekki nauðsynlegt. Hinir fjölhæfu möguleikar þess- ara tækja til ýmiss konar vinnu hafa gert það, að bæði framleið- endur og notendur hafa hagnýtt sér þau eftir beztu getu. Þannig hafa þessi tæki verið notuð á þjóðvegum sem dráttarvagnar, en vegna hinna innfæranlegu hjóla, sem oft eru innar en hin stóru drifhjól, hafa orðið mörg slys og veltur á ræsum á þjóðvegum, sem alltof oft eru mjórri en akbrautin sín hvoru me^- in. Þá er það staðreynd, að þessi tæki þola ekki, að þeim sé ekið í ófærð. Ef framhjólin festast í flagi eða öðrum torfærum, fara þau á hvolf, samanber fróðlegt erindi hins ötula lögreglumanns, Sigurðar Ágústssonar, sem hann flutti fyrir nokkru (um það bil einu ári) í sjónvarpinu. Þessi tæki (dráttar- vélar) eftir að búið er að færa hin veigalitlu framhjól saman eru eins og þrífótur (ég biðst afsökunar, ef þetta hugtak, þrífótur, er e.t.v. lítt skiljanlegt almennum lesanda), veltur ef honum er ýtt á undan sér, en gengur ljúft ef hann er dreginn, þ.e. að tveir fætur séu dregnir en einn komi á eftir. Þetta kom greinilega fram í fyrrnefndu erindi Sigurðar Ágústssonar ásamt skýringamyndum Ef við athugum, hvernig þessi tæki eru notuð hér á landi og víðar, þar sem alls konar útbúnaði er VlKINGUR komið fyrir á hinum ótraustu, inn- færanlegu framhjólum, gaffallyft- ara, skóflu, ýtublaði, langri bómu o.fl., þarf engan að undra, þótt þau hafi tilhneigingu til að velta á hlið- ina eða á hvolf. Þau geta ekki ann- að samkvæmt aldagömlu lögmáli. Það að banna duglegum strákum 12-14 ára úr bæ eða borg, sem alizt hafa upp við skellur (skelli- nöðrur), bíla og önnur vélknúin tæki, öll afskipti af þessum einföldu og léttmeðfærilegu tækjum er frá- leitt og ekki líklegt til neinna úr- bóta. Það að fyrirskipa veltitryggar grindur á þessi tæki, minnir á hin útblásanlegu bjargvesti, sem einu sinni voru hugsuð öllum sjófarend- um til þess að fljóta á sjónum í, ef skipinu hvolfdi. Nei, ef við og aðrir eigum að losna við þessi slys, þurfum við að halda okkur við blákaldar stað- reyndir, staðreyndir, sem ýmsir framleiðendur, svo sem Volvo í Svíþjóð o.fl. hafa tekið með í sín- um útreikningum, og snúa drifinu við, þannig að afturhjólin, hinn drífandi kraftur og burðarmikli endi tækisins gangi á undan bæði til framdriftar og lyftinga en minni hjólin séu aðeins til þess að stýra. Þetta er að vísu dálítil breyting á gírkassa og stýri, en þetta er líka öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir dráttarvélaslys, ekki að- eins til að draga úr afleiðingum þeirra heldur til að fyrirbyggja þau. Hvort unnt væri kostnaðar vegna að gera slíkar breytingar á gömlum dráttarvélum skal ósagt látið, en að fá þessar breytingar á nýjum vélum ætti ekki að hafa tilfinnan- legan kostnað í för með sér og ekki rýra á neinn hátt hina hagnýtu þýðingu þessara tækja, nema síður sé. í fáum orðum sagt forða slyslnu áður en það skeður í stað þess að reyna að draga úr afleiðingum þess, þótt sú stefna eigi vissulega fullan rétt á sér. Lendi leikarar í samkvæmi, er oft kvabbað á þeim með að troða upp. 1 einu slíku tilfelli sagði leikarinn: „Jú, ég skal g-efa ykkur eitt númer, en með því skilyrði að þér komið með eitthvað úr yðar starfsgrein." „Með ánægju", svaraði binn. „Ég vinn hjá líftryggingarfélagi, ég skal tryggja yður þegar í stað!“ ❖ Eftirfarandi auglýsing birtist frá hreppstjóra á Norðurlandi: „Graðfolaeigendur eru stranglega áminntir um að láta vana fola sína. Annars verða þeir tafarlaust geltir, eða settir undir lás og síá. * „Þú segir, að konan þín hafi fengið nafnlaust bréf með upplýsingum um sitthvað, sem þú hafir aðhafst áður en þið giftust. Jæja, ég held það bezta, sem þú getur gert, sé að játa allt sam- an“. „Það má vel vera, en hún vill ekki leyfa mér að lesa bréfið, svo ég veit ekkert hvað ég á að játa“. Hs Þessir karlmenn eru alveg óþolandi. Hefði fyrri maðurinn minn ekki dáið, hefði ég ábyggilega aldrei gift mig aftur. * Skotasaga: Eitt sinn fyrir löngu, löngu síðan var Skoti og hann var klæðskeri. Hann saumaði fyrstu stutt- buxurnar. Góðlegur eldri maður fleygði eitt sinn smámynt í húfu blinds betlara en hitti ekki og betlarinn hljóp og tók upp peninginn, sem oltið hafði eftir gangstéttinni. „Ég hélt þér væruð blindur," sagði gjafarinn undrandi. Nei, ég er ekki sá rétti. Ég gæti aðeins plássins meðan hann er í bíó.“ 821

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.