Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 41
,,Ég drap hann!“ „Dellimare?" hrópaði ég og starði á Patch yfirkominn og orðlaus. ,,Hann féH ekki fyrir borð“, sagði hann, og eftir smáþögn bætti hann við: „Líkið er ennþá um borð í Mary Deare“. Ég var enn ruglaður, að ég kom engu orði upp. Og svo byrjaði hann að segja alla söguna. Það skeði stormnóttina, skömmu eftir, að hann fékk til- kynninguna um brunann í loft- skeytaklefanum. Hann hafði gengið út á brúarvænginn til að athuga, hvort hægt væri að slökkva eldinn frá þeirri hlið, en í því hafði hann séð Delli- mare ganga aftur eftir efsta þil- farinu. Patch hafði þotið niður af stjórnpallinum og náð nógu snemma afturþilfarinu til að sjá Dellimare skjótast niður um eftirlitslúkuna að fjögurlestinni. „Ég hefði átt að skella hler- anum yfir lúkuna og látið þar við sitja“. En í stað þess veitti hann Delli- mare eftirför, sá hann beygja sig og teygja handlegginn niður milli efsta kassans í lestinni og skipssíðunnar. „Andlit hans var nábleikt og tryllingslegt, þegar ég lýsti það upp með vasaljósinu mínu“. Rödd Patch skalf þegar hann lýsti þessum atburði, sem hafði þrúgað hann svo lengi. Dellimare reisti sig upp og rak upp hijóð. Hann var með sívala jámstöng í hendinni og Patch varð gripinn æði, sló krepptum hnefa af öllu afli í andlit honum svo höfuð hans slóst í járnplöt- una. „Ég ætlaði mér að mola hann, afmá hann, — drepa hann“. Hann dró andann þungt, þar sem hann stóð við borðsendann og starði á okkur. Ljóstýran í loftinu yfir höfði hans varpaði dimmum skuggum á andlitið. „Þetta var það, sem skeði um borð í skipinu þessa nótt. For- VÍKINGUR lestin var full af sjó, eldur laus í loftskeytaklefanum, þessi litla rotta laumaðist niður í öftustu lestina og fárviðri geisaði allan tímann“. Drottinn minn dýri; Hvað mynduð þið hafa gert? Ég var skipstjórinn. Skipið var í helvítis hættu, og hann ætlaði að sökkva því. Ég hafði aðvarað hann“. Hann þagnaði snögglega og strauk hendinni um höfuð sér. Þvínæst hélt hann áfram frá- sögn sinni af því, hvað skeði eftir að Dellimare lá, saman- hnipraður eins og hrúgald á ein- um flughreyfils kassanum með blóðflekki dreifða um þunnt ljóst hárið. Patch var ekki viss um að hafa drepið hann, — ekki enn þá. Æðið var runnið af honum og einhvernveginn hafði honum tekizt, að drösla honum upp á þilfarið. Brotsjór, sem reið yfir skipið hafði næstum skolað hon- um fyrir borð, en honum tókst að komast upp stigann að efsta þilfari. Á þeirri leið mundi hann ekki mæta neinum af áhöfninni. En þegar hann var kominn langleiðina að stjórnpallinum féll ljósbjarmi á andlit Dellimare, og þá skynjaði hann að maður- inn var látinn. „Höfuðkúpan var brotin“, sagði hann tilfinningarlausri röddu. „En þér gátuð þó sagt, að hér hafi verið um slys að ræða; að hann hefði fallið niður í lestina, eða eitthvað þvíumlíkt", sagði ég. Ég minntist sótsins og hávað- ans neðan úr kolaboxunum þegar kolunum var mokað fram í kyndi- stöðina, og gat mér til, um fram- haldið. Patch rétti hendina út eftir vindlingunum og kveikti sér í. Hann settist aftur andspænis mér. „Ég held að ég hafi verið viti mínu fjær“, sagði hann. Veslings mannræfillinn." „Hann var óglæsileg sjón- með hnakkann sleginn inn“. Það var eins og hann sæi fyrir sér blóðstrokið dinglandi höfuðið og sviti spratt fram á enni hans. „Ég ákvað að fleygja honum fyrir borð.“ Hann lagði líkið frá sér til að athuga það nánar, en í því að hann beygði sig til að lyfta því aftur, kom hann auga á Higgins í stjórnborðsdyrum stjómpallsins. Hann áræddi því ekki að bera líkið út að öldu- stokknum, en svo vildi til að rétt hjá honum var, af einhverri á- stæðu, opin lúka að kolaboxum skipsins, og án þess að hugleiða neitt frekar, fleygði hann líkinu niður um hana og skellti hler- anum yfir. Það var ekki fyrr en eftir margar klukkustundir, að ég gerði mér grein fyrir hvað ég hafði gert“, sagði Patch og tott- aði vindlinginn skjálfandi hönd- um. „I stað þess að losa mig við líkið, hafði ég hengt það um háls mér sem myllustein". Rödd hans varð að hvísli og hann sat þögull stundarkorn, en þá hélt hann áfram: „Þegar þér komuð um borð, Sands, hafði ég rennt kaðalstiga niður um lúkuna í þeim tilgangi að ná í líkið, en þá hafði velt- ingur skipsins grafið það undir fleiri tonnum af kolum“. Nú fylgdi löng þögn og ég fór að hlera eftir vaxandi vindkvið- um, sem þutu um reiðann svo að söng í. Akkerskeðjurnar skröltu við að skúta valt. Patch drúpti höfði og svo virtist, sem hann talaði við sjálfan sig: „Ég drap hann og álít að það hafi verið réttlát skylda mín. Hann hafði unnið til þess að deyja. Ég var sannfærður um að með því bjargaði ég lífi þrjátíu manns, að mínu eigin meðtöldu. Jæja, nú hefi ég sagt ykkur nak- inn sannleikann". Hann festi augun á mér og ég kinkaði kolli. Ég vissi, að þetta var sannleikurinn. Og nú vissi ég hvers vegna hann vildi svo ákaft komast út í flakið aft- ur, og hvers vegna hann gat ekki skýrt réttinum frá tilboði Delli- mare. 329

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.