Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 31
sem skömmu síðar kom greini- lega í ljós og sem ætíð síðan háði honum til hinztu stundar. Skömmu eftir að Halldór hætti skipstjórn réðist hann sem starfs- maður Skipaskoðunar ríkisins — nú Siglingarmálastofnun ríkisins — og starfaði þar óslitið til dauðadags. Síðari árin vann hann aðallega að skráningu skipa og sá m. a. um útgáfu skipaskrárinnar. Sem sjómaður var Halldór harðduglegur og ósérhlífinn og sem skipstjóri var hann góður aflamaður og afburða stj órnandi og farsæll í starfi, enda fór hann sérstaklega vel að á sjó gagnvart skipshöfn sinni, skipi, veiðar- færum og afla, svo að afkoma skips þess er hann stjórnaði var oftast mun betri en margra þeirra, sem meiri afla drógu að landi, en fengist hafði með æmu aukasliti á skipi og veiðarfærum. Halldór var glæsimenni, stór- brotinn persónuleiki og laus við alla smámunasemi. Hann var greindur vel og sagði vel frá. Stærðfræðin mun hafa verið hon- um hugþekkust og ef ástæður í æsku hefðu leyft mundi hugur hans hafa staðið til mennta og VlKINGUR þá einkum á stærðfræðisviðinu, en sjómennskan varð ævistarf hans, eins og svo margra efni- legra ungra manna, sem ólust upp í sjávarþorpunum á kreppu- árunum.. Þegar tími vannst til las Hall- dór mikið af góðum bókum og var minnugur á það sem hann las. En aðal frístundaiðja hans var að komast í veiðiá, 1 læk eða vatn og þar undi hann sér vel. Setti hann sig aldrei úr færi að njóta þeirrar ánægju þegar kostur var.- 3. okt. 1929 giftist Halldór Helgu Jóakimsdóttur, Pálssonar, útvegsbónda í Hnífsdal myndar- legri og góðri konu, sem helgaði sig heimilinu og uppeldi barn- anna. Á heimili þeirra fylgdist að snyrtimennska, gestrisni og rausnarskapur, sem þau voru bæði samhent um að stuðla að. Börn þeirra eru: Halldór járn- iðnaðarmaður, búsettur í Óðinsvé í Danmörku, giftur Báru Frið- leifsdóttur og eiga þau 5 börn. Sigríður vefnaðarkennari, gift Sigtryggi Guðmundssyni, verzl- unarstjóra. Eiga þau 3 böra. Aðalbjörn, heitbundinn Mariönnu Bjarnadóttur og Ingimar, skrif- stofumaður, ógiftur. Með hinu sviplega fráfalli Hall- dórs, er mikill harmur kveðinn af ekkju hans börnum, baraa- börnum, ættingjum, svo og að hans mörgu vinum og kunningj- um og vil ég að lokum votta þeim öllum mína innilegustu samúð. Geir Ólafsson. „KOTTERINN“ ER AÐ HVERFA „Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð.“ SKÚTUÖLDIN, sem svo hefur verið nefnd, er merkur kapítuli í sjósóknar- og atvinnusögu okkar ís- lendinga. Um það tímabil hefur margt verið skráð. — Sú var tíðin, að sá fríði floti, kútterarnir, settu svip á miðin, næsta ólíkan því, er síðar varð. Mörgum eldri er í minni, að horfa á þessi tígulegu skip taka slaginn undir fullum seglum út og suður, stundum mörg eitt á eftir öðru. Vissulega var það fullkomin sjón. — Þegar vélaaflið kom til sögunnar, hurfu þessi tignarlegu skip smám saman af sjónarsvið- inu, og þar kom, að ekkert þeirra var framar til í eigu landsmanna. Þau, sem ekki áttu sín endalok við klettótta ströndina, eða á hafi úti í ofsaveðri, voru seld úr landi — og flest til Færeyja. Ekkert er nú til, er minni áþreifanlega á þessi skip. Líkön hafa að vísu verið gerð af þeim, og sum prýðisvel gerð, en þau segja skiljanlega ekki það, sem raunverulega var. Illu heilli var enginn gömlu kútteranna tekinn til varðveizlu á sínum tíma til fróð- leiks og lærdóms fyrir framtíð, sem hefði þó verið eðlilegt. Og svo gjör- samlega er allt horfið úr landinu, er þeim viðkemur, að vart er finn- anlegt skaklóð frá þeim tíma, með sinni réttu þyngd, hvað þá heldur annað, sem þar um borð voru sjálf- sagðir hlutir. — í Færeyjum eru enn til okkar gömlu kútterar og með sínum gömlu íslenzku nöfnum. — Ég hefi haft hug á, að við hér heima leggð- um kapp á að eignast eitt af þess- um skipum og varðveita það, með hliðsjón af sögunni. — Að undanförnu hefi ég haft 319

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.