Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 20
Ernst Merck
Fyrsta sœnska eimskipið, sem sigldi þvers yfir Atlantsliafið.
eftir Tore Attelid
Um miðja nítjándu öld, var
stig-ið stórt skref í siglinga og
samgöngumálum þjóðar vorrar,
er ríkissáttasemjarinn í Stock-
hólmi, Johan Hólm, gekkst fyrir
stofnun eimskipafélags til þess
að stunda millilanda-siglingar.
En svo knappt var þó um fjár-
magn innan lands, að ekki reynd-
ist mögulegt að safna nægilegu
fé til félagsstofnunarinnar.
Hólm hafði góð sambönd er-
lendis, og sneri sér þá til hins
áhrifamikla og vel þekkta austur-
ríska generalkonsúls í Hamborg,
fríherra Ernst von Merck, og
með aðstoð þessa áhrifamikla
bankamanns í fararbroddi,
var fjárhagshlið fyrirtækisins
tryggð.
í ársbyrjun 1857 var eimskip
pantað hjá Nyköpings mekan-
iska verkstad, en í því fyrir-
tæki átti Hólm hagsmuna að
gæta. Skipið átti að vera áber-
andi stórt, og er þannig getið
í blaðagrein: „Ekki líður á löngu,
þar til Svíar geta sent út á
heimshöfin sinn Hafvens Herre,
en stærð hans er auðveldast að
hugsa sér með samanburði, ef
menn gæta þess að skipið verður
40-50 fetum lengra en línuskip
vor eru nú.“
Gleðin var að sjálfsögðu mikil
í Nyköping yfir því, að skipa-
smiðjan þar hafði sigrað í beinni
samkeppni við Motale skipa-
smiðjuna, og hlötið þessa miklu
pöntun. Nyköping-Blaðið sló
fregninni upp sumpart með feitu
letri: „Ekki er það síður ánægju-
legt að pöntunin er góð sönnun
fyrir áliti á skipasmiðjunni, og
sömuleiðis er það traustvekjandi
fyrir þann eða þá viðskiptafröm-
uði, sem með framsýni koma svo
3Q8
stórkostlegu samgöngutæki í
framkvæmd, sé miðað við þau
sem vér höfum átt að venjast.
„Ernst Merck“, en það nafn
var skipinu gefið, hljóp af stokk-
unum í Nyköping 5. september
1859. Stærð þess var eftirfar-
andi: Lengd 253 fet, breidd 39
fet, og djúprista 15 fet full
lestað.
Mikill fjöldi fólks var saman-
kominn til þess að sjá skipið
renna til sjávar, „augnablik sem
vakti undrun og eftirvæntingu,
fagnaðaróp mikil, og fallbyssu-
skot heyrðust frá ströndinni og
skipum í höfninni".
Byrðingur skipsins var allur
úr járni, jafnvel stög og höfuð-
bendur voru úr zinchúðuðu járni.
Burðarmagnið var 425 svdre
lester eða um 1500 tonn. „Til
þess að flýta fyrir losun og lestun
var komið fyrir á þilfarinu sér-
stökum eimvagni — lokomobil, —
gekk hann á brautarteinum frá
einu lestaropi.til annars, sparaði
það mikinn tíma, svo að ferðum
skipsins mátti fjölga að mun.“
Þetta var stærsta eimskipið,
sem hingað til hafði verið sjó-
sett við sænska skipasmíðastöð,
og einnig það stærsta í sænska
verzlunarflotanum. Það var búið
sem seglskip og á því voru 3
siglutré. Eimvélin var af Woolfs
gerð og 150 hestöfl. Var skrúfan
ærið stór. Má nefna t.d. að
skrúfuás og sveifarás, án skrúfu,
var að þyngd 110 skippund, eða
rúmlega 18.000 kg.
„Ernst Merck“ var í upphafi
ætlað að sigla um Eystrasalt og
Norðursjó, en svo réðist það, að
fyrsta ferð skipsins lá til fjar-
lægra landa.
Þann 22. janúar 1859 lét
„Ernst, Merck" úr höfn í Ny-
„Ernst Merck“ við skipsbrúna í Stockhólmi, maí 1862. — Gerið samanburð á
stærð skipsins og húsanna í baksýn. Þetta er samtima tréskurðarmynd eftir
teikningu Carls Svante Hallbeck.
VlKINGUR