Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 32
FRÉTTIR
í STUTTU MÁLI
samband við íslending, sem búsett-
ur er í Færeyjum, Ólaf Guðmunds-
son, umboðsmann, með tilstyrk
Sturlaugs H. Böðvarssonar, útgerð-
armanns á Akranesi, sem hefur
sýnt þessu máli mikinn skilning og
áhuga, og beðið hann að leita
upplýsinga um gömlu kútterana
okkar. Hefur hann tekið málaleitan
minni vel og verið fús um fyrir-
greiðslu. Tjáði Ólafur mér, að í
Klakksvík væru t. d. tveir kútterar,
vel þekktir á sinni tíð hér heima,
sem væru fáanlegir: Guðrún frá
Gufunesi og Sigurfarinn. Hafa þeir
verið á sjó til skamms tíma, en nú
að fullu lagt, vel sjófærir og í mjög
sæmilegu ástandi. Kaupverð þeirra,
hvers um sig, mun vera um 10 til
20 þúsund danskar krónur. Þá tjáði
Ólafur mér, að í Klakksvík væri
ýmislegt varðveitt varðandi kútt-
erana, sem ekki væri lengur í notk-
un í þeim, s. s. gömlu skútuspilin,
segl af þeirri stærð, sem áður tíðk-
uðust o. fl. Taldi hann, að þessir
hlutir væru fáanlegir með mjög
vægu verði. Mín skoðun er sú, að
ekki megi slá á frest að ná í eitt
af þessum skipum, í Klakksvík, eða
annars staðar í Færeyjum, sem
þeirra er völ.
— Ég hefi rætt þetta áhugamál
mitt við ýmsa, yngri og eldri, og
fundið hjá þeim öllum, sem með eru
á svona hlutum, óskiptan áhuga
fyrir málinu. Hugsun mín er að afla
frjálsra samtaka til framkvæmda
hugmynd minni, og ekki efa ég
góðar undirtektir. Hér er raunar
stórt metnaðarmál, er varðar allan
almenning. Við erum á síðasta
snúningi með að bjarga sögulega
mjög dýrmætum hlut.
— Að sjálfsögðu er um nokkurn
kostnað að ræða í sambandi við
þessa framkvæmd. Eftir að skipið
er komið heim, þarf að breyta og
lagfæra ýmislegt, svo að það fái
í öllu sína upphaflegu gerð, en svo
verður að vera. T. d. verður að fjar-
lægja úr því hluti, sem ekki heyra
til gamla tímanum, er þessi skip
þjónuðu þjóð okkar, t. d. stýrishús,
vél o. fl. og búa það því, sem í því
var, en hefur veríð látið víkja. —
Ekki trúi ég, að kostnaður geri
neinum bilt við. —
—- Ég treysti á stuðning góðra
manna við mál þetta, og bið þá, sem
finna hvöt hjá sér til að leggja
eitthvað af mörkum, að láta mig
vita í bréfi — og vinsamlega hið
allra fyrsta. Ég vona, að mönnum
skiljist, að hér er á ferð mál, sem
leysa þarf hið bráðasta með sam-
stilltu átaki. Annað væri okkur til
ævarandi ósóma.
Jón M. Guðjónsson,
Kirkjuhvoli, Akranesi.
Vestur-Þjóöverjar halda á-
fram forustunni í byggingu
containerskipa, og smíða þeir
44% allra slíkra skipa í heim-
inum.
Skipasmíðastöðin Rheinstahl-
Nordseewerken í Emden smíðar
fyrsta containerskip heimsins,
sem verður knúið þrýstiloftsafl-
vélum. Er það smíðað fyrir
Seatrain-Liner í Bandaríkjunum.
Ganghraði verður 26 sjómílur.
s.
Japanska sjómannasambandið
hefur gagnrýnt harðlega jap-
anskar skipanýbyggingar, og er
greinilegt að stundum er illa unn-
ið. 66 skip voru tekin og at-
huguð, niðurstaðan var ekki
uppörvandi: Ef við tökum 6 skip
úr hópnum, kom þetta í Ijós:
1087 rifur og 452 beyglur.
s
Pólverjar ráðgera nýja höfn
1 norð-austur frá Danzig. Verður
hún nefnd Norðurhöfn, og verð-
ur fyrsta áfanga lokið 1985.
Minnsta skip sem farið hef-
ur gegnum Panamaskurðinn, var
eins meters langt model, eftirlík-
ing af fyrsta verzlunarskipinu
sem fór þar í gegn. Eigandinn
borgaði 75 cent fyrir að fá að
fara í gegn.
Sovéski verzlunarflotinn vex
jafnt og þétt.
Á undanförnum 10 árum hef-
ur gegnumgangandi tonnatala á
flutningaskipum aukizt um 50%.
80% allra rússneskra skipa
eru smíðuð á síðustu árum.
320
VlKINGUR