Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 10
Hin aldnu hempa Sigurpáll er nú 68 ára gamall. Undir heiðríkum himni liggur landið fagurt og frítt. Ut við öldustokk varðskipsins Þórs stendur aldraður maður og horf- ir á hin fögru sveitabýli, sem blasa við frá varðskipinu, þar sem það klýfur spegilsléttan sjóinn á ferð sinni inn Beru- fjörð. Þetta er hin aldna kempa Sigurpáll Steinþórsson, sem þama lítur ástaraugum til þeirra sveitabýla, sem renna framhjá. Sveitin á jafnmikla ást í brjósti hans og sjórinn, því hvort- tveggja hefur hann stundað. Og þó þessi kempa sé nær sjötugu, þá má hver ungur piltur öfunda hann af líkamsburði og þrótti. Sigurpáll er einnig góður sögu- maður og getur fléttað sögu sína góðlátri kímni. Menn veltast um af hlátri, þegar hann segir söguna af penpíulegu borgara- stelpunni, sem var í sveit, og þótti það klám að nefna nafn hrútsins og því sagði hún alltaf, þegar hún var tilneydd til að nefna hrútinn á nafn. „Hann er kominn í túnið óþokkinn, sem stekkur upp á ærnar.“ Sigurpáll Steinþórsson, er fæddur 20. september 1903 að Þverá í Ólafsfirði, sonur hjón- anna Steinþórs Þorsteinssonar og Kristjönu Jónsdóttur. Þegar Sig- urpáll var á fjórða ári fluttust Siffurpáll Steinþórsson foreldrar hans að Vík í Héðins- firði. Ekki var jörðin stór, sem þau hjónin fluttust á. Jörðin fóðraði aðeins eina kú, og varð því faðirinn að leita lengra til að afla heimilinu matar. Sótti hann til fiskjar, á vorin og sumr- in, á fjórrónum árabát og gaf það vel í búið. Bærinn Vík stóð rétt við mar- bakkann, upp á smá hól. í aftakaveðrum af norðri og suðri, var bærinn umflotinn sjó. En aldrei komst sjórinn til að leka niður í kjallarann, því upp fyrir hólinn komst sjórinn aldrei. Sigurpáll var ekki gamall, þeg- ar hann fór að sýna áhuga á sjónum. Hann var þá iðulega niðri í fjöru, þegar faðir hans og aðrir voru að leggja á sjó- inn og þurfti þá oft að taka hinn unga svein með valdi grátandi frá skipi. Sá ungi hélt þá um hnífilinn (stefnið) og varð hinn versti, þegar hann varð að sleppa. Sigurpáll var ekki nema 6-7 ára þegar faðir hans leyfði hon- um að beita lóðarspotta, sem hafði 60 króka. Faðirinn hafði það mikla ánægju af þessu, að hann réri með soninn út og lét hann sjálfan leggja, þennan spotta, framan við fjöruna und- an íbúðarhúsinu í Vík. Síðan var hinn ungi sveinn látinn draga línuna og mikil var ánægja hans þegar lúða birtist á einum krókn- um í sjóskorpunni. Sá litli inn- byrti lúðuna, en hún gerði sér lítið fyrir og skellti honum um koll. Strax og Sigurpáll hafði aldur til, var hann látinn gefa fénu, þegar það var í húsum. Beitar- húsin voru í um það bil 1% km. fjarlægð frá bænum. Leiðin þangað lá inn ströndina fyrir fjarðarbotninn, þar sem áin rennur til sjávar úr vatninu. Á vetrum var oft yfir ísbrú að fara, en alltaf var fylgst með hinum unga sveini að heiman. Sigurpáll komst snemma í kynni við Víkuránna. Hann var eitt sinn að leika sér á brúnni, sem lá yfir ánna, ásamt Stefáni Stefánsyni, Björnssonar. Þeir höfðu spýtudrumb í spotta, sem þeir sigldu eftir ánni. Brúin var 6 metrar á lengd og um 40 sm. á breidd, en helmingur brúar- innar var klofinn af rekatré. Sigurpáll fer út á tréð, sem mjög var hált af slíi, og það skiptir engum togum að hann missir fótanna og slengist út í ánna. Það sem varð honum til bjargar var að þetta var ekki langt frá húsi foreldra hans, en á húsinu var gluggi á suðurhlið- inni þar sem faðir hans sat og VlKINGUR 298

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.