Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 38
ingu um að fara út í eldhúsið. Þegar þau voru kornin þangað inn , snéri hann sér við, og læsti dyrunum, en frúin hrópaði: —En Zeppa, hvað á þetta að þýða? Er einhver ástæða til þess að þið hafið boðið mér heim? Ætlið þið þannig að sýna traust- an vinskap ykkar við Spinelloc- cio? En Zeppa gekk að kistunni, þar sem Spinellccio lá læstur niður í, og sagði: Hlustaðu nú á mig, madonna, áður en þú ferð að hrópa hátt. Ég hef ávallt elskað Spinelloccio eins og bróður minn, og geri það enn, en án þess hann yrði þess var, sá ég í gær, að tryggð hans við mig er komin á það stig, að hann liggur með konu minni eins og hann væri heima hjá sér. Þó þykir mér svo vænt um hann, að ég vil aðeins hefna mín á honum, með því að sýna honum sama bragð, sem hann hefur beitt mig. Hann hefur legið með minni konu, og þessvegna vil ég hafa þig á sama hátt. Viljir þú það ekki, verður það að bitna á hon- um, og þar sem ég hefi ákveðið að hefna mín, getur slíkt orðið grár leikur, sem hvorki þú eða hann mundu gleðjast af. Þegar frúin heyrði þetta, og varð að trúa að ásökun hans væri sönn, sagði hún: — Kæri Zeppa, úr því að hefnd þín verður að bitna á mér, vil ég gjarnan beygja mig undir það, ef ég á eftir fæ að halda áfram vin- áttu konu þinnar, sem ég þrátt fyrir það sem hún hefur gert á móti mér, vil þó gjarnan að standi áfram. Það skal ég gjaman sjá um, svaraði Zeppa, — og þar að auki mun ég gefa þér dýrgrip, sem er svo fallegur, að aðeins þú átt hann skilið. Zeppa faðmaði hana og kyssti, lagði hana síðan ofaná kistulokið, þar sem maður hennar lá undir, og þar nutu þau hvors annars eins lengi og hann gat að stað- ið. Spinelloccio sem hafði í kist- unni hlustað á og heyrt það sem Zeppa og konan hans sögðu og síðan fylgst nákvæmlega með því brölti, sem fram fór ofaná kistu- lokinu, leið allar vítiskvalir, en óttinn við reiði Zeppa, hélt hon- um frá því að hrópa ókvæðisorð til konu sinnar, neðan úr fang- elsi sínu. Þó fór hann meðan á þessu stóð, að hugsa um, að hann ætti sjálfur sökina með upphaf- inu, og að Zeppa hefði rétt til þess að gera það sem hann gerði nú, þar sem hann þegar allt kom til alls, meðhöndlaði sig sem góð- an félaga. Þess vegna ákvað hann með sjálfum sér, að gerast nú betri vinur Zeppa í framtíðinni, ef hann óskaði þess. Þegar Zeppa loks fannst, að nóg væri komið, steig hann nið- ur af kistulokinu, og þegar frúin bað um þann dýrgrip, sem hann hafði lofað henni, opnaði hann dymar, og hleypti konu sinni inn, sem sneri sér að vinkonu sinni, og sagði með breiðu brosi: — nú hefur þú greitt mér í sömu mynt, madonna. Zeppa sagði henni þá, að hún skyldi opna kistuna og sýndi þeim Spinelloccio. Það var ekki auðvelt að segja hvort þeirra varð skömmustulegra, Spinelloc- cio að standa augnliti til augnlits við Zeppa, sem honum var ljóst að vissi nú allt, eða konu hans, sem sá nú að maður hennar hefði fylgzt nákvæmlega með öllu sem gerðist á kistulokinu. Svo setti Zeppa kórónuna á allt með því að segja: — hérna er sá dýrgripur, sem ég lofaði að færa þér. Spinelloccio staulaðist upp úr kistunni, og sagði án nokkurra málalenginga við Zeppa: — Nú höfum við greitt hvor öðrum að fullu, Zeppa! Og þú hefur rétt fyrir þér, er þú sagðir við konu mína, að við myndum halda áfram að vera vinir, við skulum því halda áfram að skipt- ast á um konur áfram, þar sem ekkert annað getur komið upp á milli okkar. Zeppa hafði ekkert á móti því, og síðan settust þau öll fjögur til borðs í sátt og samlyndi. Félags mála opnan Þegar ríkisstjórnin tók við völdum, var það með fyrstu verk- um hins nýkjörna sjávarútvegs- ráðherra að boða á sinn fund forustumenn í félögum yfir- manna ásamt fulltrúum F.F.S.I. Spurðist ráðherra fyrir um það, hvaða kröfur yrðu gerðar á hausti komandi varðandi samn- inga bátasjómanna. Var því svarað, að í fyrsta lagi væri krafan um afnám laganna 1968 ein af helztu kröfunum, auk þess sem enn stæði krafan um frítt fæði, stórhækkaðar slysa og dánarbætur og mundu sjómenn ekki una því lengur, hversu þeir væru illa settir í þessum efnum. Eftir að við höfðum kynnt okk- ur málið að nokkru, lýsti ráð- herra fyrir okkur hvað hann hyggðist gera til hagsbóta fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Hefur það verið gert með útgáfu bráða- birgða laga um afnám laganna frá 1968. Þó er ekki enn búið að ganga frá málefnum þeirra sem erlendis landa, en ráðherra tók það fram að umræður þeirra um þau mál yrðu sennilega ekki teknar upp fyrr en í október. Talið er að kauptrygging verði að hækka til samræmis við þær hækkanir sem kunna að verða. Síðan þessar viðræður áttu sér stað, hafa verið haldnir fundir norðanlands og austan og hafa formenn yfirmannafélaganna Skipstjóra og stýrimannafélags- ins Öldunnar og Vélstjórafélags íslands farið til nokkurra staða og haldið fundi með félögum sín- um. Fyrst var haldinn fundur á Akureyri í Vélstjóradeildinni þar á Akureyri. Ekki var hægt að VlKINGUR 326

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.