Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1971, Blaðsíða 22
sér á flot aftur með eigin véla- afli, eftir 7 kl. stunda töf, en þá var búið að fleygja útbyrðis 2500 jámstöngum til að létta það. Ferðinni var svo haldið áfram til Kaupmannahafnar, þar sem kafarar rannsökuðu botn skips- ins, en fundu engar skemmdir. I Höfn var skipið litið fremur óhýru auga, og ástæðan var auð- sæ: Stærsta skip Dana var all- miklu minna en það sænska. Svo var ferðinni haldið áfram til London, og þangað komið án frekari óhappa. Þegar uppskipun var lokið, var gengið úr skugga um að skipið hafði ekki skemmst neitt við strandið, og var mönn- um það mikið gleðiefni. í London fékk „Emst Merck“ nú það vandasama hlutskipti að flytja peninga fyrir brezku ríkis- stjórnina, var það £ 156,000 lán til Tyrklands. Aukþessarar miklu peningafúlgu, voru tekin matvæli og aðrar nauðsynjar til setuliðs- ins á eyjunni Möltu. Árið 1863 kom skipið aftur til heimalandsins, og nú þurfti að endurbæta vélarnar, og ákveðið að gera það í Nyköping. Þegar þangað kom, var skipinu tekið með miklum fagnaðarlátum. Skipt var um eimkatla í skipinu, og var það nokkurra mánaða verk. — 1 blaðinu, Söderman- lands Láns Tidning, var skrifað á þá leið, að skipið „væri það eina í Svíþjóð, sem búið væri eimkötlum smíðuðum úr bessem- er stálplötum.“ Að viðgerð lokinni lét skipið úr höfn hlaðið komvörum til Lond- on. Þaðan fór skipið með kola- farm til Egyptalands. Sumarið 1864 var „Emst Merck“ í Stockholmi, og kom til greina að flytja sænska útflytj- endur til Norður Ameríku. Nokkur orð um útflytjenda- hópinn í „Emst Merck“. — Sam- kvæmt Södermanlands Lans Tidning — segir þar að hann sé hluti af þeim mikla fjölda manns sem hinn óþekkti útflytj- enda agent Mr. Tefft, lokkaði til U.S.A. með hneykslanlegum aðförum. Þóknunin sem umboð hans fékk nam 1 Ríkisdal á nef hvert. Hann leitaði meðal annars eftir starfsmönnum í námur og við skógarhögg, en þegar hóp- urinn svo kom til New York eða annara hafna í U.S.A. (venju- lega lá leiðin um Grímsby og Liverpool), var oftast ekki annað starf fyrir hendi en að láta inn- rita sig í her Norðurríkjanna, sem þá áttu í borgarastyrjöld við Suðurríkin vegna þrælahaldsins. Ferðin yfir Atlantshafið gekk fljótt, og eftir nokkurra mánaða dvöl meðal annars í New York, var haldið til London. Johan Hólm ríkissáttsemjari, útgerðarmaður „Ernst Merck“, stöðvaði útborganir um haustið 1864, hnekkti það gjaldþrot mjög áliti þjóðarinnar. Mörg stór er- lend verzlunarfyrirtæki voru flækt í fjármálavafstur Holms, og neyddust einnig til að lýsa gjaldþroti. í uppgjörinu var „Ernst Merck" aðeins virtur á 350,000 Ríkisdali, smíðakostnað- ur hans var þrefalt hærri. í febrúar 1865, var hann seld- ur J. Thomas, T. Bonar & Co. í London. Sögur komust á kreik um það, að nokkrar óeðlilegar tafir hefðu orðið á afhendingu skipsins, með- al annars hefðu fulltrúar hinna ensku kaupenda látið falla miður vingjarnleg orð um Svíana. Vík- ingablóðið í fyrsta stýrimanni sagði þá til sín, og rétti hann einum Bretanum vel útilátinn pústur. Liedqvist skipstjóri varð jafn vel að setja fram kröfu um að stöðva skipið, til þess að fá laun skipshafnarinnar greidd, en það mál leystist þó friðsamlega. I einni ferð skipsins 1866, á vegum nýju eigendanna, kom upp mikill eldur í skipinu, og var það flutt stór skemmt til Genua. Þar var gert við það, en nokkr- um árum síðar fórst það á Mið- jarðarhafi. Eftir sænska mánaðar- ritinu „Sjömannen b.71 Hallgr. J. þýddi. FRÉTTIR 1 STUTTU MÁLI Japanir hyggja ekki á smíði á öðru kjamorkuskipi, fyrr en hagkvæm og sparneytin kjam- oi’kuvél verður tilbúin. Vopnaðir verðir verða hafðir á „Queen Elisabeth II.“, til að hindra rán samanber flugvélarán. & Japanskt byggingaverð á skipum, t. d. tankskipum og málmgrýtisskipum, fyrir árið 1973-1975 er 100 dollarar á hvert tonn. 1966 var það eitthvað um 60 dollarar. dk Heimsskipaflotinn var 1. 9. 1970, 29 317 skip, eða 213,7 milljónir brt. U.S.A. vill innan næstu 10 ára, byggja 300 ný skip (þetta á við verzlunarskip). Kostnaður verð- ur 9,8 milljarðir DM. Upplýsingar frá: Institut fúr Seeverkehrswirtschaft Bremen. Stærð skipafélaga í heiminum og brúttófjöldi. Mitsui-Osk-Lines, Skip brt Japan: 94 776 904 Hapag-Lloyd. AG. Hamb., Bremen 118 754 141 Nippon Yusen Kaisha. Japan 90 729 780 Ocean Steamship Co. London .... 105 698 795 Kawasaki Kisen. K.K. Japan .... 58 486 837 í t. d. 20 sæti er: W. Wilhelmsen, Oslo 51 313 930 í 22 sæti Axel Johnson, Stockholm .... 42 309 978 VlKINGUR 310

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.