Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Qupperneq 4
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði - framhlið.
sem strandaði á svonefndum
Hvalnestanga utan við Fram-
Skálavík í Fáskrúðsfirði. Af
henni björguðust menn allir. Veð-
ur var gott en gekk á með dimm-
um éljum. Sást til skútunnar þar
sem hún var að krúsa út á firð-
inum til að komast inn á Búðir.
Síðan kom él, langt og dimmt og
það mun hafa glapið svo fyrir
skipstjórnarmönnum. að þá bar
upp að landinu með fyrrgreind-
um afleiðingum.
Skioið var selt á uppboði. Var
það kevpt af Marteini kaunmanni
Þorsteinssyni, sem bvggði pakk-
hús úr timbrinu. Það ber ennþá
nafnið Manonhús og er nú í eigu
Jóhanns útgerðarmanns Anton-
íussonar.
Líknarfála)! alofnað,
sj úkr.-ilnis rcist
Sjóslysin miklu við snð-austur-
land á útmánuðum 1873 hjuggu
mikið skarð í lið frönsku fiski-
mannanna á íslandsmiðum. En
smám saman hefur verið í það
fyllt með ungum mönnum, sem
fetuðu í fótspor feðra sinna og
sóttu — eins og þeir — lífsbiörg-
ina á þessar fjarlægu fiskislóðir.
En eflaust hefur hin langa
sj úkdómslega skipbrotsmannanna
tveggja á Horni lengi lifað í minni
þeirra og aðstandenda þeirra.
Máske hefur hún ásamt með öðru
sýnt þörfina á almennri læknis-
og aðhlynningarþjónustu fvrir
fiskimennina. Það varð til þess,
að Frakkar efndu til sjúkrahúss-
reksturs hér á landi, bæði 1
Revkjavík og á Fáskrúðsfirði og
í Vestmannaeyjum. Þetta var þó
ekki ríkisfyrirtæki. Árið 1894 var
í París stofnað líknarfélag: Soci-
été des Oevres de Mer. Þetta félag
lét bvggja lítinn spítala á Fá-
skrúðsfirði vorið 1897. Hann tók
bara sex sjúklinga. Við hann var
reist smá-kapella. í sjúkrahúsinu
störfuðu tvær St. Jósefssystur og
1—2 prestar. Alla læknisþjónustu
varð að sækja til Eskifjarðar
fyrstu 3 árin, en aldamótaárið
var Georg Georgsson skipaður
læknir í nýstofnuðu læknishéraði
á Fáskrúðsfirði. Var hann læknir
súkrahúsanna meðan þau voru
við lýði.
Spítalafélagið
Um aldamótin var stofnað félag
í Frakklandi til þess að reisa og
reka sjúkrahús fyrir Frakka á
íslandi. Tók það að sér að sinna
verkefnum, sem áðurgreint félag
hafði haft og bvggt hafði sex
rúma siúkrahúsið á Fáski'úðs-
firði 1897.
Þetta félag: l’Société des Hopi-
taux Francais d’Islande — bvggði
Franska spítalann í Reykjavík,
sem enn stendur við Lindargötu.
Þegar því var lokið árið 1903,
hófst félagið handa um að byggja
annan spítala eftir sama upp-
drætti í staðinn fyrir litla sjúkra-
húsið á Búðum á Fáskrúðsfirði.
I.ýsiii|< á spítalannm
Árið 1907 gaf Spítalafélagið út
smárit með myndum, um starf-
semi þess hér á landi. Kaflinn um
Fáskrúðsfjörð fer hér á eftir í
þýðingu Ástu Stefánsdóttur
bankafulltrúa.
Annar franskur spítali var
byggður árið 1903 og skipulagður
1904 af félaginu, alltaf undir eft-
irliti M. Bald. Hann var stað-
settur á Austurströndinni, á Fá-
skrúðsfirði, 36 klukkustunda sigl-
ingu frá Reykjavík meðfram suð-
urströndinni.
Einmitt í botn þessa fjarðar
voru sjómennimir okkar vanir að
koma bæði til að leggja aftur nið-
ur þorskinn og til að umskipa
fyrsta aflann yfir í hraðskreið
skip, sem biðu þeirra þar allan
maímánuð. Oft á tíðum er fjörð-
urinn upplífgaður um þetta leyti
■af heilum flota franskra sjó-
manna og það svo mjög, að maður
gæti haldið sig vera í heimahöfn,
það margir franskir fánar blakta
þar. Þessi spítali, sem. er mjög
nærri veiðisvæðunum veitir þeim
þannig ómetanlega þjónustu.
Spítalinn er reistur alveg aust-
ast í litla þorpinu Fáskrúðsfirði.
Yfir gnæfir fjall, sem skýlir fyrir
köldum norðanvindum og hann
liggur að stórum hluta lækjar,
sem aldrei þornar upp og auðveld-
ar vatnsleiðslu fyrir alla bvgging-
una, sem stendur 50 metra frá
árbakkanum, andsnænis stað, sem
er hentugur til að koma sjúkling-
um þar í land úr skipunum.
1 spítalanum eru 17 rúm, 3
fimm manna-stofur, 1 einangrun-
arherbergi og skurðstofa með öllu
tilheyrandi, língeymsla, baðher-
bergi og loks íbúð fyrir starfs-
fólk spítalans. Þar er einnig full-
VlKINGUK
356