Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Qupperneq 5
Hjúkrað sjúkum i Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. komlin skurðlækningatæki, apótek og bókasafn. Eins og í Reykjavík eru sér- stakar stofur fyrir berkla- og taugaveikisj úklinga. Læknisþj ón- ustu og skurðaðgerðum er stjórn- að af dr. Georgsson, frábærum lyfja- og skurðlækni, sem einnig er franskur ræðismaður svo og fulltrúi félagsins. Á sama hátt og spítalinn í Reykjavík, tekur sá á Fáskrúðs- firði á móti erlendum sjúklingum og er opinn allan ársins hring. Sér til aðstoðar hefur Georgs- son læknir ungfrú Baudet, sem hefur umsjón með spítalanum. Hún er afbragðs hjúkrunarkona frá sjúkrahúsum í París (Lari- boisiére) og talar hún bretonsku og jafnvel íslenzku". Sturfsfólk — nýtt hlntverk Við þetta má svo bæta því um starfsemi sjúkrahússins, að það var rekið árið um kring allt fram að heimsstyrjöldinni fyrri, jafnt fyrir innlenda sjúklinga sem er- lenda. Seinast bárust skýrslur frá því árið 1914. Þá starfaði það í 5 mánuði. LFm notkun hússins eftir að spítalinn hætti störfum segir í Læknatali — kaflanum um „Sjúkrahús og sjúkraskýli á Is- landi“: „Eftir þetta sér þess aðeins merki sum ár (síðast 1923), að skotið væri þar inn einum og ein- um sjúklingi einungis til þess að sjá þeim fyrir annars torfengnu húsaskjóli, því að sjúkrahúsþjón- usta kemur ekki til greina. Að öðru leyti stóð sjúkrahúsið autt og ónotað í rúma tvo áratugi, þó með þeirri undantekningu, að bamaskóli þorpsins fékk þar inni nærri heilan vetur og upphaf ann- ars, eftir að skólahúsið hafði brunnið í byrjun nóvembermán- aðar 1929. Spítalafélagið frakkneska hafði ekki látið sig muna um að reisa læknisbústað í nánd við sjúkra- húsið, skömmu eftir að það hafði verið tekið til notkunar, og leysti með því um leið læknisbústaðar- mál héraðsins. Áður en hlutað- eigandi héraðslæknir lét af em- bætti (1933), hafði hann keypt bæði húsin, en varð lítið úr, og lentu þau á snærum Landsbank- ans. Tveimur árum síðar keyptu sveitarfélög læknishéraðsins læknisbústaðinn, sem síðar segir, Starfsfólk Franska spítalans á Fáskrúðsfirði. Ungfrú Bandet, umsjónarkona, og Ge- org Georgsson í fremri röð. — I aftari röðröð hjúkrunarkona og íslenzkar starfsstúlkur. Til 1. jan. 1907 tók spítalinn á móti 91 frönskum og öðrum erl. sjúklingum, sem gerði samtals 2953 daga í sjúkrameð- ferðum. Hér hnípir gamli spítalinn, auður og yfirgefinn, úti á Hafnarnesi. Ljósm.: Vigdís Finnbogad., leikhússtj. 357 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.