Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Side 15
Rex Ítalía 1933—1935, 4 daga, 13 tíma 58 mín. Normandie, franskt, 3 d. 22 t. 7 mín. Queen Mary England 1936 og 1938—1952, 3 daga, 20 tímar, 42 mínútur. BLÁA BANDIÐ Western“ sá þó hvert stefndi, og ætlaði að gera betur með skipi, sem átti að heita „British Queen“, en þegar smíði þess gekk ekki nógu fljótt, þá tók félagið á leigu lítið hjólaskip, „Síríus“, og keppnin um hið „bláa band“ Atl- antshafsins hófst. Þau skilyrði voru sett, að bar- áttan var „Síríusi erfið. Skipið var aðeins 700 lestir, og ætlað til strandferða. Auk þess var það of- hlaðið, og minnstu munaði að ferðin yfir Atlantshafið endaði hörmulega. Eldsneyti var af skornum skammti, og undir lok ferðarinnar varð áhöfnin — rétt eins og í sögunni um Phileas Fogg: „Umhverfis jörðina á átta- tíu dögum“ — að beita öxum og kynda undir kötlum skipsins með siglutré og seglrám. Skipverjar voru að því komnir að gera uppreisn og krefjast þess að snúa aftur undir seglum. Far- þega iðraði sáran að ævintýra- löngun hafði komið þeim til þess að velja einmitt þetta skip til far- arinnar til fyrirheitna landsins. Gegn öllum samblæstri stóð skip- stjórinn, sem var annars sjóliðs- foringi, Roberts að nafni, ákveð- inn og myndugur — með skamm- byssu á lofti. Veður tók að spillast, og áhöfn- in krafðist þess að varpa kolum fyrir borð til þess að létta skipið, sem virtist að því komið að sökkva, en skipstjórinn svaraði því til, að yrði einhverju varpað fyrir borð, þá yrði að byrja á út- flytj endahópnum. Fyrir staðfestu skipstjórans náði skipið höfn, og hafði verið 19 daga á leiðinni, en meðalhraði 6,7 hnútar. Lítill tími vannst því miður til þess að hylla Roberts, því að rétt í þeim svifum kom „Great Western“ líka í höfn, og hafði farið fjórum dögum síðar en „Síríus" frá Cork (Irlandi). Tíminn var 15 dagar og meðal- hraði 8,8 hnútar. Hið ósýnilega bláband vatt sig um stefni komu- skipsins, sem varð fyrst til þess að vinna það. Tveim árum síðar stofnaði Kan- adamaður, Samuel Cunard, gufu- skipafélag í Englandi, og átti það félag eftir að koma mjög við sögu í keppninni um bláa bandið. í fleiri ár börðust skip félagsins sín á milli um bandið, og áttu þar hlut að fjögur fræg skip Cunard- félagsins: Britannia, Acadia, Cal- edonia og Columbia, sem reyndu að ná sigrinum hvort af öðru. Svo komu ameríkanar með í keppnina. Seglskipakóngurinn E. K. Collins í Boston hafði að lokum orðið að viðurkenna að hin miklu barkskip hans hefðu ekki reglulega góðann byrr í seglum, og honum tókst að fá styrk hjá þinginu til þess að byggja fjögur gufuskip, sem áttu að geta skákað öllu. Þarna voru takmarkalaus þægindi, reyksalur, meira að segja tvö baðker eða svo, og loks var hámarkið á öllu númeratafla, sem sýndi greini- lega frá hvaða klefa var hringt. Svipað kerfi var notað fyrir vélsíma. Af stjórnpalli var hægt með snúrum að gefa fimm mis- munandi merki til vélarrýmis, en því miður var ekki hægt að svara úr vélarrúmi. Þá var, þegar til kom, ferð á Cunardskipunum tryggari, en þar þaut skipsdreng- ur fram og aftur með skipanir, sem hann öskraði niður um ljóra. Hvoii; hér er að finna skýringu á óhöppum sem steðjuðu að Coll- ins-skipunum, hefur aldrei verið upplýst. „Arctic“ lenti í árekstri í niðaþoku, en 322 drukknuðu. Tveim árum síðar hvarf systur- skipið „Pacific“, og var aldrei vitað neitt frekar um það. Hins vegar missti Collins ríkisstyrkinn. Á því var enginn efi, að Cun- ardfélagið var án samkeppni í fararbroddi, en miklum fjárhæð- um var varið til þess að halda þeim sessi. Hinsvegar tók Cunard VÍKINGUE 367

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.