Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Qupperneq 17
Verðlaunagripur fyrir handhafa Bláa bandsins. það unnið, að knýja skip áfram með 58,8 hnúta hraða á klukku- stund, þegar þota æðir um loftið með 950 km. hraða á klukkustund. Frakkar eyddu meira en 550 milljónum þegar þeir byggðu „France“, nýjasta stórskip á Atlantshafinu og búið þeim þæg- indum og munaði, sem fer fram úr öllu, sem til þessa er þekkt — en án þess að hugsa einu sinni til þess að reyna að ná bláa band- inu á leiðinni. Vera má að Banda- ríkjamenn fái óáreittir að halda því um langt árabil. Nú stendur stríðið um þægindi farþeganna, en í þeirri baráttu leggja þjóðirn- ar heldur engin bönd á sig. NÁMSKEIÐ í VÉLSTJÓRN I byrjun september s. 1. var haldið í Vélskóla Islands nám- skeið fyrir rafmagnsdeildarvél- stjóra, annað í röðinni á þessu ári. Námsgreinar voru þær sömu og á fyrra námskeiðinu, sem hald- ið var í vor, þ. e. í stýritækni, rafeindatækni og rafmagns- fræði; einnig voru gangráðar sýndir og skýrðir. Námskeiðið stóð í tvær vikur og sóttu það 24 vélstjórar frá hinum ýmsu atvinnugreinum svo sem: varðskipum, raforkuverum, togurum, og flutningaskipum auk ýmissa fyrirtækja í landi. Nem- endum var skipt í tvær deildir og önnuðust þessir 6 kennarar kennsluna: Björgvin Þ. Jóhannsson, stýri- tækni. Sigurður Hreinn Hilmarsson, raf- magnsfræði. Guðjón Jónsson, rafmagnsfræði. Eggert Gautur Gunnarsson, raf- eindatækni. Ólafur Eiríksson, gangráðar. Einar Ágústsson, verkleg raf- magnsfræði. Þessir vélstjórar sóttu nám- skeiðið: Benedikt Sigurðsson, Búrfells- virkjun. Þorleifur Markússon, ísal. William Þór Dison, Slökkvistöðin Keflavíkurflugvelli. Þorsteinn Ársælsson, s/t Ögri. Sigvaldi Pétursson, m/s Guð- mundur RE. Jón Sigurðsson, Kassagerð Reykjavíkur. Haukur Sölvason, Hvanneyri. Bjarni Magnússon, Landhelgis- gæzlan. Sigurður Þorsteinsson, Isal. Karl Magnússon, Isal. Sæmundur Ingólfsson, Landhelg- isgæzlan. Hróðmar Gissurarson, Ríkisskip. Sigurjón Gissurarson, írafoss. Lárus Hallbjörnsson, Hafskip. Sigurður Björgvinsson, s/t Vigri. Gunnar Ingvarsson, s/t Ljósafell, Keflavík. Ingólfur Guðmundsson, Mjólkár- virkjun. Bjai*ni Jónsson, b/v Víkingur. Lárus Þorvaldssson, Verkstæði Sveins Jónssonar. Guðmundur Hallgrímssosn, m/s Eldvík. Halldór Guðjónsson, Rafstöð Keflavíkurflugvallar. Einar Jóhannsson, b/v Hvalbak. Róbert Hafsteinsson, Útg. Einars Sigurðssonar. Sveinn Bjarnar Hálfdánarson, Eimskip. Hér gafst mönnum kostur á að kynnast nýjum félögum eða endumýja gömul kynni. Menn voru á þeirri skoðun, að nám- skeið sem þetta sé mjög gagnlegt, og þeim vélstjórum, sem taka við nýjum skipum, er slíkt námskeið nauðsynlegt vegna sjálfvirkni- búnaðar og fjarstýringar, sem öll skip eru búin nú til dags. Fjölritað námsefni, sem kenn- arar höfðu tekið saman, fengum við keypt í skólanum. Kennararn- ir voru frábærir og lögðu sig alla frami við kennsluna, svo að ár- angur yrði sem beztur. Sumir okkar voru kostaðir á námskeiðið af atvinnufyrirtækj- unum, en aðrir sóttu það á eigin kostnað í sínum frítíma. Óneitanlega er mikil tilbreyting 369 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.