Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Qupperneq 20
dagur. Auk þessa fékk maður út- vigtaðan kost sér til framfærslu. Loftur lét mig strax fá 30 krónur í peningum og ég ætla ekki að lýsa þeirri gleði er nú fyllti huga minn. Nú höfðum við nóga peninga til að borða fyrir og Gestur bróðir hafði stolið stærðar kolastykki hjá lands- verzluninni, þrátt fyrir að vakt- maður væri yfir kolunum dag og nótt og varðstaða væri mjög ströng. Hann hafði dregizt með kolamolann inn á sér og farið fjörur. Hörmungum okkar var nú lokið um sinn og um kvöldið sát- um við glaðir og ánægðir yfir heitu kakói og brauði og litla vist- arveran okkar var hlý og notaleg. Loftur rukkaði mig aldrei um 30 krónurnar og af þeim sem við settum upp fyrir línuna, er það að segja að, þeir borguðu okkur skilvíslega þegar báturinn byrjaði róðra og hafði fengið útgerðar- lán hjá bankanum. Á þessum fátæktarárum sá maður margt ömurlegt, en líka margt fallegt í fólkinu. Ljómandi fólk, sem! vildi allt fyrir mann gera var þá til, ekki síður en nú. Ég hafði til dæmis kynnst séra Bjarna, dómkirkjuprestinum og hann sagði við mig að ég mætti koma og borða hjá honum, hve- nær sem mig lysti, því hann vissi um knöpp kjör irfín, en ég var svo óframfærinn, að ég vildi heldur svelta, en láta sjá mig í húsum. Umkomuleysi mitt varð meira fyrir bragðið. Ágæt kynni mín af séra Bjarna stóðu þar til hann fór úr þessum heimi. Loftur bauð mér nú að koma suður í Sandgerði og að dveljast þar yfir jólin, hvað ég gerði, en Gestur bróðir minn fór suður á Vatnsleysuströnd til Auðuns Sæ- mundssonar, pabba Auðuns- bræðra. Gestur var ekki gefinn fyrir sjómennsku og hann fór ekki meira til sjós en þessa ver- tíð. I Sandgerði hafði ég náðuga daga yfir jólin. Loftur Loftsson hafði þarna mikla útgerð og ég var ráðinn á minnsta bátinn, sem hét Freyr. Bryggja var þá ekki komin í Sandgerði og var oft mik- ið verk að bera fiskinn upp sendna fjöruna. Þama var fjölmargt verkafólk og nóg að starfa. Haraldur Böðvarsson var einn- ig með drift þarna, en lítill sam- gangur var þó milli fólksins, hjá þessum tveim mönnum. Milli róðra, í landlegum, var unnið við að bera grjót í fisk- hús, ef til vannst tími, frá því að setja upp línu, en sjómenn urðu þá að setja línu sína upp sjálfir. Freyr var aðeins sjö tonn að stærð. Lang minnstur allra bát- anna. Sá stærsti hét Kjartan Ól- afsson og var 36 tonn. Það þótti mikið mótorskip. Ég fór um vorið á Kjartan ÓI- afsson. Skipstjóri þar var Árni Sigurðsson frá Sóleyjartungu á Akranesi, en stýrimaður var Ól- afur Magnússon frá Borgarnesi, sem síðar varð þjóðkunnur skip- stjóri og oftast kenndur við skip sitt Eldborgina. Ólafur var mikill á velli og óvenju glæsilegur mað- ur. Hann hafði þá nýlokið námi við Stýrimannaskólann. ÞreUAn tunnnr af síld Um sumarið fór ég á síld á Kjartani ólafssyni. Við höfðum norskan nótabassa, Mons Ólsen að nafni. Hann var þó ekki hiá okk- ur nema hálft sumarið. Við vor- um á snurpunót, og fengum ekki nema þrettán tunur af síld um sumarið og lönduðum, ef svo má orða það, á Dvergasteini á Álfta- firði, en Loftur hafði stöð þar. Við komum því heim allslausir og með skuld á bakinu, því í þá daga var ekki um neina hlutatryggingu að ræða. Við vorum því í algjörri neyð á nýjan leik. Þegar suður til Reykjavíkur kom, varð það okkur til happs, að við fengum að sofa um borð í bátnum’, sem lá á Reykjavíkur- höfn. Skömmu síðar var báturinn tekinn í flutninga með vörur vestur á Bíldudal. Einhverra hluta vegna átti Sigurður Odds- son, leiðsögumaður (dönsku varð- skipanna) að fara með bátinn, en af því varð þó ekki. Þarna var gamaldags búnaður. Spilið var drifið með keðju frá mótornum, og var keðjan niðri í lest. Sigurð- ur gætti sín ekki og fór með hand- legginn í tannhjólin og slasaðist hroðalega, Ekki missti hann þó hendina, en varð aldrei samtur upp frá því. Var þá hætt við flutn- ingana. Þetta var 1917. Skdgurliöggsmadur I Horgarfiröi Við lágum um borð í bátunum og eygðum enga von. Síðla dags lagðist myrkrið yfir litla bátinn sem moggaði á leg- unni og dauf ljósin í bænum blöstu við. Maður varð undarleg- ar inn um sig, og ég held að mað- ur hefði tekið hvað sem var til að losna úr þessari herkví. Svo var það einn daginn, að auglýst var eftir skógarhöggs- mönnum í Reykjavík. Það var Natan Olsens verzlun sem stóð fyrir því. Eg fór í þetta og for- maður skógarhöggsins var Tryggvi Jóakimsson, síðar kaup- maður og konsúll á ísafirði. Fór Tryggvi með flokk manna upp í Borgarfjörð. Svo vel vildi til, að þetta verk kunni ég. Heima í Gufudal var brennt hrísi og var það aðal eldiviðurinn þar um. slóð- ir. Komst ég við þetta í álit hjá Carli Olsen og Tryggva. Varð það til þess að Carl bauð mér atvinnu hjá sér. Það var nýbúið að byggja Natans Olsens húsið, sem var stórhýsi á þeirra tíma mæli- kvarða og varð það nú starfi minn að kynda það hús með mó og hrísi. Það gekk illa. Þetta var mjög erfitt verk og vildi ég ekki við það vera til frambúðar og þótti Carli það miður, en sagði að ég mætti alltaf leita til sín með at- vinnu. Þetta var öðlingur og ein- hver vandaðasti maður, sem ég hefi kynnst. Eg hélt við hann kunningsskap lengi síðan, en hann er nú látinn. Leiðir okkar lágu saman síðar, gegnum félags- mál. J. G. Framhald. 372 VlKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.