Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Side 35
SEXTUGUR: STEFÁN NIKULÁSSON SKIPSTJÓRI Það var hann Böðvar Stein- þórsson, vinur minn, sem henti mér á að hann, Stefán Nikulás- son, fyrrverandi skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins væri orðinn sextugur. Við Stefán höfum að vísu aldrei siglt saman, en sem sjómaður hef ég oft séð Stefán Nikulásson um borð í strand- ferðaskipunum og maður alltaf vakið athygli njína fyrir glæsi- mennsku og prúða framkomu. Böðvar vakti upp forvitni mína á manninum og þær upplýsingar sem ég fékk um manninn, Stefán Nikulásson, finnst mér nauðsyn- lega þurfa að kom& fyrir augu lesenda Sjómannablaðsins Vík- ings, þar sem þessi aldna kempa er búinn að vera á sjónum í rúm 40 ár, þar af í 25 ár sem stýri- maður og skipstjóri á strand- ferðaskipum ríkisins, og ætti því andlit hans að vera kunnugt flestum íslendingum. Stefán Nikulásson fæddist í Gíslakoti í Rangárvallasýslu 6. júlí 1913. Foreldrar hans voru þau heiðurs hjón, Nikulás Bjarna- son og Filipía Gestsdóttir. Niku- lás, faðir Stefáns, var bóndi í Gíslakoti. En þegar Stefán var eins árs fluttust þau hjónin, ipeð börnin, til Stokkseyrar þar sem Nikulás gerðist sjómaður. Hann réri frá Stokkseyri fyrst á ára- bátum og síðan mótorbátum, þeg- ar þeir komu til sögunnar. Á skútum var hann einnig og var í skipsrúmi í mörg ár, á skútu, með þeiip) mikla kappa Birni í Ánanaustum. Fjölskyldan varð stór því þau hjónin eignuðust 6 börn, en 2 yngstu börnin eru nú látin. Stefán var 16 ára gamall þegar hann hóf sj ómennskuferil sinn á árabátum frá Stokkseyri. Fiski- VÍKINGUR veiðar stundaði hann frá Stokks- eyri í 11 ár, eða til ársins 1939 að hann flyttist til Vestmanna- eyja. Ástæðan fyrir flutningi hans til Vestmannaeyja var sú að á þeim árum voru bátarnir stærri í Vestmannaeyjumí en á Stokks- eyri og þar var róið allt árið. Við þorskinn var glímt á veturnar og við síldina á sumrin. En Stefán var ekki einn um að flytjast bú- ferlum til Vestmannaeyja, því á þessum árum var mikið um það að mpnn flyttust úr Árnessýslu til Vestmanaeyja vegna vinnunnar. 1 Vestmannaeyjum er Stefán til 1945. Það ár fer hann í Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Upp- haflega ætlaði Stefán í „Öldung- inn“ því að hann hafði öðlast rétt til þess, en einhvernveginn æxl- aðist það þannig að hann fór í farmannadeildina og lauk prófi þaðan 1947. Á milli bekkja var Stefán á síldveiðum. En þær veiðar gengu ila. Þeir fiskuðu ekki fyrir trygg- ingunni, sem þá var 1.200,00 kr. hjá hásetum. Að loknu prófi í Stýrimanna- skólanum gerðist Stefán stýri- maður hjá Skipaútgerð ríkisins. Á þeim tíma voru strandferða- skipin og varðskipin undir sömu stjórn og þeir sem réðust til skipaútgerðarinnar gengu á milli þessara skipa. Stefán var aldrei ánægður með veru sína á varð- skipunum, því á þeim tím(a var varðskipaflotinn mest byggður upp á leigubátum sem flestir höfðu verið fiskibátar. í byrjun sinni sem stýrimaður, hjá skipaútgerðinni, lenti Stefán sem stýrimaður á varðskipinu Ægir, og hann mfinnist alltaf sinnar fyrstu vaktar þar um borð. Á fyrstu sjóvakt hans um Stefán Nikulásson, skipstjóri. borð tóku þeir þýskan togara í landhelgi í Miðnessjó. Farið var með togarann til Reykjavíkur þar sem togaraskipstjórinn viður- kenndi brot sitt fyrir rétti og var dæmdur í sekt til Landhelgis- sjóðs. Þetta var rétt eftir stríðið og þýska þjóðin í algjörri niður- lægingu. Það var því sorglegur aðbúnaður um borð í togaranum og peningaleysi áhafnarinnar al- gjört. Skipstjórinn gat ekki borg- að sektina og það var því úr vöndu að ráða. Á þessum tíma var Hvalfjarðarsíldarævintýrið í full- umj gangi. Stjórnvöldin sáu sér því leik á borði og settu hinn þýska togara í síldarflutninga frá Reykjavík til Siglufjarðar og kom flutningsgjaldið upp í sektina. Þegar togarinn hafði unnið af sér sektina með síldarflutningum var hann fylltur af gjafasíld frá hinni íslenskú þjóð til sveltandi fólks í Þýskalandi. Árið 1948 fór Stefán sem stýri- maður á m/s Heklu, og minnist þesss ekki að hafa farið á varð- skipin eftir það. Strandsiglingarnar voru oft erfiðar á þessum árum, þar sem radarinn hafði þá ekki hafið inn- reið sína. En það breyttist líka þegar radarinn kom um borð, og má sem dæmi nefna að grunnleið- 387

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.