Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1973, Síða 36
in frá Horni að Ingólfsfirði var ekki farin nema í björtu veðri, því sjást þurfti til miða, en þegar radarinn kom ar hægt að sigla þessa leið í dimmviðri. Á þessum árum var líka lítið um bryggjur úti á landi og þyrftu því skipin að leggjast fyrir akkeri fyrir utan hinar ýmsu hafnir í kringum landið þar sem þar til gerðir upp- skipunarbátar selfluttu vörurnar milli skips og lands. Stefán dáðist oft að hörku og ósérhlífni þeirra manna sem í uppskipunarbátun- um voru, og aldrei minnist hann þess að slys hafi orðið í sambandi við þá vinnu þó hún færi oft fram í misjöfnum veðrum. Þær eru orðnar margar sigl- ingarnar á gömlu Heklu og Esju semj Stefán hefur siglt á, sem stýrimaður og skipstjóri, í kring- um ísland, og eignast á þeim ferð- um marga vini og kunningja. Á þeim ferðum varð Stefán áþreif- anlega var við þá miklu ánægju sem bæði innlendir og erlendir farþegar, voru með hringferð- irnar. Nú er sá draumiur búinn, með hringferðirnar í kringum ísland, þó hægt sé að komast það með nýju skipunum, en ekki finnst Stefáni nýja Hekla eins gott sjó- skip eins og gamla Hekla og Esja voru og þá á það sérstaklega við þegar hin nýja Hekla siglir tóm í vondum veðrum. Stefán sigldi einnig hjá Skipa- útgerðinni á ,,Breiðunum“ svo kölluðu, Herðubreið og Skjald- breið, og þóttu þau góð sjóskip af ekki stærri skipum að vera. Árið 1971 varð Stefán að hætta sjómennsku af heilsufarsástæðum og er nú þingvörður í hinu háa Alþingi. Stefán Nikulásson þekkir það manna best að sigla eftir áætlun sem gerð er á skrifstfu í logni. Þeirri áætlun er reynt að fram- fylgja þó ægisdætur láti illa. En ég spyr, er það ekki stress á hverjum manni sem á að sigla eftir áætlun gerðri á skrifstofu í skrifstofu hita? Ég bara spyr: Árið 1946 giftist Stefán þeirri ágætu konu Þuríði Bárðardóttur fráÞykkvabæjarklaustri í Skafta- fellssýslu, þau eiga engin börn saman en Stefán á eina dóttur frá fyrra hjónabandi. Stefán Nikulásson er nú ný orð- inn sextugur. En það sést ekki á honum því alltaf er hann jafn- léttur í skapi og á fæti. Alþingis- menn eiga nú á að skipa góðum rr,anni þar sem Stefán er. Og í þau skipti sem ég hef komið í Alþingi og séð til ferðar Stefáns þar sem hann er á fartinni til að láta þingmenn vita hverjir bíði eftir þeim fyrir utan, þá minnir Stefán mig alltaf á stýrimann sem er að fara framá til að gera end- ana klára. Ég efast ekki um að þeir mörgu farþegar, sem siglt hafa á hinum gömlu góðu skipum með Stefáni Nikulássyni svo og fyrrverandi starfsfélagar hans, senda honum og konu hans hugheilar kveðjur. Ég bið þessum ágætu hjónum allrar blessunar og vona að hátt- virtir alþingismenn megi njóta starfskrafta Stefáns sem lengst. Helgi Hallvar'össon. EINKASALAR HÉR Á LANDI FYRIR HIN HEIMSÞEKKTU „LION" vélþétti. Framleiðendur: JAMESWALKER &Co.Ltd. Woking, England. Sjómenn - Útgerðarmenn Umboðsmenn um land allt BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS Slmi 26055 (3 llnur) - Laugavegi 103 Skipamálning - Utanborðsmálning Botn- málning - Lestalakk - Lestaborðlakk Skipalakk - HARPA HF. S88 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.