Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 8
V eraldleg þrenning 1) Á ári aldraðra Víkingurinn er að þessu sinni að mestu leyti helg- aður Hrafnistu, bœði í Reykjavík og Hafnarfirði, en þar rekur Sjómannadagsráð vistheimili fyrir aldraða svo til sóma erfyrir sjómannastéttina og til eftirbreytni fyrir aðrar stéttir í landinu. Þeir eru nokkuð margir vistmennirnir þar, sem eru áskrifendur að blaðinu og hafa haldið tryggð við það frá því að það fyrst hóf göngu sína fyrir 44 árum. Sama er að segja um ellilif- eyrisþega víða um land, sem hafa verið áskrifendur að Víkingnum frá upphafi: þeir hafa verið meðal trygg- ustu stuðningsmanna hans og bakhjarl í gegnum árin. Stundum hefur það komið fyrir, að einn og einn úr hópi þessara manna hefur hringt í ritstjóra og sagt blaðinu upjt vegna þess hve lífeyrir þeirra er orðinn naumur. Eg hef þá jafnan boðið þeim áframhaldandi áskrift að blaðinu á hálfvirði, og hafa allir, sem hringt hafa síðustu árin, þekkst þetta boð, enda þykir mönn- um það að vonum hart aðþurfa að skilja við blaðið sitt á efri árum einungis vegna þess að nokkrar krónur skortir á að endar nái saman. Því hefur sú ákvörðun verið tekin að bjóða framvegis ellilífeyrisþegum Vík- inginn á hálfu árgjaldi, og gera þar með opinbert það sem í raun hefur verið praktiserað undanfarin ár. Eru þeir elli/ífeyrisþegar, sem áskrifendur eru að Vík- ingnum vinsamlegast beðnir að hafa samband við blaðið í síma 15653 vilji þeir þekkjast þetta boð. Og vitanlega stendur blaðið einnig nýjum áskrifendum úr röðum ellilífeyrisþega til boða á sömu kjörum. gg- 2) Ritstjóri kveður Sumir ganga með það í maganum að verða óperu- söngvarar, og hcetta skyndilega einn góðan veðurdag sem ökumenn hjá Strœtisvögnum Reykjavíkur ogfara til Rómar eða Vínar til að taka lagið þar sem eftir er œvinnar. Svo eru aðrir sem ganga víst með það í maganum að verða stjórnmálamenn, semja frumvörp og vinna löndum sínum vel af stjórnkœnsku sinni og framsýni. Það er einnig sagt, að hlýði menn ekki köllun sinni, þá stirðni þessi metnaður þeirra í melt- ingarfœrunum og steingerist svo þeir verði þyngri á fœti fyrr en gengur og gerist og jafnvel bitrir og fullir eftirsjár með árunum. Þetta hef ég nokkuð lengi vitað og tekið fyrir satt, og þess vegna var það upp úr ára- 8 mótum að ég sagði starfi mínu sem ritstjóri Víkingsins lausu til að gerast rithöfundur og annað ekki. Sem betur fer þarf ég ekki að sœkja það undir atkvœði félaga minna hvort égfylgi mínu kalli, eins og stjórn- málamennirnir, en við eigum það sameiginlegt strœtisvagnastjórinn og ég, að hann finnur ekki sinn tón á leiðinni Hlemmur Eell frekar en ég mitt stef uppí Prentstofu G. Benediktssonar., og því er ekíci um annað að gera en leita annarsstaðar ellegar þjást af andlegu harðlífi það sem eftir er. Þó kveð ég þetta blað með söknuði. Það er gefið út af sjómönnum fyrir sjómenn, en það eru bestu menn á landinu. Ég heldþað hafi skánað skratti mikið í minni tíð. Askrifendur þess eiga ekki annað skilið en góðan texta eftir sem flesta, og ég vona að það haldi áfram. Þar til nýr ritstjóri verður ráðinn, mun hún Elísabet Þorgeirsdóttir stýra fleyinu milli skers og báru. Hún er fljót að sjóast, enda frá Isafirði. En ég bið lesendur Víkingsins vel að lifa, og þakka þeim samfylgdina í gegnum árin. Þeireru núna fjórðungi fleiri enþegarég tók við. Það segir sína sögu. Guðbrandur Gíslason 3) Ritstjóri kvaddur Eins og kemur fram hérá undan, hefur Guðbrandur Gíslason ákveðið að láta nú af störfum sem ritstjóri Víkingsins eftir nœstum fjögurra ára starf. Það er ekki ofsögum sagt, að á ritstjórnarferli hans hefur Víking- urinn tekið stakkaskiptum, bœði hvað efnisval, út- breiðslu og rekstur varðar. Fjölbreytni í efni jókst til muna á ritstjórnarferli hans, og varð m.a. til þess að fjöldi áskrifenda að blaðinu jókst stöðugt, en þó_ mest á sl. ári, eða um 17,5%. í kjölfar þessarar endurnýjunar hefur svo fylgt, að blaðið stendur mun betur að vígi fjárhagslega en það hefur gert í fjölda ára, þannig að nú er hægt að kosta nokkru til í kaupum á vönduðu efni, og í ferðalög blaðamanna Víkingsins um landið, en þau hafa stóraukist upp á síðkastið. Þannig hefur hagur Víkingsins batnað allur mjög í ritstjórnartíð Guðbrands, og kunna útgefendur blaðsins honum bestu þakkir fyrir. Guðbrandur mun nú snúa sér að öðrum verkefnum, er hafa verið honum hugleikin undanfarin ár, og fylgja honum bestu óskir okkar um árangur í þeim ritstörfum er hann tekur sér fyrir hendur, og þakkir fyrir góða og árangursríka sam- vinnu á liðnum árum. Ingólfur Falsson, forseti FFSÍ. VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.