Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 9
„Að efla samhug hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar” Rætt við Pétur Sigurðsson formann Sjómannadagsráðs Sjómannadagurínn er hluti af íslenskri menningu og okkur sem yngri erum finnst að hann hljóti alltaf að hafa veríð til. Hann var hins vegar fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938 en 25. nóvember 1937 var endanlega samþykkt af fulltrúum aðildarfélaga Sjómannadagsins að helga sjó- mannastéttinni einn dag á árí. Tilgangur þessa hátíðisdags var mótaður í upphafi, m.a. til að efla samhug meðal hinna ýmsu starfsgreina sjó- mannastéttarínnar; heiðra minningu látinna sjómanna; kynna þjóðinni lífsbaráttu sjómanna og þýðingarmikil störf þeirra í þágu þjóðfélagsins og til að beita sér fyrír menningarlegum velferðarmálum sjómanna- stéttarínnar. Eins og allir vita hefur Fulltrúaráð Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði staðið fyrír byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði og á Sjómannadaginn 1954 þegar hornsteinn Hrafnistu í Reykjavík var lagður, hóf Happdrætti DAS einnig starfsemi sína. í Fulltrúaráði Sjómannadagins eiga sæti 32 fulltrúar hinna ellefu aðildarfélaga og formaður þess er Pétur Sigurðsson alþingismaður. Við náðum tali af Pétrí á skrífstofu hans í Hrafnistu í Hafnarfirði og báðum hann að spjalla um Hrafnistu-heimilin og aðra starfsemi Sjómanna- dagsráðs. I Hrafnistu í Hafnarfirði er gott bókasafn og er megin uppistaða þess bókasöfn þeirra Hallgríms Jónssonar vélstjóra, Kristens Sigurðssonar skipstjóra og Jóns Kristjánssonar verkamanns. Þama eru þau Sigríður A. Jónsdóttir forstöðukona og Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs í bókasafninu. Verðum að sýna umburðarlyndi Hið nýja heimili Hrafnista í Hafnarfirði stendur á fögrum stað með útsýn yfir sjóinn og hluta Álftaness. Byggingin er vistleg og heimilisleg og innan hennar ríkir léttur og skemmtilegur andi sem blaðamaður varð berlega var við þegar hann lenti á samverustund með vistmönnum þar sem sungið var og dansað. Hafnarfjarðar- heimilið rúmar aðeins 100 vist- menn og tal okkar Péturs barst fyrst að því hversu eftirsótt er að komast á dvalarheimili eins og Hrafnistu. — Þessi mál eru mjög viðkvæm og vand meðfarin en ég nota oft eitt dæmi sem mér finnst skýra vel okkar stöðu. Til mín kom kona sem hafði verið kennari eða skólastjóri úti á landi. Ég sagði henni að við tækjum að venju sjó- menn og sjómannsekkjur inn á forgangslista en hún yrði að fara á almennan biðlista. Það kom síðan upp úr kafinu að þessi gamla kona átti fjóra syni sem voru starfandi sjómenn og einn tengdason. Hún þurfti á það mikilli umönnun að halda að tengdadætur hennar og dætur sem allar voru með ung böm gátu ekki sinnt henni. Það hefði því jafnvel þurft að kippa einum af þessum mönnum í land til að hjálpa til að sjá um konuna. Annað nýlegt dæmi get ég nefnt þar sem ég varð að meta með VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.