Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 12
VIKINGUR sínum og fær að vera hér meðan börnin fara í frí. Ég er að láta mig dreyma um að byggja hús fyrir dagvistun á lóð Hrafnistu í Reykjavík, fyrir neðan og austan Laugarásbíó. Það er góður staður fyrir slíkt. Við eigum í fyrsta lagi stórt og gott bílastæði, þar sem ekki er notað á daginn, þarna er samkomuæð sem liggur bæði í austur og vestur og strætis- vagn stoppar fyrir framan. í þessu hverfi búa líka flest gamalmenni í dag. Það gætu því sumir gengið á staðinn. Stefna okkar er að fækka enn meir á Hrafnistu í Reykjavík, niður í 370 vistmenn. Þegar við verðum orðnir sjálfum okkur nógir hér í Hafnarfirði með þvottahús ofl. gætu eldhús og þvottahús í gömlu byggingunni þjónað þessari dagvistun. Þetta tel ég vera ódýrustu lausn málsins. Herbergið hennar Friðriku Eyjólfsdóttur var svo yfirfullt af útsaum að aðeins hluti af því sést á myndinni. Á borðinu er fáni Kvennadeildar Slysavarnafélagsins Hraunprýði í Hafnarfirði en Friðrika saumaði samskonar fána 1.50 metra langan, með silkiþræði í silkiefni og er hann í eigu félagsins. urkenningu konu í fyrsta skipti nýlega, 80 ára gamalli hjúkrunar- konu sem starfað hefur við Hrafnistu frá upphafi. Á sumrin rekum við barna- heimili í Grímsnesi fyrir böm sjó- manna. Við hyggjumst starfrækja það fyrir eldri börn í sumar, þau sem eru að komast út á vinnu- markaðinn. Það verður nokkurs konar vinnuskóli. í Grímsnesinu er í byggingu félagsheimili fyrir sjóme n en 23 orlofshús eru þar í þyrpingu. Við höfum líka leigt þama út lóðir til sjómanna þar sem þeir byggja húsin sjálfir. Or- lofshúsin eiga sjómannafélög á svæðinu frá Akranesi suður til Grindavíkur. Pétur Sigurðsson er upptekinn maður og ekki vert að trufla hann meir að sinni. Hann sýnir mér hluta byggingarinnar sem hann mun hafa verið hvað atkvæða- mestur að koma á fót. Hans bíða mörg verkefni, því þökkum við fyrir spjallið. E.Þ. Barnaheimili, orlofshús o.fl. — Hvaða verkefnum öðrum sinnir Sjómannadagsráð? — Við stöndum fyrir hátíða- höldum Sjómannadagsins. Því fylgir gífurlega mikið verk, m.a. útgáfa Sjómannadagsblaðsins. Við heiðrum minningu látinna sjómanna og heiðrum aldraða sjómenn. Við veittum þessa við- I setustofunni á þriðju hæð sátu gangastúlkumar og spjölluðu áður en þær tóku til við verkin. Þær heita Steinunn Jóhannsdóttir, Henný Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Rík- harðsdóttir. Á hverri hæð er vistleg setustofa þar sem hægt er að horfa á sjónvarp, lesa blöð og spila á spil.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.