Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 14
í endurhæfingarsalnum var hún Elka Guðrún Aradóttir að æfa sig að ganga með aðstoð Ninnu Leifsdóttur sjúkraþjálfa. Þessi aðstaða er ný og fékkst þegar pláss- um varfækkað á Hrafnistu. fólk býr í eigin herbergjum með sína persónulegu muni og fær alla þjónustu. Hér eru einnig fimm hjúkrunardeildir sem flokkast eftir heilsufarsástandi fólks. Við leggjum mikið upp úr því að fólkið hjálpi sér sjálft, fari í mat og fari sinna ferða eins og það vill. Við leggjum engar hömlur á fólk, það getur gengið hér inn og út eins og á eigin heimili, sömuleiðis ætt- ingjar en vilji það vera að heiman yfir nótt, þarf það að láta vita af því. Þessi kynslóð á gott með að hlíta reglum og þær eru fáar hér en skýrar. Fólk ræður sjálft hvernig það skipuleggur herberg- in sín, það má hafa eigin síma, útvarp með kalltæki er í hverju herbergi það getur haft eigin sjónvarp, endurgjaldslaust og blöð og tímarit liggja frammi á lesstofum. Póstur er borinn á her- bergin svo við reynum að gera líf- ið sem líkast því sem það var heima. Við leggjum áherslu á að hafa sem best samband við ætt- ingja vistmanna. Öll þjónusta fyrir hendi á staðnum — Við höfum viljað vera sjálf- um okkur nógir á sem flestum sviðum, rekum eigið þvottahús og saumastofu, við erum með raf- virkja, trésmið, pípulagningar- mann og húsverði til að annast viðgerðir á þessu stóra heimili okkar. Að sjálfsögðu rekum við líka eigin eldhús og í tengslum við það bakarí og kjötvinnslu. Við höfum innréttað föndurstofu fyrir konur þar sem tveir föndurkenn- arar eru starfandi alla daga að leiðbeina með handavinnuna. Á hverju hausti höldum við svo bas- ar þar sem fólkið selur muni sem það hefur gert sjálft. Karlmenn- irnir vinna að því að setja upp línu í veiðarfæravinnustofunni og bæði karlar og konur hnýta á tauma fyrir þá, aðallega uppi á herbergjum sínum. Þarna eru líka hnýtt spyrðubönd, steinalykkjur, felld grásleppuneto.fl. sem tengist sjávarútvegnum. Bráðlega verður tekin í notkun föndurstofa karla þar sem verða hefilbekkir og Það var fjör f fótsnyrtingunni þegar hún Guðrún Snorradóttir (móðir Bessa Bjamasonar leikara) var að láta Unni Óladóttur eiga við tæmar á sér og gera sig fína. í fótsnyrtingu fara bæði konur og karlar og öllum líður að sjálfsögðu betur eftir slíka meðferð. smíðaáhöld fyrir þá sem vilja dytta að ýmsu eða smíða. Leikfimikennari er starfandi hér og stjómar leikfimi í setustof- um á morgnana. Það er vel sótt af vistfólki og jafnvel starfsfólki líka. Á rakarastofunni ræður Bjömdfs Bjamadóttir rakari rfkjum og sér um að karlmennirnir séu vel snyrtir og rakaðir. Það er líka um að gera að vera fínn þcgar næsti dansleikur verður haldinn á fimmtudaginn á vegum Kiwanis-klúbbsins Heklu. 14 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.