Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 21
Litast um í eldhúsinu Magnús Guðmundsson kokkur tekinn tali Til að kynnast sem flestum þáttum starfseminnar að Hrafn- istu brugðum við okkur í eldhúsið sem eins og á flestum heimilum er lífæð hússins. Þaðan kemur mat- urinn sem er jú mannsins megin og til að elda ofaní 400 vistmenn auk starfsfólks þarf víst að halda vel á spöðunum. Yfirmaður eldhússins er Magnús Guðmundsson, grannur og snaggaralegur maður í kring- um sjötugt, svarthærður mjög. Magnús býður mér inn á skrif- stofuna sína og ég spyr hve lengi hann hafi gegnt þessu starfi. Magnús Guðmundsson yfimiatsvcinn á Hrafnistu í Rcykjavík hefur starfað þar síðan árið sem heimiiið var opnað. „Ég byrjaði til sjós árið sem cg fermdist og var á sjó þar til ég byrjaði hér, lengst á nýsköpunartogaranum Röðli frá Hafnarfirði‘% segir Magnús. 39 manna starfslið, margt með 10—15 ára starfsaldur — Ég byrjaði hérna sama ár og heimilið tók til starfa eða 1. desember 1957 en starfsemin hófst á Sjómannadaginn 6. júní, held ég. Ég hef því starfað hér í rúm 24 ár og séð heimilið stækka frá því að hýsa 30 vistmenn eins og var þegar ég kom, upp í 454 þegar mest var. — Hvað starfar margt fólk undir þinni verkstjóm? — Eg held að það séu 39 manns með hlutavinnufólkinu því margir vinna hér Vi og 34 starf. Verkstjórasvæði mitt er stóri borðsalurinn uppi, eldhúsið, vinnslurnar, bakaríið, minni borðsalurinn uppi og borðsalur starfsfólksins. Konan mín er reyndar verkstjóri eða flokksstjóri í stóra borðsalnum því það þótti of mikið fyrir mig að stjórna þessu öllu. Þar vinna 15 stúlkur. Konan mín hefur unnið hér síðan 1959. — Þjóna stúlkurnar til borðs? — Já, já. Við byrjum að senda upp matinn klukkan ellefu, í allar hjúkrunardeildir og til þess fólks sem liggur daglega. Síðan eigum við eftir tvo borðsali, þann stóra og bláa salinn sem svo er kallaður vegna þess að verkstjórinn og önnur stúlka þar voru bláklæddar, ekki það að hann væri málaður blár. Eldhúsið er lífæð hússins eins og á öllum heimilum og næg eru verkefnin daginn út. Þau litu upp úr verkinu rétt snöggvast, þau Anna Eyjólfsdóttir sem starfað hefur í tólf ár í eldhúsinu á Hrafnistu og Magnús Margeirsson matsveinn. Hjá þeim stendur Magnús Guðmundsson sem rætt er við hér á síðunni. VÍKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.