Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 26
„Ég er að sauma krosssaum“, segir Sesselja. „Hér er allt gert fyrír mann og ekki hægt anitað en vera ánægður. Félagsskapurínn í föndurstofunni er mjög mikilvægur.“ Þó ótrúlegt sé er hún Gíslína orðin nfutíu ára. Hún dundar sér enn við að prjóna leista og er hin hressasta. Það er gott að vera hér síðustu árin og hér er ljómandi starfsfólk, allt gert fyrir mann sem hægt er, segja þær. Á næsta borði eru líka þrjár konur og ég sest hjá þeim. Hjá einni þeirra situr handavinnu- kennarinn, Ólöf Ömólfsdóttir og aðstoðar við handavinnuna. „Ég á svo bágt með að greina að litina, svo hún hjálpar mér þessi elska“, segir Björg Einarsdóttir sem er að smima heljarmikið teppi. „Ætl- arðu að klára þetta allt“, segir hún svo við Ólöfu og Ólöf hlær. „Ég er frá Hafranesi við Reyðarfjörð", segir Björg, „en fluttist til Hafn- arfjarðar 1931. Ég er orðin 80 ára gömul og hef verið hér í 10 ár.“ Við borðið situr líka kona með fléttur að sauma krosssaum og virðist lítið gefið um blaðasnápa. Ég spyr hana að heiti og fljótlega opnast skelin og hún kveðst vera frá Haukadal í Dýrafirði. — Þú hefur þá verið nágranni Gísla Súrssonar, segi ég, og Guðríður Gestsdóttir hlær með glampa í augum. „Ég held nú það“, segir hún stolt. „Ég er 85 ára og bjó alla tíð í Haukadal, þar til ég kom hingað. Maðurinn minn stundaði sjóinn alla tíð með búskapnum. FISKVINNSLAN Á BÍLDUDAL H/F Sími 94-2110 UTGERÐ Hraðfrystihús — Fiskimjölsverksmiðja — Fiskvinnsla — Freðfiskur — Saltfiskur — Skreið. 26 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.