Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 29
„Þekkingin kom meö reynslunni” — spjallað við Eyjólf Gíslason frá Vestmannaeyjum Það eru margar ævisögumar sem hægt væri að rita um íbúa Hrafnistu svo langa ævi hefur fólkið lifað sem þar býr og miklar þjóðfélagsbreytingar. Tíminn líður og brátt hverfur af sjónar- sviðinu kynslóðin sem fæddist fyrir aldamót og með henni ýmis fróð- leikur um lífið og tilveruna á þeim árum. Nýungar streyma inn í þjóðfélagið og við temjum okkur aðra lifnaðarhætti en gamla fólkið ástundaði. Inni á Hrafnistu er lífssýnin hins vegar mikið til sú sama og fólkið þar tileinkaði sér á sínum manndómsárum þó vilji sé fyrir hendi hjá flestum að fylgjast með tímanum og sýna honum um- burðarlyndi. „Orgaði yfir því að fá ekki að læra“ Ég banka upp á hjá Eyjólfi Gíslasyni frá Búastöðum, síðar Bessastöðum í Vestmannaeyjum sem nú býr í rúmgóðu herbergi á Hrafnistu. Eyjólfur situr við skrif- borðið og les æviminningar Kar- vels Ögmundssonar. Þegar við Rafn forstöðumaður birtumst heilsar hann og segir síðan að sér finnist merkilegt að þegar Karvel var að alast upp eftir aldamótin skuli hafa verið notuð grútartýra í hans sveit. Olían kom til Vest- mannaeyja 1885. „Það gera dönsku kaupmennimir“, bætir hann síðan við með sérstökum þunga sem hann á oft eftir að beita í samtali okkar á eftir. Þessi fyrstu kynni af Eyjólfi eru dæmi- gerð því þann tíma sem ég spjall- aði við hann undraðist ég oft hversu minnugur og athugull hann er, orðinn 84 ára gamall. „Ég orgaði yfir því að fá ekki að læra“, segir hann við mig seinna enda er Eyjólfur dæmigerður bókelskur alþýðumaður sem eyddi ævi sinni við brauðstritið, langaði að læra og notaði hvert tækifæri til að fást við andans listir svo sem lestur og skriftir. Það eru ófáir afar og ömmur háskólanema nútímans sem hefðu notið sín við lærdóm- inn engu síður en afkomendur þeirra. Herbergin á Hrafnistu eru búin persónulegum eigum íbúanna og bera því hvert sitt einkenni. í her- berginu hans Eyjólfs rekur maður fyrst augun í handsaumaðar myndir, mjög fínlegar og fallegar, saumaðar með silkiþráðum í ýmsum litum. Ein er úr Vest- mannaeyjum og önnur af gosi upp á landi og tvær eru af fannhvítum fossum, líklega Skógarfossi og Gullfossi. Þessar myndir saumaði konan mín blessuð“, segir Eyjólf- ur. „Hún var mikil hannyrðakona, hefði örugglega getað lært eitt- hvað nú til dags. Við fluttum hingað 4. september í haust en ég missti hana 16. desember. Þá var hún búin að liggja 23 daga á sjúkradeildinni“, bætir hann þungur við. „Ég kann vel við mig héma“, heldur hann áfram. „Maður veit að starfsævin er búin og þá er að taka því með róleg- heitum. Það er gott að vera í ná- lægð við bömin sín. Ég á þrjá syni sem ég get haft samband við dag- lega, hef síma inni á herbergi. Nú get ég gert það sem mig langar til, párað niður og lesið bækur. Ég snerti ekki við vinnunni sem boðið er upp á héma. Mig hefur alltaf 29 BT| wris Wmmmmmm Eyjólfur við skrifborðið sitt í herbcrginu á Hrafnistu. Bak við hann eru útsaumaðar myndir eftir konu hans Guðrúnu Brandsdóttur sem lést í desember sl. Við skrifborðið vill Eyjólfur helst vera nú þegar tækifærí gefst til lesturs og skrifta. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.