Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 30
Þama er Hansína að koma úr róðrí. Evjólfur var formaður á Hansínu í sjö vertíðar á árunum 1923—29. „Ég varfyrst ráðinn beitumaður á Hansínu 1914, átti að róa ef mann lamaði af“, segir hann. langað til að lesa og skrifa.“ Það er einhver sérstakur tónn í rödd þessa gamla manns. Fram- burður hans er harður og skýr, hann talar rólega og undarlega ákveðið, sérstaklega þegar hann fer með tölur sem hann virðist muna vel. Eyjólfur er lágvaxinn eins og títt er um hans kynslóð og það fer mikið fyrir höndum hans. Þær eru stórar og grófar og sýnilegt er að hann hefur haft krafta í kögglum á yngri árum. Það má sjá á hand- íeggjum hans sem falla ekki að líkamanum heldur líkast því sem kallað er „að bera hvolpana". Andlitið er markað og stórgert en samsvarar sér vel. Augun eru brún og í þeim kviknar stundum und- arlegt blik. Ekki leist honum of vel á viðtal. Yfir hann kom einhver hógværð sem einkennir hann jafnan, „það er bamsvani“ segir hann síðar „að vera ekki að segja neitt sem kemur manni til góða. Það mátti enginn vera meiri en annar og ég vil ekki vera grobbinn út á við.“ Ég reyni að sannfæra hann um að það sé ekki grobb að segja frá stað- 30 reyndum um líf sitt og spyr því um uppruna hans. Fyrsta minningin síðan 1901 „Ég er fæddur 22. maí 1897 og uppalinn í Vestmannaeyjum en móðir mín var frá Berjanesi í Landeyjum. Ég man nokkur atvik frá árinu 1901. Hún er ekki skemmtileg fyrsta minningin mín. Það var þegar sjóslysið mikla var við Klettsnefið. Þá fórust 27 manns, þar af átta konur. Það var áttæringur sem var að koma aust- an undan Eyjafjöllum. Ég man eftir hvar ég stóð og sá skipið á hvolfi og tvö áraskip fara út að bjarga fólkinu en það bjargaðist bara einn maður. — Hvenær hófst þú sjó- mennsku? — Ég fór fyrsta róðurinn 1914 og stundaði sjóinn í 48 ár, þar af 40 sem formaður. Ég hætti sjó- mennsku 1962 og fór að vinna í landi. Þetta er fyrsti báturinn og þetta sá síðasti", og Eyjólfur bendir á myndir á vegg“ og hérna eru skipshafnarmyndirnar“, heldur hann áfram og bendir á myndir af prúðbúnum mönnum uppstilltum hjá ljósmyndara. — Þið hafið látið mynda skipshafnirnar? — Já, þá var ekki eins mikill hraði á öllu eins og núna. Það var það. Þá var hægt að stinga við fæti. Þá var sagt af kunningjum meira en góðan daginn og komdu sæll. Það var stungið við fæti og rabbað. — Finnst þér það vera breytt núna? — Já, mikið breytt. Þó er varla unnið meira en þá var gert. Það eru léttari störfin að minnsta kosti. Skipsdagbækur yfir alla róðra síðan 1914 Nú tekur Eyjólfur fallega inn- bundna bók niður úr hillu og sýnir mér. „Þetta er Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Ég á eitthvað í hvurju blaði“, og hann flettir upp á frásögn af ellefu daga siglingu frá Danmörku til Vestmannaeyja þar sem þeir Eyjamenn náðu í tvo 11 tonna báta. „Ég átti líka Víkinginn frá upp- hafi en hann fór í gosinu. Húsið mitt fór á þriðja degi en syni mín- um tókst að bjarga nokkrum bók- um o.fl. þar á meðal Sjómanna- dagsblaðinu okkar og skipsdag- bókunum mínum sem ég hef haldið allt frá 1914 að ég byrjaði á sjó.“ Eyjólfur dregur nú fram kassa og fer varlega með hinar verðmætu dagbækur. „Ég geymdi þær alltaf í kompu undir stiganum ef skyldi brenna og ég hugsa að sonum mínum þyki þetta merki- legri arfur en ef þeir fengju nokkrar krónur.“ Fyrsti róðurinn 1914 er skráður skilmerkilega í fyrstu bókina þar sem sagt er að strákurinn hafi dugað og ekki fundið til sjóveiki, haft Vi stubb og 60 öngla. í bæk- umar eru skráðir allir þeir róðrar sem Eyjólfur sótti á 48 ára sjó- mannsferli, greint frá afla, veðri, bát, mannskap o.fl. o.fl. Ég held áfram að fiska um for- tíðina. Eyjólfur segist hafa verið 4 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.