Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 32
Að treysta á sjálfan sig þegar engin voru tækin Eyjólfur sýnir mér fleiri greinar Þessir fjórir kappar voru saman við sigið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í 10—20 ár. F.v. Erlendur Jónsson, Ólafshúsum sem var á brún, Jónas Sigurðsson Skuid, sigamaður; þá Húnbogi Þorkelsson Sandprýði sem stóð 5—10 metrum neðar í berginu á Neftónni og sagði til og Eyjólfur sem sat uppi og gaf. og kom heim og sagði að greiðslan mætti vera garðamatur eða fugl því nóg var til af því á Búastöðum. En pabbi mátti ekki missa mig úr starfi svo ég fékk ekki að fara. — Hvenær byrjarðu for- mennsku? — Ég varð fyrst formaður 1922, tók við bát á miðri vertíð. Mér gekk alltaf vel og hélst vel á mönnum. Þeir voru margir hjá mér allt upp í 10 vertíðar. Ég var ekki hærri í loftinu en það að ég stóð aldrei upp úr mannskapnum, stóð í aðgerð eins og þeir og var ekki með neinn rembing. Það var gaman að lifa á þessum tímum og Vestmannaeyjar eru þægileg ver- stöð því stutt var á miðin, við komum alltaf heim á kvöldin. Við lærðum ekki mikið, ég fór einu sinni á námskeið sem gaf 12 tonna réttindi og það hefur dugað. Nú er búið að hækka réttindin upp í 120 tonn hjá okkur þó engu hafi verið bætt við lærdóminn. Við urðum að treysta á sjálfa okkur þá. Þekkingin kom með reynslunni. Við tókum eftir sjólagi, strauma- skiptum og fugli svo höfðum við „Ég gaf sigamanninum í 30—40 ár á þjóðhátíð. Ef maður sat nokkuð langt frá brún og hafði góða viðspymu, var það ekki mikið“, segir Eyjólfur. Myndin sýnir Eyjólf að gefa sigamanninum, einbeittan á svip. Stundum var annar maður hafður með til öryggis.“ Og hann sýnir mér fleiri myndir. Mynd af Vestmannaeyj- um fyrir gos. „Þetta fór allt undir gosið, húsið mitt sem ég kallaði Bessastaði, hús Gísla sonar míns og þama eru Búastaðir þar sem ég ólst upp og í eystra húsinu bjó systir mín. Þetta er allt horfið“, segir hann þunglega. Á myndinni sjást myndarleg hús með grænu túni í kring. „Mér finnst eins og ég komi í óþekkt pláss þegar ég kem út í Eyjar núna. Ég kannast jú við Heimaklett og Ysta-klett en hitt finnst mér allt vera breytt. Ég flutti í Garðinn eftir gos og fór að vinna þar þangað til konan mín veiktist. Strákamir fluttu ekki aftur. Það hefur sennilega ráðið mestu um að við urðum kyrr uppi á landi líka. Ég sé mest eftir 100 erfiljóðum sem móðir mín átti. Það var vani áður að yrkja erfiljóð og setja í kirkjubekkina, þegar fylgt var. Þau fóru með húsinu mínu.“ sem hann hefur skrifað í Sjó- mannadagsblað Vestmanna- eyinga. „Ég fór í kvöldskóla 21 árs en mig langaði alltaf að læra ensku. Einu sinni bauð skóla- stjórinn mér að vera með í ensku- námi. Hann ætlaði að hafa fjóra stráka og tíminn átti að kosta 25 aura. Hann var kominn með þijá 32 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.