Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 38
símskeyti áður en við komum til Súez og þá kemur bátur út með nýjar myndir. Danska ríkið sendir okkur tvær 3 klst. videospólur á 14 daga fresti með fréttaútdrætti og innlendum þáttum. Tækin eru öll í eigu fyrirtækisins, við þurfum aðeins að greiða smápening fyrir filmuleigu. Dansk-velfærds- tjeneste sér um að senda bækur sem ganga milli skipa og þeir sjá einnig um ýmsar tómstundir. Þú getur lært tungumál af spólum, farið í bréfaskóla o.s.frv. Einnig ganga bækur á milli skipa sem til- heyra ekki neinu bókasafni. Fyrirtækið heitir Vandrebog og kaupir bækur sem við látum ganga milli skipanna. Einnig kaupa margir vasabrotsbækur og láta ganga. Dagur flaggaði íslenska fánanum á Suðurskautinu Þessi mynd var tckin 15. janúar 1981 nær hásumri þessa heimshluta. Nanok S. skip Gísla er þama fast í rekís og skipstjórinn situr bara þarna og lætur mynda sig. VIKINGUR siglingatíma sem 2. stýrimaður og 12 mánuði sem 1. stýrimaður. Menn sem koma annars staðar frá en Norðurlöndunum verða að fara í skóla til að öðlast réttindi. Við getum fengið eins mikið og við viljum greitt í gjaldeyri ekki prósentuhlutfall eins og hér er. Það er mjög gaman fyrir unga ólofaða menn að prófa að sigla erlendis og ég býst við að vera þama eins lengi og þeir vilja hafa mig. Við erum búnir að ganga frá fimm ára samningi við Ástralíu- menn um siglingar til Suður- skautsins og það verður gaman að sjá hvort þeir flagga með íslenska fánanum næst þegar ég kem eins og hann Dagur Vilhjálmsson frá Þórshöfn gerði þegar hann var loftskeytamaður þarna suðurfrá og flaggaði fyrir okkur Jóni eftir að hafa heyrt í okkur tala íslensku saman. Við þökkum Gísla fyrir spjallið og óskum honum fararheilla á fjarlægum slóðum. E.Þ. — Er auðvelt fyrir íslending að komast á danskt skip? — Við tökum helst menn frá Svendborg því það er erfitt ef töl- uð eru mörg tungumál í mess- anum. Reyndar teljast Norður- landabúar ekki útlendingar, en Danir vilja helst eigin landsmenn því þeir segja að atvinnuleysi ríki hjá hásetum. Sjómannafélagið passar vel upp á það og eins líka að ekki fari stýrimaður að vinna á dekki nema hann gangi í Sjó- mannafélagið. Það er auðveldara að komast að sem yfirmaður. Prófið héðan að heiman er tekið gilt en til þess að verða skipstjóri verður maður að hafa 12 mánaða Keisaramörgæsir í göngutúr í góða veðrinu. Á myndinni sést rannsóknastöðin í Mawson á Antarktíku og aftar suðurheimskautsjökullinn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.