Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 39
Hnútar III Endahnútur hefur verið notað- ur „lengur en elstu menn muna.“ Það er „bundinn endahnútur" á eitthvað, og er þetta myndhverft og merkir að einhverju sé lokið. Allir, sem fara með nál og enda, nota endahnút fyrir stopphnút, P einfaldan eða tvöfaldan (1. og 2. mynd). Algengt er að hnúturinn sé notaður til þess að tengja saman enda (3. mynd), en hnútabækur sýna hann ekki að jafnaði. Stund- um er þetta þó nefnt tvöfalt endabragð, en oftar fríhendis- hnútur. Hann þolir lítið átak (50% af slitþoli snæris eða minna), er svörgulslegur, rennur ekki um blakkir eða lykkjur, og herðist svo VÍKINGUR að ekki er um annað að ræða heldur en skera hann sundur eða brott. Með nokkuð sérstökum hætti var þessi hnútur notaður á sjó þegar menn þurftu að flýta sér, en varla nema á grönnu snæri eða sísalllínu (4. mynd). Hnúturinn heitir þá fiskimannshnútur, er ör- uggur og sæmilega sterkur og rennur ekki til. Önnur aðferð, sem margir þekkja, er svonefndur sjó- mannshnútur (5. mynd). Hann er varla eins sterkur og hinn fyrri, en rennur ekki sundur. í báða þessa hnúta verður að nota snæri af sama gildleika, og báðir verða þeir óleysanlegir ef nokkuð herðir að. Þessi endahnútur er talinn með stopphnútum, en venjulegur stopphnútur og rnest notaður er lítið eitt öðruvísi. Hann heitir líka flæmskur hnútur eða átta-hnútur, því að hann líkist tölunni 8 (6. mynd). Venjulega má leysa þenn- an hnút ef með þarf. Mjög algengt er það þegar hnýtt er utan um pakka t.d. að þáttar- endi sé lagður að fasta hlutanum og skellt endahnút á lykkjuna (7. 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.