Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 40
x® mynd). Er fasti þátturinn síoan dreginn í lykkjuna og hert að, en betra er að beita ekki kröftum, því mjög er hætt við að t.d. umbúða- garn hrökkvi sundur í lykkjunni. Á sama hátt má nota 8-hnút, og er bæði öruggara og fer betur (8. mynd). Aðferð til þess að hnýta utan um pakka eða því um líkt er hentugri og fer betur. Búinn er til 8-hnútur, fasta endanum brugðið um pakkann og upp (eða niður) gegnum 8-hnútinn. Hann dregst saman og herðir svo að lausa endanum að ekkert rennur til og þarf ekki að halda við hnútinn, eins og oft sést gert. Bönd á pakka vilja oft renna til, skekkjast og jafnvel fara út af endum svo að allt er laust. Ráð við þessu er að setja krossbragð á þverbandið um leið og vafið er um pakkann, og halda síðan áfram yfir í upphaf- lega hnúti-nn. (9 mynd). Þessi ein- faldi og hentugi hnútur er sjaldan notaður óg virðist næstum óþekktur. Fullorðinn maður og reyndur til sjós og lands kvaðst ekki hafa þekkt þetta fyrr en hon- um var kennt það á skóla vestur í einu miðfylki Bandaríkjanna og gefin teikning af. Flestir nota marga og einfalda hnúta sjálfrátt eða ósjálfrátt. Þeir eru oft ranghnýttir og geta valdið vandræðum og jafnvel óhöppum. Flesta algenga nytjahnúta er hvorki vandasamt eða seinlegt að hnýta svo rétt, að þeir komi að tilætluðu gagni. Um hnúta og hnýtingar er hinsvegar ekki hægt að gefa almenna reglu. Tilgangur með hnút, bragði, lykkju, stungu o.s.frv. er afar breytilegur, að ekki sé talað um efni í hnútum. Til æfinga má nota fléttu (granna hansalínu t.d.), eða þrí- þætt, snúið snæri ámóta svert og venjulegur blýantur. Sísalllína er ekki eins hentug og vill trosna og gliðna sundur ef hún er hand- fjötluð mikið. Almennt má þó segja að þeir þættir, sem notaðir eru, þurfa og verða oftast að vera ámóta gildir, og úr sama eða áþekku efni að gerð og gildleika. Fíklega er ekki hægt að hnýta saman þumlungsgildan nælon- kaðal og ullarlopa, svo dæmi sé tekið. „Þegar þú giftist mér sagðist þú eiga stóra hvíta lystisnekkju.“ „Svona þegiðu og haltu áfram að róa. ★ „Er maðurinn þinn líftryggð- ur?“ „Nei, hann er brunatryggður—- hann veit hvert hann fer.“ ★ Ég vona að þú verðir jafngam- all og brandararnir mínir. „Hver var maðurinn sem ég sá þig kyssa í gærkvöldi?“ Klukkan hvað?“ ★ Brostu — það fær fólk til að velta fyrir sér hvað þú hafir verið að bralla. ★ Ef þú hlærð þá hlær heimurinn með þér — Ef þú hrýtur — þá hrýturðu einn. Ég gæti sagt þér fleiri brandara — en þú myndir bara hlæja að þeim. ★ Jói var að horfa á nýfæddan bróður sinn, sem lá grenjandi í vöggunni sinni. „Kom hann frá himnaríki?“ spruði Jói. „Já, elskan.“ „Engin furða að þeir hentu honum út.“ ★ Mamma: „Farðu, Kalli og þvoðu þér í framan og um hend- urnar.“ Kalli: „Já, en ég fór í bað í morgun.“ Mamma: „Farðu þá og þvoðu baðið.“ 40 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.