Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Qupperneq 41
Eyjólfur Gíslason: Útilegan 1928 — er nítján bátar náðu ekki höfn Farið var af stað í þennan róður kl. 4 að morgni laugardaginn 11. febrúar. Róðrartímum var þá hagað með tilliti til þess, að búið væri að leggja línuna með birtu. Því ekki voru þá komnar bauju- luktir í notkun hér, og kæmi það fyrir, að bátar væru búnir að leggja línuna, eða legðu ekki allt, áður en bjart var orðið, varð að andæfa á færinu, þar til dagsbirt- an kom. Til þess þurfti venjulega 2 menn á „dekki“ auk formannsins. Gætti annar maðurinn færisins í línurúllunni, dró inn og gaf út, eftir því sem við átti, en hinn bar á milli til formanns og sagði honum hvemig færi á. Eftir að farið var að birta veðurútlit og veðurspár á símskeytaeyðublöðum í Sölu- tumsglugganum og sjálfskrifandi loftvog kom þar einnig, lögðu formenn oft leið sína þangað til athugunar á loftvog og veðurspá. Þegar veðurútlit var ótryggt og vond veðurspá og menn í vomum, eins og kallað var og er enn í dag, urðu þarna oft mestu rabbfundir. Þegar veðurspáin var vond, stormur eða hvassviðri, voru eyðublöðin rauð að lit, til að vekja meiri athygli, og voru það kölluð stormskeyti. Þennan morgun, 11. febrúar, var ekkert rautt skeyti og engin illveðurspá, ef ég man rétt SA- kaldi eða stinningskaldi, eitthvað á þá leið, og loftvogin strikaði jafnt og ekkert niður á við. Allir fóru því óhikað í róður og héldu til yztu miða, sem þá var sótt á með línu. En það var suður og vestur af Skerjum (Súlna- og Geirfugla- skerjum) og vestur fyrir Eini- drang. Burtfararmerkið „Blússið" var þá gefið frá einum bát, er til þess var kosinn af bæjarstjórn. Var það gert með því að bregða upp ljós- blossa. Var olíublautum tvisti vafið um goggskaft og kveikt í og því haldið á lofti stutta stund, síð- an drepið snögglega með því að dýfa því í sjó. Hver bátur lá þá við sína festi á höfninni, þar til blússið kom, en ekki voru höfð of mörg vöf af keðjunni á pallstyttunni, þegar leið að blússtíma og örugg- ur og handviss maður hafður við að sleppa. Skjöktbátnum var haldið þannig, að sem allra fljót- ast gengi að komast af stað, og oftast gekk það líka ótrúlega fljótt. Ávallt var þess gætt að láta mótorbátinn horfa út á Leiðina, en þegar vindur var vestan eða NV-stæður, var oft brasað við að færa keðjuna aftur á og festa hana þar, svo að báturinn gæti snúið út og rétt, þegar „Blússið“ kom. Oft varð þröng mikil á Leiðinni og yzt á höfninni, því að allir vildu þá verða sem fyrstir á miðin, ekki síður en nú. Ekki var þó mikið um stór eða alvarleg brot á bátum, þó það kæmi fyrir, en oft var saman- stuð, og menn voru með fríholt til varnar, því að stuðpúðar voru þá að mestu óþekktir hér í bátum. Fylgdu þessu stundum hróp og köll. Á góðviðrisnóttum mátti þá oft sjá stóra hópa af fólki vestur á Skansi og fram á syðri hafnar- garðshaus, sem ýmist vakti eða vaknaði til að horfa á, þegar 41 Ekki varmyndavél með um borð f Hansfnu 1928. í staðinn birtum við mynd sem Sigurgeir í Vestmannaeyjum tók af ungum Eyjamanni við störf sín á línu, hálfri öld seinna. VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.