Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 42
Ennþá draga Vestmannaeyingar þann gula úr sæ og ennþá helga ungir menn sig störf unum á sjónum. Þeir á Leo, VE eru að fiska eins og þeir á Hansínu forðum. bátaflotinn hélt úr höfn, og hef ég heyrt sumt af því fólki segja, að það yrði sér ævinlega ógleyman- leg sjón. Á þessum árum voru flestir bátar hér óraflýstir. Einstaka höfðu þó rafgeymi og höfðu við hann eitt til tvö ljós og þóttu þau hinar mestu gersemar. Rafgeym- amir fengust hlaðnir á rafstöðinni hér, og gerðu vélamennirnir það með glöðu geði og fullum áhuga 42 fyrir þörfum okkar sjómannanna, og þó þeir hefðu snúninga og aukastarf við þessa geymahleðslu, var það unnið endurgjaldslaust. Vélgæzlumenn við rafstöðina voru þá þeir Dalabræður, Svein- björn, Vilhjálmur og Hjálmar Jónssynir. Fyrstu bátar munu hafa verið raflýstir hér sumarið 1925 (Emma VE 219). Voru það mikil þægindi og jók mjög öryggi, því að erfitt reyndist oft að láta lifa á kerta- eða olíuluktunum, þegar vond voru veður, eins og fram mun koma í þessari frásögn. I róðurinn 11. febrúar 1928 héldu flestir bátanna suður með Urðum og var víst ferðinni heitið hjá flestum suður og vestur fyrir Sker. Nokkrir héldu þó fyrir Klettinn og að Einidrang. Við á Hansínu fórum langt vestur fyrir Hryggi, á Útsuður, eins og þá var kallað. Línuna lögðum við í komp. V., 12 bjóð 6 strengja, sem þá var venjuleg línulengd framan af vertíð. Venjulega var verið einn klukku- tíma til einn klukkutíma og 20 mínútur að leggja 12 bjóð. Þegar við höfðum lokið við að leggja, var kominn þunga vindur á SA og kvika, mjög dimmt til lofts og því sýnilegt, að stormur var í aðsigi. Létum við því línuna ekki liggja nema hálfa klukkustund, eða á meðan hitað var kaffi og drukkið í flýti. Því næst var byrjað að draga inn línuna og var strax sæmilegur fiskreytingur. Fengum við á þessi 12 bjóð 505 þorska, ýsa og annað var ekki talið. Fimm sinnum slitum við, svo illa gekk að draga, og höfðum við ekki lokið því, fyrr en um kl. hálf fjögur. Var þá kominn rokstormur á SA með slyddubyl. Gerðum við því næst sjóklárt sem kallað er. Létum allt lauslegt, sem út gat tekið, niður í lest, svo sem öll línubjóðin og belgina með ávöfðum bólfærum, sem þá var siður, því að fæstir bátar hér höfðu þá nema eina reyrstöng, sem höfð var á miðri línunni. Ekki var þá siður að hafa segl yfir lestarlúgum, en skálkar voru og ævinlega notaðir í vond- um sjóveðrum. Stefna var tekin til lands og stýrt komp. A. En land- sýn var horfin í sortabyl. Um kl. fjögur fór björgunar- og eftirlits- skipið Þór (elzti Þór) hjá okkur, og var hann með tvö flögg í lóðréttri línu milli mastra, sem gaf til VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.